fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Góðan daginn, Má ég kynna;
Nú ljóma aftur ljósin skær

Jólatónleikar Léttsveitar Reykjavíkur 7.-9. Desember 2006

Stúlkna-og Kammerkór Bústaðakirkju - Einsöngvari Þorvaldur Þorvaldsson -
Tompetleikari Ásgeir Steingrímsson - Bassaleikari Tómas R. Einarsson - Bongótrommur Stina bongo - Píanóleikari Aðalheiður Þorsteinsdóttir-Stjórnandi Jóhanna V. Þórhallsdóttir


A presto

Giovanna

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Já góðir hálsar og hálsakot, er að fá aftur trúna á mig sjálfa sem kokk, þegar ég loxins eftir næstum þriggja mánaða pásu þorði að elda mat. Það er varla í frásögur færandi en ég missti algjörlega trúna á mér þegar ég asnaðist fyrir uþb. þremur mánuðum að steikja steinbít nokkurn sem var svo ólystugur og vondur að það hálfa hefði verið nóg. Kannski óþarfi að láta það fylgja með að ég steikti frosin steinbítsstykki og náði ei að þíða þau...Ojjj oj. Stundum alltof fljótfær. En sumsé, núna í hádeginu tókst mér að gera alveg ágætis mat; þótt ég segi sjálf frá, enda var það bara gamla góða lambið sem var sett í ofn og svona. Þið vitið, frönsk salatdressing og franskar baunir og mintusósa og svona eitthvað a la Hanna í Hvammi. Annars búin að vera ágætis helgi. Eftir nokkrar æfingar gærdaxins skrapp ég að sjá dóttur mína hina upprennandi söngkonu Hildigunni Einarsdóttur syngja í Sjóbiss sýningu Söngskóla Reykjavíkur. Hún var alveg yndisleg og ég fylltist stolti við að heyra framfarirnar hjá henni. Enda náttúrlega hjá yndislegum söngkennara sem heitir Signý Sæm. Sýningin var stórskemmtileg og krúttaraleg. Síðan kom Ásta litla til mín og fékk að gista hjá ömmu sinni. Gott að vakna með litlu tærnar framan í sér.

A presto

Giovanna

föstudagur, nóvember 24, 2006

Vaknaði snemma að vanda. Ég er sumsé a týpan, samt er ég líka c týpan. Tími ekki að missa af neinu. Þarf bara að hafa þetta einsog Ítalarnir. Leggja mig í hádeginu. Fór í hreyfingu hérna í Faxafeni og fannst alveg ótrúlega gott að finna smá fyrir vöðvunum. Kannski að maður ætti að fara að fara á stera og lyfta meira. Það væri nú saga til næsta bæjar. IIii altsaa. En ég er með nýjan einkaþjálfara sem ég hitti einu sinni í viku og reyni svo að rifja upp á milli hvað ég var að gera hjá honum. Je je. Var svo með Ástu í morgun hjá mér. Ég held í alvöru að stelpan sé undrabarn. Það sem hún er klár að tala. Je minn eini. Var svo að hugsa um að eyða eftirmiðdeginum í bjöllukóræfingu og Sesamkjúllagerð...

A presto

Giovanna

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

já, já ég er hér. Bara að gleyma blogginu. Jólatörnin er byrjuð. Ég er með smá partí fyrir kammerkórinn í dag. Bara svona piparkökur og kakó partí og syngja jólalögin. Stelpurnar mínar eru svo skemmtilegar. Annars er eitthvað nýtt að gerast. Er farin að æfa mig einsog í gamla daga. Setjast við hljóðfærið og hefja upp raustina á morgnana. Gamli góði aginn. Þegar ég byrjaði í þessu stjórnendanámi hjá Tuma, þá var var boðið uppá nokkra söngtíma hjá Jóni vini mínum Þorsteinssyni tenórsöngvara ættuðum frá Ólafsfirði. Og það er alveg ótrúlega gaman að finna klassísku röddina aftur. Æi þið skijið þetta kannski ekki en þetta er bara svo stór hluti af manni og svo gaman að finna þessa gömlu vinkonu aftur.

A presto

Giovanna

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Æi æ. Fór í morgun inní bílskúrinn þar sem ég geymi frystikistuna hennar Hildigunnar. Ætlaði að ná í nautahakk því ég stend í meiriháttar eldamennsku þessa dagana útaf dotlu. Nema hvað. Hafði ekki rafmagnið farið af skúrnum fyrir einhverjum vikum og allt í steypu og ógeðslegri lykt í kistunni. Fiskur og nautið hans Eymundar ónýtt. Viðbjóður. Og svo svona kalt og ömurlegt úti og ég kvefuð og slöpp í þokkabót. Spæling daxins. Á morgun verður svoleiðis hreinsað og skrúbbað.... Je je je. Láta sig hafa það.

a presto

Giovanna

mánudagur, nóvember 13, 2006

Já já þetta er leiðindapest. En ég er skárri. Bara svolítið kvefuð ennþá og svona. Var eiginlega alveg búin á því eftir kennsluna í dag. Ætlaði varla að halda höfði með Englunum og Barnakórnum. Er náttúrlega að reyna að kenna þeim alltof mörg ný lög og texta. Einsog venjulega. Annars var þetta mikil góðverkavika hjá minni Léttu sveit. Við sungum bæði á tónleikum hér í F.Í.H. fyrir okkar elskulega Jón Kr. á Bíldudal og fyrir Ljósið í Neskirkju á laugardaginn. Var eiginlega að spá hvort við værum þá ekki búnar með góðgerðarsönginn þetta árið. Annars bara heima í kvöld með hroll. Best að fara undir teppi og ná sér í bók eða prjóna.

a presto

Giovanna

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Besta við að vera veikur er að leggjast í bækur. Næstum einsog jólin hjá manni. Rigningin úti og ég undir sæng að lesa. Datt í Perlur og steina eftir nöfnu mína Kristjónsdóttur,árin með Jökli og verð helst að liggja þangað til ég klára Bát með segli og allt. Sú er eftir Gerði Kristnýju sem ég hef aldrei lesið fyrr. Já já og satt best að segja margt sem minnir mig á tíðina þegar ég var blaðakona eða réttara sagt blaðasmástelpa á Helgarpóstinum. Liprir pennar, bæði nafna mín og Gerður Kristný.

A presto

Giovanna

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Já já lagðist bara í pestina. Og er frekar slöpp og spæld. Gummi lagðist líka. Ég er nú samt aðeins að skána. Amk. farin að geta hugsað eitthvað fram í tímann. Og viti menn! Framundan er allt á fullu. Beibí beib. Eins gott að anda rólega svo taugarnar gefi sig ekki.


a presto

Giovanna

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Hvað eyði ég miklum tíma í að taka til, eða hugsa um að fara að taka til, eða vera nýbúin að taka til eiginlega? Æi stundum finnst mér ég ekki gera nokkuð annað. Vont en það venst. Ég ætla amk. að neita mér um að láta einhvern annan taka til hjá mér. Ekki nema Hildigunnur rósamunnur bjóðist til þess. Hún er svo flink í að raða og skipuleggja. Annars er ég búin að vera dugleg að drusla til núna. Datt í hug að baka snúða handa börnunum og mér. Fannst ég verða að fá ömmuilm í húsið. Ákvað að sleppa brauðbindindinu í dag. E la vita oggi con me.

a presto

Giovanna

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Jæja nú eru prófkjör í öllum flokkum. Mikið stuð hjá þeim. Ég er alltaf að verða lélegri og lélegri í pólitíkinni. Á erfiðara með að standa með einum flokk frekar en öðrum. Og eftir því sem ég þekki fleiri, finnst mér skipta minna máli hvar fólk stendur í pólitíkinni. Þetta snýst einhvern veginn um önnur gæði. Þetta er kannski einsog með músíkina. Ég get ekki sagt hvort mér líkar betur klassík, eða jazz eða latino, eða popp. Þetta er meira spurning um að músísera. Mig langar að kjósa fólk úr öllum flokkum ekki flokkana á þing..

a presto

Giovanna

þriðjudagur, október 31, 2006

Og ég lifði af og það bara alveg ágætlega. Brunaði heim á laugardagskvöldinu og missti af öllu djamminu. Ég er nú farin að missa af skuggalega mörgum djömmum og það er reyndar alveg ágætis tilbreyting í því. Annars var ég með tvær messur á sunnudaginn og fund á eftir seinni messu. Nú er ég að reyna að brýna fólk í ferð til Barcelona í vor með stúlkna-og kammerkórinn. Það verður alltaf að vera góð gulrótarending á kórstarfinu. Je je je. Var annars í mestu rólegheitum að borða í gær í hádeginu í hjarta borgarinnar, miðbænum, þegar hringt var og dóttir mín í símanum. Jarðarför eftir fjórar mínútur og ég mátti stökkva af stað og hendast í Bústaðakirkju og kom inn í þriðju hendingu í fyrsta sálmi. Iiiiii alltsaa. Algjör bömmer og hundfúlt en redddaðist þannig séð. Eins gott að ég var í kórnum en ekki í einsöngnum. Vinkona mín Signý var einsöngvari og tók Faðir vorið með trompi. Það sem stelpan getur sungið vel..Úps og tvær farir á eftir, eins gott að koma ekki of seint


a presto

Giovanna

föstudagur, október 27, 2006

Æfingabúðir framundan með hinni Léttu sveit. Að Skógum. Geðveik vinna framundan og allir barna og unglingkórarnir í Bústaðakirkju á sunnudaginn. Halli lúða nei ég meina Halelúja.

a presto ef ég lifi það af.

Giovanna

þriðjudagur, október 24, 2006

Það er nú ekki alveg í lagi með mig. Fékk mér kjetsúpu í hádeginu enn á ný, en hún var frumetin á föstudag. Maður er alltaf að líkjast móður sinni betur og betur.. E la vita. En. Satt best að segja var súpan aldrei betri og ég mæli með að setja chili og kardemommur í hana. Ég gerði það amk. Annars skrapp ég í Tumatíma í morgun, maður er alltaf að uppgötva nýtt og nýtt, jafnvel þótt maður sé búinn að vera í bransanum svona lengi og sé alltof sjaldan tekinn upp... En þetta eru orðnir svo vinsælir tímar. Ekki kórstjóri með stjórum nema hann sé hjá Tuma. Og smám saman er jólaprógrammið að fá á sig einhverja mynd. Annars er maður bara að skúra skrúbba og bóna (dream on...) á milli söngstunda. Mikil og krefjandi helgi framundan. Spá í hvort maður nái einhverju dekri áður, eða kannski bara á eftir.

a presto

Giovanna

mánudagur, október 23, 2006

Það er sumsé komið að því að ég þarf að leggjast yfir jólalögin og fara að velja fyrir kórana. Meiraðsegja ætti ég kannski bara að vera löngu búin að þessu. Það er alltof snemmt að fara að æfa jólalögin í lok október, en hvað á að gera þegar allir jólatónleikar eru búnir um miðjan desember? Sumsé. Ætla samt fyrst að hlaupa uppí Elliðárdal áður en jólin steypast yfir mig. Dio mio!

A presto

Giovanna

föstudagur, október 20, 2006

Skemmtilegt tónlistarverkefni uppí Breiðagerðisskóla og sonurinn stóð sig með stakri prýði og blés fallega í saxófóninn. Einnig áttu aðrir nemendur góða spretti, dömurnar úr Stúlknakórnum spiluðu vel og Lassi lék á trommur með ryþmískri snilld. Góð hugmynd þetta verk hjá þeim og lyfti manni upp, reyndar var ég að koma úr Elliðárdalnum sem skartaði afar fögrum haustlitum. Svo liggur leiðin í miðbæinnn að hitta vinkonu á kaffihúsi.


a presto

Giovanna

miðvikudagur, október 18, 2006

Ásta er flottust. Hún var hjá mér í dag á meðan mamma hennar var á kóræfingu. ÉG viðurkenni samt fúslega að ég er ekki að standa mig einsog alvöru ömmur. Ég meina svona alvöru ömmur einsog mamma mín var og er. Alltaf heima. Alltaf til í að passa með bros á vör. Hvernig í ósköpunum hefði ég lifað af með blessuð litlu börnin, ef að ég hefði ekki haft hana mömmu og hann pabba til að redda mér alveg endalaust. En Hildigunnur er náttúrlega heldur ekki sami vandræðagemlingurinn og ég var... guði sé lof fyrir það.

A presto

Giovanna

mánudagur, október 16, 2006

Þetta var svona "typisch" sönghelgi skulum við segja. Eftir ósköp "typisch" vinnuviku. Söng í jarðarför á föstudeginnum yfir Önnu Jakobínu tengdamóður Þóris bróður míns, frá Dröngum. Hún Anna var óskaplega falleg kona og góð. Þetta var ein af þessum notalegu jarðarförum, enda Anna orðin háöldruð og náð að eignast 168 afkomendur á langri ævi. Ótrúlegt en satt. Laugardaguinn var slakur og góður og söngur um kveldið hjá FÍS nei ekki söngvurunum (fisis.is) heldur stórkaupmönnum. Það var ferlega næs og frábær stemning hjá kaupmönnum enda sýndist mér það vera dekrað við þá í alla staði. Þetta var að sjálfsögðu að heimili Margrétar og Péturs vina minna á Starhaganum. Og á sunnudegi var 65 ára afmæli Önnu Kristjánsd. tengdamóður Hildigunnar minnar og þrítugsafmæli Mumma mágs hennar, og fékk ég vinkonur mínar Signýju og Öllu til að hjálpa mér í upptroðningi. ( en þær voru einmitt með mér kveldinu áður) Það var í haustveðrinu uppí Elliðárdal í gær. Og núna ætla ég að skella mér í útivistarfötin og hendast uppí Elliðárdalinn enn að nýju. Bara til að halda mér í þjálfun. Upp með sokkana og út að ganga rösklega. Er ekki viss um að ég geti hlaupið í dag...

A presto

Giovanna

miðvikudagur, október 11, 2006

Tók að mér í vetur að kenna söngnemendum uppí Nýja söngskóla, þe. Guggu skóla og Demma. (Demmi hefði einmitt átt afmæli í dag, hefði orðið 94 ára gamall.) Það er svo langt síðan ég hef haft einkanemendur að það er ekki eðlilegt hvað mér finnst gaman í tímum. Stór hluti skemmtunarinnar er að hann Helgi píanisti er algjör snilli og fær endalausar ótrúlegar hugmyndir í túlkun. Je je. Og svona. Krakkarnir (sem eru kannski ekki beint smábörn) eru að vinna í Megasarlögun og Jónasarlögum sem á að flytja á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember nk. Við erum að poppa upp Jónasarlögin hans Atla Heimis. Smávinir fagrir eru algjörlega að gera sig í jazzvals.
Já já, bara vel, segi ég einsog Gotta vinkona. Aðalfundur Léttsveitarinnar búinn líka og nú er hægt loksins að fara að æfa á fullu.
A presto
Giovanna

miðvikudagur, október 04, 2006

Jæja, ég er alltaf að fá smá kvartanir um hversu löt ég er að blogga og só! Það verður náttúrlega að hafa sinn gang. Comé tutta la vita! Je je. Ég er sumsé lifandi og allt í lagi hjá mér. Bara eitthvað svo flókið að fara að vinna aftur. Ég var alveg til í að vera í sumarfríi fram að jólum. En ég get glatt ykkur með að ég fór á óperuna um daginn og skemmti mér vel. Í fyrsta lagi var ég náttúrlega svo stolt yfir handbragði Hafsteins Michaels frænda míns, en ég þekkti það langar leiðir og engir smá leikmunir í óperunni. Fallegt svið og einfalt en þeim mun flóknari leikmunir. Svo gekk óperan bara svo vel upp. Söngvararnir góðir og leikurinn og búningarnir bjútífúl. Þannig að ég hvet ykkur til óperustundar. Annars er ég smám saman að starta öllu og byrja m.a.s. með drengina mína næsta laugardag. Ég veit að þeir eru orðnir mjög spenntir að fara að byrja. Er meiraðsegja búin að finna lag handa honum Helga mínum....Eina fína Rósu...segi ekki meira.

a presto

Giovanna

sunnudagur, september 24, 2006

Tja hérna hvað tíminn líður hratt. Bráðum kominn október og jedúddamía. Styttist í jólin. Nei ég segi nú svona. Helgin í fínasta lagi. Bimba lagði línurnar á föstudaginn með RISA upprisuhátíð. Örugglega hátt á fimm hundruð manns í einu partíi og engin smá skemmtidagskrá. Ég meina það, meirað segja Skafti Ólafs söng; Það er allt á floti alls staðar. Je minn Algjört krútt. Ég skil ekki hvaðan þessi rödd hans kemur! (nei ég segi svona) Já já svo var ég að passa Ástu bestu ömmustelpu í morgun. Við tvær fórum uppí Elliðárdal í þessu dásemdarveðri og síðan í barnamessu í Bústaðakirkju til að hlusta á Gumma spila í hljómsveitinni. Hann spilaði svona líka vel og meiraðsegja hljómsveitin líka. Svo fórum við til mömmu í mat; hún eldaði lambalæri paa den gamle maade i hádeginu, með sykruðum kartöflum og rabarbarasultu, ora grænum og maltpelsíni líka. Og dásamleg rjómakaka í eftirrétt.. þið vitið svampbotnar með jarðarberjum á milli og rjóma og niðursoðnir ávextir ofaná...Nú þannig að maður ætti að vera tilbúin undir næstu geðveiku vinnuviku... Ikke ogsaa?

a presto

Giovanna

miðvikudagur, september 20, 2006

Æi það er svo langt síðan ég bloggaði, Anna Sigga stórsöngkona skammaði mig í morgun. Við vorum sko í tíma hjá Jóni Þorsteinssyni tenór. Það var gott og gaman. Annars er allt komið á fullt.. Kórar, söngkennsla. Já allt nema Oddfellowar. Ég reyni aðeins að bíða með þá á meðan ég kem einhverri reiðu á hina kórana. Það er nú alltaf svolítið erfitt að byrja á haustin... Svo margir nemendur...maður og ég alveg að drukkna í pappírsflóði..... En einhvern veginn hefst þetta. Börnin í Barnakórnum aldrei fleiri, og svo margar nýjar Léttur sem ég prófaði. Þær voru flottar og krúttaralega stressaðar fyrir prófið. En svo flottar þegar upp var staðið. Je je... Bara vel.


a presto

Giovanna

þriðjudagur, september 05, 2006

Það er skrýtin tilfinning að byrja aftur að vinna á haustin. Halda allir sem voru í fyrra áfram? Fæ ég einhverja nýja í kórana? Finn ég réttu lögin? Það er sumsé komið að þessu enn eina ferðina. Börnin öll að byrja í Bústaðakirkju barna-og unglingakórunum. Það eru náttúrlega mestu krúttin í Englakórnum. Því ber ei að leyna. Þegar þau eru komin í englabúningana sína breytast þau í mestu dúllurnar. Svo eru það stóru börnin. Hvernig lék sumarið þau? Breyttust þau mikið? Er "inn" að vera í kór þetta árið.. Og ég með endalaus plön um lög og nýjar utanlandsferðir fyrir þau. Það verða náttúrlega að vera einhverjar gulrætur í lok ársins. Það er innritunardagur númer tvö í dag og ég bíð spennt eftir nýjum og gömlum nemendum.

A presto
Giovanna

föstudagur, september 01, 2006

Og hver náði svo tenor.is nema smjerið audda.

a presto
Giovanna

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Kannski ekki týpiskur tenór, en hann er danskur þessi www.tenor.dk Nessun dorma alveg ótrúleg.
Annars var Ásta best í morgun. Við fórum uppí Elliðárdal sem er flottur nú sem endranær.
Nótnasorteringar miklar hér að Via Rossa.


a presto

Giovanna

föstudagur, ágúst 25, 2006

Sit heima að Via Rossa og velti því fyrir mér hvort ég eigi ekki að skreppa uppí dal. Styrkja andann og sálina. Minn elskulegi faðir áttatíu ára gamall er að bjarga mér enn eina ferðina. Liggur á fjórum fótum á baðherberginu og festir nýtt klósett. Og hananú. Jamm og já, þótt húsið mitt sé ekki eldgamalt bara síðan 83, þá brotnaði eitt af þremur sisvona bara. Annars liggur nú bara ágætlega á mér þrátt fyrir að dagar frís og ferða séu á enda.

a presto

Giovanna

sunnudagur, ágúst 13, 2006

Einu sinni á ágústkvöldi sungum við í gær í afmæli Siggu Léttu. Glæsilegt boð og veitingar og fjör. En þessi hljómsveit sem skemmti okkur samansett af syni, tengdasyni og tveimur barnabörnum var tær krúttaraznild. Je. Og nú fer maður að telja niður í æfingar og vetur. Styttist í vetrarferðina. Eins gott að maður fari að fá einhverjar hugmyndir!

A presto

Giovanna

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Góðan dag góðir hálsar,

Komin úr Skálholti endurnærð eftir að hitta kollegana. Ferlegt fjör, eiginlega langt síðan ég hef skemmt mér svona vel, tja.. ekki síðan ég var á lundaveiðunum í Grímsey. Verst að veiðikortið gleymdist. En ég lýg því ekki við töldum eina og hálfa milljón lunda þarna...

a presto

Giovanna

sunnudagur, ágúst 06, 2006

Jæja góðir hálsar, einhvern veginn það æxlaðist að ég sat heima um þessa helgi. Þrátt fyrir áætlanir og stór plön, Ásbyrgi, Kárahnjúkar, Höfn. Gummi sagði að ég væri orðin ofvirk og þverneitaði að koma með mér í enn eina ferðina. Það væru bara fimm dagar síðan við komum heim frá Hólmavík og lundaveiðinni í Grímsey.Ég varð þá bara að taka því. Gat bara ekki hugsað mér að skilja drenginn eftir heima. Hélt í staðinn nokkur matarboð og lenti í frábærri fimmtugsafmælisveislu og hlustaði á Megas og Stuðmenn í Húsdýragarðinum í gær. Já,já.bara gaman. Ítalarnir eru ekki ennþá komnir. En væntanlegir. Þá er spurningin hvort maður nái að hitta þá. Ég er nefnilega að fara á kóranámsskeið í Skálholti eftir helgina. Veitir nú ekki af innblæstri fyrir haustið.

a presto

Giovanna

föstudagur, júlí 28, 2006

Dásamlegt að vera í sumarfríi. Engar áhyggjur. Engin streita. Bara börnin góðu og húsið og garðurinn og dalurinn og sundið. Fór í matarboð í gær og borðaði yndislegar hreindýralambasneiðar. Grillaðar. Þvílíkt lostæti.

Ítalir að koma í næstu viku, lið frá Piacenza. Ætla að leyfa þeim að gista hérna og fara kannski með þeim eitthvað útá land.

a presto

Giovanna

miðvikudagur, júlí 26, 2006

Halló halló, ég er komin heim í heiðardalinn. Tyrkland æðislegt, meiriháttar, magnað og dulúðugt. Tyrkirnir svona líka fyndnir og skemmtilegir, ókei svolítið ýtnir og leiðinlegir líka, en ég hafði búist einhvern veginn við að þeir væru allir eintómir HalimAlar..Stelpurnar voru færri og einhvern veginn týndar heima svolítið, bara nokkrar á stjái. Ein sem var fararstjóri og talaði eiginlega óskiljanlega ensku, önnur sem vann í supermarkaðinum og tvær hressar í mani og pedicurinu. Jú slatti vann við skúringar reyndar.Karlaveldi algjört einsog við mátti búast. Where is your husband? Fyrsta spurning alls staðar. Frábært kompaní algjörlega Vésí, Katla og Jakobína. Gengum undir nafninu spice girls á hótelinu. Þetta var letitúr algjör, fórum oft bara fyrir næsta horn að næra okkur.Líka dekurtúr, tyrkneskt bað og pedicure og manicure og nudd. Andlistsmaskar og hárklipping. Andlistnudd og kreistingur. Héldum til á hótelinu og lágum í sólbaði í nokkra daga. Það var útaf dotlu. Vorum að bíða eftir Dr. Mustafa sérlegum vini Kötlu. En hann var svo sætur og sjarmerandi að okkur var alveg sama. Svo var eitt ansi lummó. Við vorum vissar um að Silvía Nótt væri með okkur á hótelinu í einn og hálfan dag amk. Vorum ekki allar sammála. Tvær með og tvær á móti. Hún var svona flott og ljóshærð með síilikon,tattú og alles. Sumar voru vissar alveg í fimm daga, eða þangað til að kærastinn kallaði Herdís í áttina að henni..... Iii altsaa og maður búinn að smessa svolítið mikið á börnin að Silvía væri á hótelinu. Nema hvað enduðum þennan Tyrklandstúr á að sjá eitt af undrum veraldar Efesus borgina sjálfa og það var algjör upplifun. Hún var stórkostleg. Þarna sá maður bókasafnið, hringleikhúsið, þinghúsið, hóruhúsið, klósettin, markaðinn og ég veit ekki hvað og hvað... og eftir að hafa skoðað Efesus, fórum við að húsi Maríu Guðsmóður, rétt við rústirnar, þar sem talið er að hún hafi dvalið síðustu daga sína í umsjón Jóhannesar skírara,,, þar sumsé, böðuðum við okkur úr helgu vatni, bersyndugar konurnar og það var eiginlega ekki til betri endir á þessari dásamlegu ferð.

Je je je svo er nú það


a presto

Giovanna

sunnudagur, júlí 16, 2006

En sumsé,

bara róleg í dag, var hálf lömuð í gær eftir að ég frétti að vinkona mín hefði lent í alvöru íslenskum bófa sem réðist inní búðina hennar og sló hana Hún hjólaði í kallinn og náði númerinu þannig að hann náðist...Hún nattúrlega bara hetja. Dio mio. Svo var bara venjulegur sunnudagur og engin messa. Þær komu Ásta og Hildigunnur, Skúli í vinnunni og við grilluðum lærisneiðar og bjuggum til kartöflusalat og svona. Litla famelían að tjilla. Guðmundur bróðir hringdi svo uppúr hádegi og bauð mér í golfhring og ég náttúrlega dreif mig með honum og Ingu og það var fantalega gaman. Miklu skemmtilegra en að æfa sig á básum. Var svo í rólegheitunum útí garði að lagfæra arfabeðin þegar ég mundi allt í einu eftir jarðarför sem ég á að syngja í á morgun og þá átti ég eftir að redda texta og hringja í organistann og svona. ... en...Svo fer ég til Tyrklands ekki á morgun heldur hinn. Dimmalimm.

a presto

Giovanna

föstudagur, júlí 14, 2006

Komin heim, eiginlega orðlaus. Lenti í ótrúlegum ævintýrum. Vatnsfjörður, Ísafjörður,Hesteyri, Vatnsfjörður, Hænuvík, Ísafjörður, Snæfjallaströnd, Grunnavík, Súðavík, Hólmavík, heim. Next stop, Tyrkland.

a presto
Giovanna

miðvikudagur, júní 28, 2006

Bara. Ferlega gaman í gær að stjórna Ég er einsog ég er, með homzum og lepsíum Íslands að ógleymdum léttunum. Þetta var znilldaratriði sem gjörsamlega sló í gegn á þessum frábæra degi í Hafnarhúsinu. Til hamingju Ísland.
Svo er ég núna að reyna að pakka niður fyrir salfiskhátíð sem byrjar í Vatnsfirði, fer á Ísafjörð síðan á Hornvík og endar í Súðavík, jafnvel Hólmavík eða bara Reykjavík. Verð vonandi lengi í ferðalaginu. Fæ Hildigunni og Ástu vestur 9. júlí og jafnvel mö og pa. Svo eru náttúrlega allir velkomnir í stóra einbýlishúsið mitt á Súðavík.

Ég er nú farin í alvörufrí.

a presto

Giovanna

þriðjudagur, júní 27, 2006

Hæ og hó og nú styttist í saltfiskveislu og vestfirði. Jibbíkóla. Ég fer í annan golftímann minn á eftir, en þá fer ég á bása einsog bu bu og er lengi að bauka við að ná sveiflunni, je minn eini, það er svo spennandi. Svo verður ógisslega skemmtilegt atriði í Hafnarhúsinu á eftir sem við Létturnar erum að taka þátt í klukkan fimm til sjö í dag en það er leyndó svo ég má ekki segja meira...l Oooo...Svo legg ég í hann á morgun.

a presto

Giovanna

sunnudagur, júní 25, 2006

Fékk klukk frá Syngibjörgu, skemmtilegt bókaklukk.

1. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?

Je minn eini, sennilega bókin hennar Sigrúnar Davíðsdóttur, sem varð til þess að ég fór að elda einsog manneskja, og baka brauð og svona, og heitir Matreiðslubók handa ungu fólki á öllum aldri. I den tid var þessi bók bylting. Nú síðan get ég t.d. nefnt Birting og Sölku Völku

2. Hvernig bækur lestu helst?

Skáldsögur, glæpasögur, músíkbækur og matarbækur.

3. Hvaða bók lastu síðast?

Da Vinci og þar áður Draumalandið svona hálfar báðar.. svo er nú það.

Og svo er að klukka.
Hildigunnur, Gummi og Vési, Bimba og Silla.


A presto

Giovanna

þriðjudagur, júní 20, 2006

Ekta íslenskt vætusumar. Gekk á Bugðulækinn í morgun því einhvern veginn var bíllinn minn þar. Fór í gegnum Laugardalinn og skemmti mér konunglega á leiðinni. Velti því fyrir mér um stund að selja bílinn og dásamaði gönguferðina. Lofaði sjálfri mér að hætta að flýta mér og hætta að vera stressuð. Alltaf að vera slök og ganga í vinnuna. Svo stutt að labba í kirkjuna og brödrene Fóst. Já já. Alltaf gott að vera jákvæður og stefna að hinu besta

A presto


Giovanna

miðvikudagur, júní 14, 2006

Jæja, best að blogga, mest vildi ég samt núna þessa stundina að mér væri boðið í geggt matarboð og svo á djammið á eftir. Sennilega vegna þess að ég var að mála, þá kemur þessi fílingur. Já, ég meina hvað á maður að gera annað í þessu veðri en að mála. Stiginn minn með milljón pílurum er sumsé alveg að verða hvítur. Ókei ég er bara að grunna hann og það tekur sennilega allt sumarið að klára að lakka hann, en fílingurinn í stofunni er strax ógisslega flottur. Já og sumsé svo ég klári, þetta er eitthvað síðan í gamla daga að mála og fara svo að djamma. T.d. þegar ég og Gotta vinkona máluðum kjallarann minn appelsínugulan þá var máttum við til með að halda partí á eftir og djamma í nokkra daga. En núna er maður náttúrlega orðinn svo stilltur og hrikalega vel upp alin og amma og allt. Já og málar hvítan stiga en ekki appelsínugulan. Ég meina. Auðvitað tek ég bara upp prjónana í kvöld og raula svo eitthvað fram í rökkrið.

a presto

Giovanna

mánudagur, júní 12, 2006

Ma og pa litu við í gær og Iddí og Ásta líka og ég bakaði lummur að hætti Tjöru-Jóku 1996. Bara að vita hvort ég hefði einhverju gleymt. Settist svo við sjónvarpið í gærkveldi eftir famelíudaginn. Sá í endann á Örlagadagsþætti Sirrýar á stöð2 þar sem hún var að tala við mann í Hafnarfirði sem kom útúr skápnum einhvern tímann endur fyrir löngu. Það sem vakti sérlega ánægju mína í þættinum fyrir utan það hvað maðurinn var lífsglaður og flottur var að sjá garðinn sem hann og maðurinn hans höfðu komið sér upp. Þvílík sköpunargleði og skemmtilegheit. Ja hérna. Þetta var garður fyrir fólk sem vill verða í garðinum allt sumarið.Og þeir svo krúttlegir að mála og búa til skótré. Eitthvað svo skemmtilegt því ég er orðin svo hrikalega leið á þessum öllum veggfóðursþáttum sem sýna ákkúrat alltaf það sama, svona tóm hvít hús fyrir fólk sem er aldrei heima. Ég meina hvar eru húsin fyrir fólkið sem býr heima hjá sér og á börn og hendir ekki öllum litlu gjöfunum og dótinu sínu, sem það hefur fengið í gegnum árin? Jæja farin að æfa mig og já ég er búin að fara uppí dal..Je.

A presto

Giovanna

sunnudagur, júní 11, 2006

Dásamlegur dekurdagur á fös, fór uppí dal kl. 11 fh. með nokkrum kellum, síðan heim í gufu og kampavín og þar á eftir elduðum við Steingrímsfjarðarþosk að hætti Völla Snæ, veltum uppúr hveiti papríku og heitum chili pipar. Nammi namm. Ostur bræddur yfir borið fram með nýjasta chutney hússins. Sem er svona

rabarbari 800 gr
apríkósur 400 gr
5 epli
engifer 2 cm á lengd og breidd
1 rauðlaukur
sykur ca 800 gr
og alls ekki má gleyma límónunum en þær er tvær skornar í bita með öllu nema steinum

Jamm og já. Gott innlegg í helgina þessi dásemdardagur. Svo eru Hildigunnur og Ásta búnar að skemmta okkur mikið þessa helgi því Skúli minn (tengdasonur Íslands) er á næturvöktum hjá Securitas. Fór á Galdraskyttuna í gær með Kötlu og Herði og skemmti mér bara vel, þótt uppsetningin hefði mátt vera líflegri á köflum. Kolli var algjör proffi raddlega en svolítið stífur blessaður á sviðinu, en við kennum leikstjóranum algjörlega um það. Handapatið var farið að fara nett í taugarnar á mér og dansmeyjarnar þrjár líka en sennilega er það dulin öfund yfir að geta ekki dansað svona flott. Jamm og jæja.. Gerði mig að leynigesti í skraflklúbbi einum hér í bæ og sofnaði vært eftir dásamlegt tertuát.

a presto

Giovanna

miðvikudagur, júní 07, 2006

Jibbíkóla ég er komin í frí.

Dásemd og dýrð handa mér, einsog segir í grafaravalsinum. Nýtt líf hefst í dag. Er hafið. Nýtt á gömlum merg. Dytta að húsinu, og endurskoða mataræðið. Segi og skrifa matarÆðið. Stíga á vigtina og allt þetta skemmtilega sem maður gerir í upphafi sumarfrísins. Taka til í kjallaranum á húsinu og vita hvort það verður ekki rými fyrir nýjar hugmyndir á næsta ári. Fá gamla manninn til að hjálpa mér að stækka pallinn og hringja í Garðar og biðja hann um að mála handriðið og svo að fá parketkallinn til að pússa upp gólfin. Axsjónstúlkan að vakna eftir vinnutörnina. Eitt tónleikatilboð í upphafi haustsins komið og það gleður gamalt hjarta. Sennilega læt ég slag standa svo nú er að koma sér í sönggírinn og fara að æfa sig. Taka æfingatörn í sumar. Já já bara að kýláða, hika er sama og tapa muniði. Stór vetur og stuttur framundan sem endar í stórveislu síðasta vetrardag. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Trallalalalæ.

a presto

Giovanna

þriðjudagur, júní 06, 2006

Hefði verið til í að vera áfram fyrir vestan, en Gummi þarf að klára skólann og ég að klára Svíagiggið, Du gamla du fria. Þjóðhátíðardagur Svía í dag og Létturnar að syngja í Norræna húsinu. En mikið er alltaf frískandi að fara vestur. Það er svo mikill sjarmi yfir Kúabúinu sem skartaði sínu fegusta þessa Hvítasunnuhelgi. Rannveig sem var einu sinni lítil en er orðin voða stór, fermdist með pomp og prakt. Hún var að sjálfsögðu drottningin í flottasta kjól sem saumaður hefur verið held ég. Elísabet kom með okkur vestur og Gugga suður svo þessi keyrsla var styttri en oft áður. Fór strandirnar, því Þorskafjarðarheiðin var einn stór drullupollur. En ég var sjö tíma á leiðinni vestur og suður líka, skil ekki alveg þegar Vestfirðingar segjast vera fimm tíma, en ég amk. nennti ekki að keyra hraðar og þurfti að stoppa í Hólmavík. Je je je. Hlakka til að fara aftur vestur og vera svolítið lengi næst...

a presto

Giovanna

föstudagur, júní 02, 2006

Láta smyrja bílinn, fara uppí kirkju, kaupa buxur á Gumma, eitthvað af verkefnum daxins og ég sit bara og hekla útí buskann. Nenni eiginlega engu. Ekki einu sinni uppí dal. Er ég bara ekki að ná mér niður? Segjum það. Stundum er ég nefnilega alveg að drepast úr athafnaþrá. Ég þarf alveg að halda mér núna eftir öll vorverkin, ferðirnar með kórunum og tónleikana og ýmislegt fleira, þegar maður er alltaf vanur að vera á fullu og hausinn alltaf að fyllast af einhverjum skrýtnum hugmyndum, þá er svo erfitt að ná sér niður. Skrýtið. Nema hvað. Fer vestur á Ísafjörð seint í kvöld með Elísabetu sem er að koma frá Norge og Gumma. Við ætlum að skreppa í fermingarveislu í Kúabúið. Spurningin er hvort ég eigi að keyra Þorskafjarðarheiðina eða hina leiðina....sjáum til.

a presto

Giovanna

fimmtudagur, júní 01, 2006

Tja hérna, eintóm gleði með börnin mín sem brillera í vorprófunum í tónlistarskólum bæjarins. Hildigunnur var ein af þremur hæstu í Söngskólanum. Je je je. Ég að farast úr stolti og er smám saman að breytast í mömmu mínu og segi hvað eftir annað; Ég á svo yndisleg börn! Snökt snökt. Svo var mér boðið í lokahóf í Nýja Söngskólanum í gær,þar var dýrindis matur og vín, frábærir söngkennarar, og aðrir gestir saman komin. Jón Þorsteins fór á kostum og skemmti okkur með hollenskum slögurum með undirleik Guggu og Arnar. Feikigaman já já já. Mæli svo með höfrungs- og lundauppskrift Freyju fomma í Fréttablaðinu í dag. Lenti nefnilega í svoleiðis veislu um daginn. Já já. Eintómar veislur og slökun þessa dagana.

Farinn uppí dal.

a presto

Giovanna

þriðjudagur, maí 30, 2006

Jæja krakkar, grillpartí í gær hjá mér. Mánudagsboð fyrir nöfnu mína Guðmundu sem er í stuttu stoppi frá Svíaríki. Bara gaman. Kidda, Ína, Laufey, Hildigunnur, Ásta, Skúli, ma og pa og bróðir og Solla og svona. Snilldin tær að bjóða uppá pullur og hammara. Gæti ekki verið einfaldara. Og núna ætla ég að hlaupa uppí Elliðárdal. Taka einn hring. Langan. Svo verður Hildigunnur rósamunnur að syngja í kvöld á skólaslitum Söngskólans. Ég ætla að mæta með þrjá vasaklúta.

A presto

Giovanna

miðvikudagur, maí 24, 2006

Jæja, nýr dagur, og einhvern veginn smám saman jafnar maður sig. Ég fór uppí Elliðárdal í morgun og droppaði við hjá Signýju í Lambastekknum og fékk einn kaffi. Betra veður í dag og alltaf sama dýrðin í dalnum. Og í hvert skipti sem ég labba í gegn þjóta í gegnum hug mér ótal nýjar hugmyndir að tónleikum, lögum, nýjum restóröntum, bókum, geisladiskum, framboðum sem gleymast líka jafnóðum og ég geng undir brúnna á leið úr dalnum. Nema hvað. Í gær útbjó ég líka þessa yndislegu máltíð handa mér og minni stórfjölskyldu. Ennþá á ég nóg af nautakjöti og verður að segjast að kaupin sem ég gerði í haust hjá Eymundi nautabana í Skagafirði voru ein þau bestu sem ég hef gert. Já og uppskriftin var eitthvað á þessa leið

slatti af nautakjöti skorið í bita og sett í soyasósu og einhvern líkjör í nokkra klukkutíma
fullt af lauk og hvítlauk
parsnips sem ég man ekki hvað heitir á íslensku
amk þrjú epli
gulrætur
linsubaunir
ungversk paprika slatti
galdrakrydd frá pottagöldrum
cummin
3 tómatar niðurskornir
tómatmauk
lárviðarlauf



a presto

Giovanna

mánudagur, maí 22, 2006

Gott kvöld góðir lesendur,

Nú er smá slökun í gangi hér að Via Rossa; maður er rétt að ná sér eftir vorgeðveikina. Nú verður maður bara að fara í einhvers konar endurhæfingu. Mér finnst samt Hveragerði megi bíða, en auðvitað eru það algjörir fordómar. Það verður kýlt á sund, gufu, garðinn og dalinn og hver veit nema að maður hendi sér í golf. Samt er ég ekki alveg að sjá mig í því. En alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Ég meina hver hefði trúað því að ég ætti eftir að renna um brekkur Selva Valgardena? Kom mér undan að syngja í Stokkseyrarfjörunni fyrir einhverja ferðamenn, þetta átti að vera sexi víkingasöngur með trommuslagi og gærum. Ég meina, erum við ekki meira að tala um Silvíu Nótt. En eitthvað söngævintýri er á morgun. Á vegum Listahátíðar. Ég er ekki alveg viss um hvað við Signý erum að fara að gera, en altsaa, einhvers konar gjörningur með þýskum (held ég)listamanni. Við eigum að syngja í þyrlu hangandi í kaðli yfir Reykjavík, eða eitthvað í þeim dúr. Við þurfum fyrst að taka sönginn upp á band, ef maður náttúrlega missir röddina í kaðlinum skiljiði! Nei, ég veit ekki alveg hvað við erum að fara út í en það kemur í ljós. Á morgun. Annars fór ég á skemmtileg atriði á laugardag og sunnudag á Listahátíð. Fór í Listasafn Reykjavíkur og hlustaði á Nýló kórinn sem var með slatta af stelpum úr Léttsveitinni. Þau fluttu alveg stórkostlega skemmtilega inpróvisasjón. Mikil stemning. Slökkt ljós og mikil og djúp öndum. Svo stukkum við á tónleika Miriam Makeba, sem var æðislega flott. Djúp og breið og flott túlkun. Endaði þann daginn á Benna Hemm Hemm, sem er mjög skemmtilegur og með góðar hugmyndir. Í gær fór ég svo í hinn hýra Hafnarfjörð og tók Nino Rota og Fellini æði frá 17-22. Fyrst tónleikar með kammersveit Hafnarfjarðar með Nino Rota og svo La Strada Fellinis.Það var í einu orði frábær skemmtun.

a presto

Giovanna

laugardagur, maí 20, 2006

http://www.quizyourfriends.com/quizpage.php?quizname=060520102447-120940&

Má bjóða ykkur að taka prófið? Fariði inná þennan link ef þið þekkið mig.

a presto

Giovanna

föstudagur, maí 19, 2006

Jæja þá! Kominn enn einn tónleikadagurinn. Léttsveitin í kvöld. Það verður gaman. Ég er að ná heilsunni og búin að fara í onduleringu fyrir kvöldið. (Litun og plokkun góðan dag). Var annars á júró fjöri hjá Hildigunni minni í gær. Auðvitað spæling að Silvía tapaði. Klúður. Nema hvað. Gummi minn stóð sig heldur betur í stigsprófinu á píanóinu í Nýja tónlistarskólanum. Fékk yfir níu drengurinn. Og Moggakrítíkerinn að prófdæma. Sissi siss. Ég er að drepast úr monti.

a presto

Giovanna

fimmtudagur, maí 18, 2006

Ég er gjörsamlega búin að hanga í lausu lofti í allan dag. Ekki gera neitt merkilegt. Það er svo gott eftir þessa geðveiku törn mína. Bara að dingla mér. Ég er náttúrlega pínu slöpp ennþá en á uppleið. Ekki seinna að vænna, því lokatónleikar Léttsveitarinnar verða á morgun.

A presto

Giovanna

miðvikudagur, maí 17, 2006

Fórum í morgun nokkrar galvaskar Léttur til að syngja fyrir afmælisbarn. Vorum mættar á Arnarnesið klukkan sjö í morgun og fengum kampavín. Sem var rather nice verð ég að segja. Annars gengu tónleikarnir í gær vonum framar. Þrátt fyrir slappleika og hæsi stjórnanda þá sungu létturnar aldrei betur. Hreint og fagurt og mjúkt. Nammi namm. Endurteknir tónleikar á föstudaginn og svei mér ef að heilsan er ekki að koma. Ég er amk. hitalaus í dag þótt maður hnerri í tíma og ótíma. Í dag er stefnt að því...ég endurtek stefnt að því að hefja vorhreingerningu hér á heimili mínu. Ég verð að gera þá játningu að ég hef eiginlega varla geta gert nokkuð í hreingerningamálum síðan ég kom frá Kúbu, og auðvitað kenni ég heilsuleysi mínu alfarið þar um. Svo á ég eftir að skila einni ritgerð og borga nokkra reikninga. Þetta er sumsé daxverkið framundan. Skúra, skrúbba, bóna, ritgerð og reikningar. Lífið er saltfiskur

a presto

Giovanna

þriðjudagur, maí 16, 2006

Halló halló,

Upprunninn tónleikadagurinn stóri. Léttsveitin ætlar að vera með skemmtilegt prógramm í Langholtskirkju í kvöld klukkan 20.30. Málið er að drífa sig af stað. Stjórnandinn er svolítið kvefaður en ætlar að reyna að halda dampi...ekkert annað í stöðunni. the show must go on.

a presto

Giovanna

mánudagur, maí 15, 2006

Fékk mér morgungöngu í skóginum í morgun. Þvílíkt kikk. Fuglasöngur, bra bra og alles. Reyndar smárusl sem ég bara náði ekki að hreinsa, ég gerði samt heiðarlega tilraun, en svo var þetta alltof mikið. Ég þarf að láta Dag B. Egg vita. Hann er svo snöggur að redda hreinsiköllunum. Nema hvað að túrinn norður var hreinasta snilld. Svona dásamlegt veður. Stelpurnar kórnum voru svo skemmtilegar og svo sungu þær æðislega þesssar elskur. Fórum á Dalvík og Ólafsfjörð og sungum fyrir gamla fólkið. Hitti eina vinkonu mína á Ólafsfirði sem er að verða 93 á þessu ári ef guð lofar.Hún er mamma Ödda og Sigursveins. Hún mundi nákvæmlega hvenær ég heimsótti hana síðast, fyrir 17 árum. Sú gamla mundi þetta miklu betur en ég. Á maður ekki að fara að flytja eitthvað út á landið? Ég er alvarlega farin að pæla í þessu. Það er alltaf svo geggt mikið að gera hérna að maður er á þessum sífelldu hlaupum. Ég er farin að dauðöfunda Syngibjörgu vinkonu mína sem er að flytja vestur. Svo fylltum við Glerárkirkju í gærmorgun, eða kannski var það bara sr. Pálmi sem var á heimaslóðum. En gaman var þetta allt saman. Komum svo heim með rútunni um kvöldmatarleitið..

Gummi tók loforð af mér að fara hringinn í sumar. Svolítið góð hugmynd hjá drengnum.

a presto

Giovanna

miðvikudagur, maí 10, 2006

Þá er maður að lenda Akureyrarferðinni. Síðasta æfing á morgun og vonandi tekst mér að senda nóturnar til Helenu fögru sem ætlar að hjálpa mér í undirleiksmálunum hjá Stúlkna-og Kammerkórnum. Æ stelpurnar eru svoddan krútt. Nenna ekki að æfa, vilja bara kjafta og hlakka rosalega til að fara norður á Akureyri. Ég líka. Þótt að ég verði að taka með mér lopapeysuna. Eitthvað yndislegt við brekkuna. Annars er þetta fyrsta fríkvöldið mitt í langan tíma. Og hvað ég ætla að gera? Kannski bara að slappa af í baði og fara í gufu. Góð hugmynd.

a presto

Giovanna

mánudagur, maí 08, 2006

Komin heim að vestan. Fjör á Flateyri og Önundarfjörður aldrei fegurri. Ég er með eitthvað vestfirskt gen í mér, það er alveg ljóst. Var að spá í að flytja til Flateyrrar, alveg í tvo- þrjá tíma á laugardaginn. Yndislegt að vera þarna. Drengjakórinn var agalega sætur og krúttlegur, hvort sem var uppá sviði eða í öllu fjörinu. Púkakórinn minn. Og svo bara að koma sér í gírinn. Próf á morgun og ég veit ekki hvað og hvað.

A presto tutti frutti

Giovanna





Your Career Type: Artistic

You are expressive, original, and independent.
Your talents lie in your artistic abilities: creative writing, drama, crafts, music, or art.

You would make an excellent:

Actor - Art Teacher - Book Editor
Clothes Designer - Comedian - Composer
Dancer - DJ - Graphic Designer
Illustrator - Musician - Sculptor

The worst career options for your are conventional careers, like bank teller or secretary.

miðvikudagur, maí 03, 2006

Já já ég er að rísa upp. Upprisin eftir langa og erfiða legu. Dreif mig samt á æfingar veik og hálfveik og lenti í bælinu á milli með hita og köldu og þessa líka leiðinda magapest. Sá ekkert nema svartnættið. En. Viti menn! Allt í einu í morgun vaknaði ég nokkuð heil í höfði, og þvílík frelsun. Að vísu með brotnar tennur og þurfti enn eina ferðina að hitta Bjarna og Sigga Tansaníufegða. En þeir alltaf svo yndislegir að hjá þeim sofnar maður í stólnum áður en maður er deyfður. Ég legg ekki meira á ykkur... Svo hitti ég Nonna minn Þorsteins, gat náttúrlega hvorki talað né sungið með munninn svona deyfðan, enda engin þörf á því. Lokatími með hlaðið kökuborð. jess... Svo kom engillinn hún Ásta. Sagði datt og amma. Þarf að segja meir. Og nú er svolítið málið að koma nótnastandinu í lag fyrir helgina, því Flateyri bíður spennt eftir því að ég mæti með Drengjakór Oddfellowbræðra. Og píanistinn sem ætlar að stinga sér út í djúpu laugina með okkur, bíður líka afar spennt eftir nótum. Það er hún sjálf Margrét mín Gunnarsdóttir elskulega sem ætlar að hjálpa mér. Ég er sumsé í þeirri spennutreyju núna að redda nótum. Þetta verða nú ekki svo flókin verk að maður skelfist það mikið. En alltaf skemmtilegra að vera með nóturnar.. Í fyrramálið skelli ég mér svo í lokatímann hjá honum Tuma. Nú er að vita hvort maður komist að. Það er nú það.

A presto

Giovanna
Er þetta ekki einum of gróft?


width="240" height="180"
alt="Jealous Outstanding Hottie Adeptly Needing Naughty Affection"
border="0">

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Jæja góðir hálsar, komin heim frá Kúbu. Ekki alveg búin að ná mér og verð sennilega aldrei söm. Havana var heit og æðisleg, full af öfgum og salsa og fallegu fólki og gömlum bílum. Mengun, fátækt og ríkidæmi allt í einum graut. Hreint útsagt dásamlegt að labba í gömlu Havana og skella sér á kaffihús og hlusta á þessa latinomúsík sem var alls staðar. Í fyrsta sinn á ævi minni bjó ég á svítu á Havanalibre. Ein í tveggja herbergja lúxus íbúð með svalir yfir og allt um kring. Fólk var svolítið að hrynja niður vegna veikinda en ég var heppin að halda lífi framyfir heimkomu. Er búin að vera slöpp núna en það má líka aðeins. Léttsveitin stóð sig ótrúlega vel á tónleikunum. Þrátt fyrir hitann sem var held ég aldrei undir 35 gráðum, sungu dömurnar af þvílíkri snilld að ég hefði bara ekki trúað þessu. Bara vel.

a presto

Giovanna

mánudagur, apríl 10, 2006

Búin að raða nótum, bara eftir að læra nokkur lög.
Aldeilis fín æfing hjá Tomma í morgun með Stínu og Öllu. Svo er verið að plögga í sjónvarp og mér heyrist að Stöð2 mæti á æfinguna á morgun. Nú er bara að telja niður og anda djúpt.

A presto

Giovanna

sunnudagur, apríl 09, 2006

Í kvöld ætla ég að raða nótunum mínum og á morgun förum við Alla að teikna upp undirleikinn fyrir hina hinn létta part kúbuprógrammsins ásamt okkar manni Tomma. Semsagt nú er talið niður.. átta dagar getur það verið?


a presto

Giovanna

laugardagur, apríl 08, 2006

Elsku besti Demmi fallinn frá. Ég átti því láni að fagna að kynnast honum eftir að ég kom heim frá Manchester og fór í marga tíma til hans. Oft mætti hann á tónleika hjá mér og alltaf gaf hann mér uppbyggilega krítík. Svo bauð hann líka heim í besta spaghetti bolonese sem ég hef smakkað. Það er góð minning að hafa farið til Ortisei með henni Signýju í mars með pípu afa hans og gamla hnífasettið til að setja á byggðasafnið. Gott að finna hvað hann hélt mikilli tryggð við gamla bæinn sinn. Við settumst á litla matsölustaðnum hjá vini hans sem setti upptökur af Demma á fóninn. Það var eitthvað sérstakt við að sitja í Ortisei og hlusta á Demma syngja. Þvílík rödd og þvílíkur karakter. Já stór maður hann Dementz. Guð blessi minningu hans.

föstudagur, apríl 07, 2006

Það var bara gaman að hlusta á sálumessuna hans Mozarts með hamrahlíðarkórunum og sinfó. söngur kórsins alveg dásamlega hreinn og ákafur og góð tempó og Sakari í góðu stuði. Einsöngvarar góðir og sem betur fer ekki fullkomnir. ( það er alltaf huggun harmi gegn þegar maður er ekki í aðalhlutverki sjálfur) Og þrátt fyrir nokkur neyðarleg hóstaköst ( mín eigin hóstaköst nefnillega og í fyrsta sinn) naut ég þess fullkomlega að hlusta, þótt mig langaði æði oft að bresta í söng. Það er erfitt stundum að halda aftur af sér. hugsaði stíft til Ítalíu og rifjaði upp þegar ég söng þetta með kórenaska tenórnum og frekar slökum amatör kór í fiorenzuola á ítalíu...í kvöld var mér sérlega starsýnt á nokkra söngvara í kórnum sem mér fannst algjörlega halda uppi messunni og algjörlega án þess að vera hlutdræg verð ég að nefna Siggu Toll best í sópran, Hildigunni best í altinum( og já eiginlega langbest ) og Mummi bestur í tenórnum. Sat of langt frá bassanum til að geta ákveðið hver var bestur...fór svo til MÖGGU P. og við áttum mikla gæðastund með pasta og rauðvíni og dáldið miklum slatta af góðum kór-sögum. Legg ekki meira á ykkur...jú.. 10 dagar ....til Kúbu

a presto

Giovanna

fimmtudagur, apríl 06, 2006

11 dagar.....jamm og já.

Smá þolinmæði bara...ætla að setja Ástu í vagninn... hún er eitthvað að ambra blessunin


a presto

amma Giovanna

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Styttist í Kúbu... 12 dagar. styttist líka í Guðnatónleika sem haldnir verða í Bústaðakirkju 12. apríl. Styttist í afmælið mitt og styttist í sumarfrí. Hlakka til.

A presto

Giovanna

þriðjudagur, mars 28, 2006

Æi hvað ég er þreytt og slöpp og ömurleg í dag.... Ætla samt að reyna að hressa uppá mig...t.d. með því að fara í gufu. Það er alltaf sterkur leikur. Skipuleggja kóræfingarnar. Það er líka gott. Baka brauð. Það hressir nú mest uppá mann. Fá góðan ilm í húsið. Gæti náttúrlega gert kanilsnúða, já væri það ekki best? Búa til lauksúpu líka það nær röddinni upp. Já drífa sig. Hætta í tölvunni. Gera eitthvað. Jólin koma ekki að sjálfu sér.

a presto

Giovanna

sunnudagur, mars 26, 2006

Geggt gaman á árshátíðinni í gær. Eftir feikigóð skemmtiatriði, t.d. la det svinge, með Friggý og Unni og Gítar Lettsveitico og elliheimilisatriði með göngugrindum að hætti Bimbs og ræðu dr. Signýjar þá var upphitun á Kúbusalsa með Tomma og Samma og Ómari og Matta og Öllu. Og ykkur að segja var óskaplega gaman að syngja með þessu þétta bandi. Iiii altsaa alveg til í að gera það aftur.. Og þótt ég væri löngu vaxin uppúr límóngrænu skónum mínum þetta kvöld, lét ég draga mig í partí á Starhagann og ég held að klukkan hafi verið amk. fimm þegar kanslarinn ók mér í Rauðagerðið. Og ekki nóg með það heldur var ég komin í messusöng og á aðalsafnaðfund flljótlega eftir hádegi í dag. Núna er ég að snúa heimilinu við. Búin að flytja nokkrar hillur fram og til baka. Já ég viðurkenni það. Ég er ofvirk í dag, gleymdi að taka ritalínið.

Bara vel

a presto

Giovanna

fimmtudagur, mars 16, 2006

Það var alltaf amk 4 rétta matseðill á hótel Savoy í Selva. Og guð minn góður hvað maturinn var góður. Ekkert hlaðborð, nema salatið og morgunmaturinn. Frábærar þjónustustúlkur klæddar í þjóðlega búninga sem þjónuðu okkur til borðs. Uppáhaldsforrétturinn minn var einhver smáfugl sem ég vissi reyndar aldrei hver var, kannski var þetta bara Lóa eða einhver frænka hennar, hvítvínssúpan með kanilbragðinu var ótrúlega góð líka, átti alls ekki von á því, svo voru alls kyns pastaréttir íka, ég elska fyllta torteliniið með spínatinu og ricotta ostinum. Alls kyns pylsur og speck líka. Saltimboccan var draumur og allir þessir fiskréttir sem ég lét ofan í mig. Etirréttir voru í creme brule stílnum. Verð að viðurkenna að ég er hálf andlaus í eldamennskunni eftir að ég kom heim. Keypti samt alls kyns pasta, bæði fyllt og alvöru kartöflugnocchi, sem ég var með í gær, og auðvitað osta og speck.Annars er Guðmundur er hættur í mat í skólanum. Ég nenni ekki að vera að borga 6000 kall á mánuði ef drengurinn kemur alltaf svangur heim. En ég var að hugsa um að hafa kjötbollur í kvöld þá get ég gefið honum einhvern afgang í skólann á morgun. En rosalega er það þægilegt að hafa mat í skólanum.Nú þarf ég að fara að hugsa um að hafa mat á kvöldin sem gæti hentað sem framhaldsmatur daginn eftir. En er strákurinn minn gikkur eða er maturinn vondur í skólanum. Á ég að fara að tékka á þessu eða bara að láta Jamie Oliver um þetta í Englandi. Ég verð að viðurkenna að ég nenni ekki að vera svona vesenistjedling í skólanum. En ég er orðin svona röflandi mamma. Var í morgun að röfla í drengnum um að við þyrftum að borða meiri fisk, og sagði að ég hefði borðað fisk 4 sinnum í viku. Gummi minnti mig þá á að hann væri nútímamaður en ekki fæddur á fornöld einsog ég og það væri hámark að hafa fisk 1 sinni í viku. Hvað er maður að röfla alltaf. Best að hætta því og bara að hafa pasta og pizzur. Halda svo fiskiveislur fyrir stóra fólkið.

A presto

Giovanna

miðvikudagur, mars 15, 2006

Ótrúlega gaman í þessu skíðaferðalagi sem ég fór í til Selva Valgardena. Í fyrsta lagi leið mér gjörsamlega einsog skíðadrottningu í bekknum mínum (framhaldsdeildinni) ekki síst þegar Adolf (Litli) skíðakennari sagði, Complimenti Giovanna, per il stilo. Mér fannst ég vera að skíða með stæl. Var þið vitið, farin að halla mér vel fram í skóna og horfa alltaf oní dalinn með rassinn í fjöllinn. Æðislegt. Algjörlega. Nema hvað, svo var ég eitthvað að flýta mér uppá hótel að hitta Signýju, við á leiðinni í Ortisei, ég er þarna búin að taka af mér skíðin og þegar ég dett á jafnsléttu, um leið beit ég í tunguna á mér og tók þessa líka rosa dýfu. Sjálf dívan. Mamma mía. Hélt ég hefði bitið af mér tunguna og væri brotin en slapp með skellinn í þetta sinn. Fór uppí Ortisei með Signýju. Rassinn fór ekkert að stækka að ráði fyrr en um kveldið. Jæja í Ortisei settumst við inná þennan líka ljúfa stað þegar við vorum búnar að koma af okkur hnífunum og pípunni og myndina af afa hans Demma. Veitingamaðurinn spyr okkur hvaðan við séum og við erum varla búnar að svara því þegar að heyrast hljómfagrir tónarnir hans Demma. Þetta var flottasta momentið í ferðinni. Við þarna í Ortisei hans Demma með hann á fóninum. Þarna sátum við lengi, grétum í klútana og borðuðum vel og veitingamaðurinn var sífellt að bjóða okkur uppá dísætan og dýrðlegan eplasnafs. Svo þegar loksins við komumst út af staðnum, stillir sér upp þessi krúttaralegi karlakór frá Ortisei og söng fyrir okkur fjallalög og sveitarómantík. Við ætluðum ekki að komast heim á hótel, fyrr en þrír Stuttgart gæjar buðu okkur far með leigubíl, og þar sem maður er löngu komin framyfir þann aldur að maður þurfi að óttast nauðgun og kynferðislega áreitni stukkum við án þess að hika uppí bílinn sem ók okkur beina leið heim. Já því miður kannski, en gæjarnir splæstu svo það var ákveðin huggun harmi gegn.

A presto

Giovanna

mánudagur, mars 13, 2006

Allora,

ég er mætt á svæðið enn á ný og tilbúin í tiltekt og læti. Endurnærð eftir skíði og jú, gul, blá og marin líka en óbrotin þökk sé guði. Var með ansi flottan kúlurass hægra megin en hann er að hjaðna. Var að huxa um að láta blása báðar kinnarnar, svona rassar koma vel út í salsa. Og talandi um salsa, náði ég ekki að dansa með léttum um helgina, var bisí í afmæli hjá mömmu í gær. Hitti næstum alla famelíuna og áttum feiki skemmtilegan dag. En nú er sumsé að finna aftur hinn eina sanna íslenska vinnugír. Og koma svo.


a presto

Giovanna

föstudagur, mars 03, 2006

Engan veginn að standa mig í blogginu. Ekki heldur í gönguferðum, sundferðum eða hlaupum. Allt annað gengur sinn vanagang eða þannig. Aðeins meira en venjulega. Einhvern veginn, redda þessu og hinu og klára þetta og hitt. Annars er ég þokkalega kúl miðað við aðstæður og fer í fyrramálið eldsnemma til Verona.

a quasi una settimana

in somma a presto

Giovanna

fimmtudagur, mars 02, 2006

miðvikudagur, mars 01, 2006

Ásta sefur og ég bara að hangsa eitthvað. Mamma hennar í tónfræðiprófi. Ég ætla annars að reyna að skipuleggja hvað ég hef með mér til Ítalíu. Hildur Léttsveitarvinkona ætlar að lána mér skíðafötin sín svo ég kem með outfittið með mér og leigi svo einhver skíði og byrja í barnabrekkunni á sunnudaginn. Svo er ég með alls kyns sérþarfir. Skíða t.d.aldrei á þriðja degi. Eða var það fjórði dagur. Þá fer maður frekar í Ortisei á slóðir Dementz og já athugar matarmenninguna þar. Annars er maturinn hættulega góður þarna á hótel Savoy. Ekki minna en þriggja rétta máltíðir á hverjum degi. Góð gufa og svona. Æi það verður gott að komast í kuldann þarna suðurfrá.

Bakaði dejligt brauð úr of söltum hafragrauti í morgun. Bætti við alls kyns fræjum og kókosmjöli, spelt og venjulegu hveiti olífuolíu og geri og aðeins meira vatni.


a presto

Giovanna

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Jæja ég er gjörsamlega tóm í dag. Ég var með langan laugardag hjá Léttsveitinni í gær og þurfti langt bað og góða gufu til að jafna mig eftir þá törn. En satt best að segja var kórinn farinn að syngja dásamlega vel undir restina. Svo eitthvað mjúkur og fínn... svo fékk ég góða gesti í heimsókn, Signý mætti ásamt flottustu gæjum landsins, Begga og Albert og það var mjúk lending á löngum laugardegi. Gummi var eitthvað slappur í gær og ég mátti vakna um miðja nótt til að skúra gólfið hjá honum og skipta á öllu. Drengurinn komin ælupest.. say no more... . Annars styttist í skíðaferðina og svona.. betra að fara að hlaupa eitthvað þessa vikuna..

a presto

Giovanna

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Ekkert smá farin að hlakka til Kúbuferðarinnar. Stefán sæti fararstjóri kveikti nú aldeilis í okkur í gærkveldi með myndasýningu og svo var hann svo sjarmerandi afslappaður og á svona Kúbutíma og alls ekkert að flýta sér þótt við byrjuðum ekki fyrr en eftir klukkan tíu með lýsingar á öllum þeim ótal möguleikum sem verða í boði þarna í apríl. Það verður nú gaman að taka sporið ekki síst ef maður fær nú tækifæri á að dansa við sætan múlattastrák. Það er draumur hverrar ömmu held ég hljóti að vera. Fékk mér nokkrar límónur til að fá smá Kúbulykt í húsið og flugfreyjuskó í stíl ( við límónurnar) á skómarkaði Möggu xxfomma, en í dag voru margar léttur í svipuðum erindagjörðum..Annars bara þokkalega róleg í dag. Gekk góðum fíling upp í dalinn. Ótrúlega hressandi alltaf.

a presto

Giovanna

mánudagur, febrúar 20, 2006

Já já bara vel,
fór í sundið og tók 500metrana í morgun, enda veitti ekki af slökun og hreyfingu eftir svitamessuhelgina miklu. Tvær messur og tutti gii bambini og ég legg ekki meira á ykkur. Við Gummi hjóluðum í Elliðárdalnum í gær og enduðum uppí Bryggjuhverfi sem er voða krúttalegt hverfi, sérstaklega ef maður ætti nú skútu eða bát. Vantar samt kaffihús eða eitthvað svo maður geti nú aðeins sest inn og horft á sjóinn.

a presto

Giovanna

föstudagur, febrúar 17, 2006

Skellti mér í fimm hundruð metrana í morgun í sundinu. Skil ekki af hverju ég fer ekki á hverjum morgni. Það er hreint og beint dásamlegt að henda sér í laugina. Svo lenti ég í söngstund í gufunni; ég er farin að ryðga illa í Nú er frost á Fróni. Annars bara vinnudagur framundan, kennsla, ein för og Ásta kemur svo til ömmu sinnar. Hvað er hægt að biðja um meira?

a presto

Giovanna

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Jamm og jæja, það er ömmufílingurinn sem bíður mín núna.

Ásta á leiðinni og ég reddí með prjónana og kaffið.


Amma gamla er syfjuð og amma gamla er þreytt
ramba ramba þamba þamba og ró ró ró

Hún er orðin aumingi sem ekki þolir neitt.
Bíum bíum bamba og ró ró ró




a presto

Giovanna

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Það var löng og ströng kennslustund með stjórnendunum í morgun. Þegar maður er allt í einu farin að læra að stjórna eftir öll þessi ár í faginu, þá veltir maður fyrir sér hvernig maður náði þó því útúr kórunum sem maður náði án þess að vita hvað maður var að gera fyrir framan fólkið. Maður setti maskínuna einhvern veginn í gang, gaf inn og gaf tóninn og svona en hvað svo? Dinglaði höndum bara og sagði sjaka sjaka öðru hvoru. Tók kannski tvo þrjá mjaðmahnykki. Dio mio. En liðið er liðið. Nýr innblástur, nýtt líf. Maður nálgast hlutina með gjörsamlega nýjum hætti. ... Í hádeginum var ég á örfundi með stjórn Stúlkna-og Kammerkórsins. Við ætlum að fara norður á Akureyri og syngja í messu í Glerárkirkju í vor. Maður er alltaf að koma sér í vandræði. Ekki nóg með það heldur eru the Odd fellows á leiðinni á Önundarfjörð í vor líka, búnir að leigja hús á Sólbakka, þannig að nú þarf ég að setjast niður og skipuleggja aðeins bara...

je je

A presto

Giovanna

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Ó mæ god, hvað það er erfitt að setjast á skólabekk og þurfa að láta kenna sér að slá 4/4 þegar maður er búin að standa á stjórnendapallinum í 10 ár. En þetta gerði ég nú í morgun hjá G.Óla sem var að tékka á stöðunni svona áður en prófin bresta á. Sem mér fannst nú ósköp fallega gert. En slagið mitt var étið oní sig í hádeginu. Þar fór það og nýtt á leiðinni.

A presto

Giovanna

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Jæja hvað skal segja.

Helgin að kveldi komin. Gummi fór í æfingarbúðir með Lúðrasveitinni á laugardaginn, í fyrsta sinn að heiman heila nótt. Auðvitað hefur hann áður gist hjá ömmu og afa og Hilmari vini sínum, en að fara í rútuferð með tuttugu krökkum að Úlfljótsvatni er náttúrlega allt annað dæmi. Og mér leið einsog frjásum unglingi, fór bara í partí hjá bekknum mínum. Matur og alles hjá Bjarneyju Ingibjörgu á Nesveginum. Framandi réttir frá Indlandi og Afríku. Salöt og ostar og hrikalega magnaðir eftirréttir. Ég kom með minn kúbanska saltfisk og fannst eiginlega svo gaman að búa hann til að ég var komin með þá hugmynd að stofna saltfiskmatsölustað. Sá fyrir mér hvað þetta væri dásamlegt líf. Alltaf að elda saltfisk á hverjum degi. Þangað til ég rankaði við mér, auðvitað gæti verið grautfúlt að vera alla daga bundin yfir pottunum. Nema að hafa hann opinn bara þrisvar í viku. Þessi gamli draumur kemur og fer. En ég er búin að finna nafnið á hann og inrétta hann í huganum, þannig að kannski geri ég þetta eftir 10-15 ár. Þegar ég sel húsið og flyt til Ítalíu. Jæja nema hvað. Fór í morgunkaffi til vinkonu minnar Helgu sem entist alveg þangað til að Guðmundur kom heim klukkan fimm. Við Helga fórum útum allan bæ, ma. í Eymundson þar sem við keyptum okkur Kúbubækur og ég náði loksins í bókina um John Thaw sem lék hann inspector Morse. Og nú ætla ég klárlega að einhenda mér í lesturinn. Svo ég tali nú einsog íþróttagæi.

A presto

Giovanna

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Elska svona letidaga einsog í gær. Þurfti ekkert að fara neitt. Sleppti sundi. Það var hvorteðer skítkalt. Gerði eiginlega ekkert þannig séð. Drakk kaffi svolítið og velti því fyrir mér hvað Inigbjörg Haralds er mikil gæðakona. Hún kom í heimsókn á Léttsveitaræfingu á þriðjudagskvöldið og sagði okkur frá ljóðunum sem hann Hróðmar samdi lögin sín við. Og kemur þá í ljós að öll þessi ljóð eru samin á Kúbu. Þetta er ævintýralega ótrúlegt. Og við að fara að syngja ljóðin hennar þar. Hún sagði okkur skemmtilega frá bakgrunninum. Ljóðin eru úr fyrstu ljóðabókinni hennar og heita Upphaf, Barnagæla, Minning og Myrkrið í kringum mig. Fékk inspirasjón um að fá hana Ingibjörgu til okkar þegar ég talaði við Rut L. um daginn og hún fór að tala um textana og hvað væri oft mikið á bak við textana. Hlutur sem maður veit svosem en vill gleyma í hita kennslunnar og hvað á é gað segja; hita hjakksins.Rut var t.d. að tala um hörpulaufið gráa, í vögguljóð á hörpu. Hvað það væri. Hún sagði að sér fyndist það vera grávíðir. Það hafði aldrei hvarflað að mér. Auðvitað þegar einhver bendir manni á það. Eitthvað svo íslenskt líka. Kláraði loksins viðtalið við Rut. Nú er að senda henni eintak og vona að þetta fari að koma á síðuna okkar söngkennara, fisis.is.

A presto

Giovanna

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Je minn ég var klukkuð í klukkuleik

4 vinnur sem ég hef unnið um ævina:

í frystihúsinu á Raufarhöfn,
á Kjarvalsstöðum
blaðamaður á Helgarpóstinum
lummugerðarmeistari í Tjöruhúsinu á Ísafirði

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:

Kórinn
Carmen Saura
Dauðinn í Feneyjum
Babettes Gæstebud

4 staðir sem ég hef búið á:

Beechwood Avenue, Manchester
Sherwood Avenue, London
Via Gaspare Landi, Piacenza
Brandon Le Cour, Búrgúndarhéraði

4 sjónvarpsþættir sem ég fíla:

endalaust enska sakamálaþætti
Derrick
Pepe, sale e po? di fantasia
Sopranos

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Ísafjörður, alltaf þangað
Hólmavík
Drangar
Ítalía

4 síður sem ég skoða daglega:

Arnlaugsson.com
Folk.is/gumsilius
Melo15.blogspot.com
Akrar.blogspot.com

Fernt matarkyns sem ég held upp á:

Límóna
Engifer
Rucola
timian

4 staðir sem ég vildi hlest vera á núna:

Á Gato Tuerto í Havana,
Í óperunni í Róm
Æi þarna gamla Mozartkaffihúsinu í Vínarborg. Eru þau kannski mörg?
Latínuhverfinu í París á kaupa mér crepe með góðu líkjöri

4 bloggarar sem ég klukka

Iddí
Gummi
Skúli
Brusselgengið

a prestissimo

Giovanna
Langi dagurinn í dag og mér er skítkalt. Var í tíma í morgun. Núna ætla ég að hita mér gott kaffi og svo aðeins að leggja mig (já í þessari röÐ) og svo byrjar geðveikin.

A presto

Giovanna

mánudagur, febrúar 06, 2006

Gærdagurinn leit út fyrir að ætla að verða svona ósköp venjulegur sunnudagur, þangað til að dívan hún Signý sem er einmitt afmælisbarn dagsins hringdi í mig og hvatti mig eindregið til að koma á frumsýningu kvöldsins, hana Cenerentolu hans Rossinis og ég meina sem gömul Öskubuska þá að sjálfsögðu þurfti ekki að biðja mig lengi, því hver vill missa af frumsýningu í litla krúttara dúkkuóperuhúsinu okkar. Og loksins frumsýning á Öskubusku. Kominn tími til. Una volta cera un re. Sætar melódíur. Við Júlís Vífill hefðum alveg vilja vera að syngja aðalhlutverkin en ég hugsa að við setjum þetta aftur upp á elliheimilinu. Þá náttúrlega endurreisum við Óperusmiðjuna..En það sem þetta er skemmtileg sýning. Frábær leikstjórn náttúrlega svo fyndin og skemmtileg ópera, ekki síst þegar að allir okkar söngvarar komust bara þokkalega vel frá sínu. Sesselja var æði. Mjúk og hlý röddin alveg að gera sig í þessu hlutverki. Og þokkalega góð í kóleratúrflúrinu öllu saman. Garðar söng sig upp í sýningunni og var bestur eftir hlé. Þokkalega latin-legur drengur. Enda náttúrlega kosinn sá kynþokkafyllsti. Ég hafði ákveðnar efasemdir með Davíð áður en ég fór á sýninguna en það var algjör óþarfi. Hann fór hreinlega á kostum drengurinn sá. Og þarf ég að lýsa Begga? Hann átti senuna voða mikið þegar hann var inni, alveg drepfyndin.Hlín var í kostulegum búning og ofsalega fyndin og söng vel. Guð ég man ekki hvað þessi nýja heitir en hún komst vel frá sínu. Karlakórinn skemmtilegur og gaman að sjá hvað þeir elskuðu að vera á sviðinu drengirnir. Rússínan í pylsuendanum er náttúrlega Einar Guðmundsson baritón. Það var mikill þokki yfir röddinni hans og gífurlegur sjarmör. Og hvað vill maður meira.

sumsé drífið ykkur á sýninguna það eru bara níu sýningar eftir.

a presto

Giovanna

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Ég er smám saman að komast í einhverja rosalega Kúbumaníu og mikið rosalega er það gaman. Það hreinlega heldur manni gangandi og gerir þessa hversdagslegu hluti svo miklu skemmtilegri. Ég ætla að hlusta á Omöru gömlu sætu krúttsöngkonu Portuendo núna. Hún minnir mann á það að maður getur sungið fram í rauðan dauðan. Og hver vill það ekki?


A presto

Giovanna

þriðjudagur, janúar 31, 2006

afrekaði í dag að koma drengnum í skólann

fara í sund og synda 400 metra

í tíma til Tuma og stúdera taktskipti og styrkja handahreyfingar

heimsækja mö og pa uppá Háó

undirbúa þrjár kóræfingar

sækja Gumma í skólann og keyra hann í saxófóntíma og síðan í píanótíma

fara á kóræfingu hjá Stúlknakórnum

missa stjórn á mér á Kammerkórsæfingu... þær mættu korter of seint..

elda þorsk á kínverskan máta... namm

fara á léttsveitaræfingu og kenna þeim hið kúbanska Juramento og hjakka í barnagælunni hans Hróðmars, sem var reyndar mjög gaman....

er algjörlega glaðvakandi og þarf að fara að lesa svo ég nái mér niður. Er loksins byrjuð á hinni æsispennandi bók, Skuggi vindsins sem er eftir Barcelóna gæjann Charlos Ruiz Zafon og satt best að segja heldur byrjunin manni alveg svo ég hlakka til að demba mér í hana, þótt ég þekki ekki göturnar og staðina þarna ... bara einu sinni verið þarna í Barcelóna 1986 minnir mig og heimsótti þá Arnald Arnarson gítarista og bjó hjá þeim hjónum. Hildigunnur var í kerru og man ekkert eftir þessu. Einar pabbi hennar var með tónleika ásamt Paul Galbraith gítarleikara. Þetta var á þeim árum sem ég borðaði ekki kjet né fisk, né bragaði áfengi. Gleymi því aldrei hversu maturinn var góður. Ólívuolían og eggaldin og já allt grænmetið og hvítlaukurinn. Ulla madonna og eftirréttirnir. Svo náttúrlega Gaudi og gítarleikurinn alls staðar.

Kannski kominn tími á aðra ferð þangað.

En fyrst eru það skíðin á Ítalíu og mjaðmahnykkir og söngur á Kúbu.


Viva la Kuba, Viva Castro

mánudagur, janúar 30, 2006

Ég komst að því seint í gærkveldi hvernig dularfulla Kastróbandið hafði komist í gegnum bréfalúguna, og til að gera langa sögu stutta var það sá gamli danski, sem hafði sent það til mín í gegnum ótal krókaleiðir. Tryggvi nokkur Ólafs er góður vinur Kastrós og líka minn og vill að við Kastró náum tæt sammen fyrir ferðina. Ég gat ekki annað en brosað, gat varla útskýrt fyrir honum að ég gæti ekki séð hann í vídeóinu mínu þannig að nú verð ég að redda vídeói sem hefur réttan hraða. Það er búið að hafa svo mikið fyrir því að koma þessu til mín að ég er auli ef ég horfi ekki á það... Ætli maður hafi bara ekki Kastrókvöld fljótlega með saltfiski og rommi. Það væri náttúrlega brilliant lending.
Ingibjörg Har er væntanleg á kóræfingu eftir góða viku til að segja okkur svolítið frá textunum sínum. Sennilega getur hún ekki verið með okkur á Kúbu hún fer í mars þannig að það er náttúrlega spæling. Hefði verið gaman ef hún hefði lesið ljóðin sín á spænsku. Það er ekki alltaf á allt kosið.
Annars orðið svo vorlegt að ég dreif mig út til að taka niður síðustu jólaskreytingarnar í Rauðagerðinu. Jólin eru búin. Anna Kristins nágrannakona mín flúin af landi brott, eftir að hafa tapað kosningum fyrir ungum og efnilegum dreng á uppleið. Mér sýnist að prófkjörin endi þannig að allar konur í framboði tapi fyrir strákunum ungum og gömlum en öllum á uppleið og ég velti því fyrir mér hvenær Léttsveitin breytist í pólitískan flokk með víddir og breyddir og við mölum strákana í prófkjörum og hreinsum til í borgarstjórn.. Ha ha

a presto

Giovanna

sunnudagur, janúar 29, 2006


Þetta er nú meiri rigningin.

Alltaf er hún söm við sig
sérstaklega í vætutíð
Gamla raka rigningin
ranghvolfir í sér augunum.

Langar mest að vera undir sæng í dag. En maður á nú eftir að fara í messuna og svona. Hver veit nema Eyjólfur hressist.
Ég ætla að prófa að setja inn mynd á bloggið. Skyldi maður ná því?

a presto
Giovanna

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Til hammara með ammara Hildigunnur mín, Skördí Macflördí, 23. ára í dag. Tíminn flýgur hratt. Ég hélt upp á þetta í morgun með því að henda mér í djúpu laugina og synda 300 km. Svo skrapp ég og heilsaði uppá mæðgurnar. Þær voru báðar íklæddar bleikum dressum. Allaf svo smart þessar mæðgur. Eftir kóræfingar og fundi daxins er það matarboð hjá þeim elskunum mínum á Hrísateig, Via Riso numero 10.

A presto

Giovanna

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Tja hérna hér góðir hálsar,

Búinn fundur hjá framtíðarnefndinni, eða var þetta geisladiskanefndin. Amk. mjög skemmtileg og satt best að segja mjög flæðandi nefnd og nú er að sjá hvort það kemur ekki eitthvað út úr þessum fundi. Sátum bara nokkuð lengi og létum vaða á súðum. Svo er náttúrlega bara tímaspursmál hvernær við förum í framboðið. Eða framboðin. Dreifum okkur þá svolítið á flokkana og látum Léttsveitina syngja allsstaðar.

Annars frídagurinn góði á enda, tekinn með gönguferð um dalinn og alles.

Ein besta kjetsúpa sem ég hef lagað var löguð í ofnpottinum. Potturinn var fylltur af grænmeti, hvítlauk, engifer, chili, hvítkáli, selleríi og rauðkáli, já já allt grænmetið í ísskápnum, sætar kartöflur, laukur, púrra, hellt yfir rest af rauðu víni, rjómasletta á síðasta snúning og nokkrir kjetbitar á toppinn. Ein dós af tómötum oná. Látið dulla á 200 gráðum í góðan klukkutíma í ofninum. Nammi namm


A presto

Giovanna

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Þvílíkt lúxuslíf með makkann bara uppí sófa, nýkomin heim af síðustu kóræfingu kvöldsins. Ná sér aðeins niður eftir hjakkið með Léttunum. Bara gaman að æfa Egil Gunnars og Hróðmar. Amk hjá mér. 12345,123,12,1og2og3og4og5og. Endalaus talning.94 konur ætla með til Kúbu, dio mio og svo eru það allir hinir. Makar vinkonur, bæður og mágkonur. Full vél og 20 á biðlista sýnist mér á öllu. Maður verður að fara að rifja upp salsasveifluna. Mambóið og cha cha cha. Annars er að lesa skrýtna og skemmtilega bók sem heitir Dauðinn og Mörgæsin. Hún er ótrúlega hæg, hversdagsleg og fyndin, ein af þessum snilldarbókum Bjarts sem halda lestrarkunnáttu manns við.

Svo er það bara þetta sama. Fór í göngutúrinn í dag og borðaði svo hollan mat Er ekki búin að láta gera við bílinn minn, en það er senniega næsta stórverkefni hér hjá mér hér heima. Kannski geri ég það þegar ég er búín á foreldrafundinum á morgun. Einhver ósköp af giggum framundan sýnist mér... Ég hélt maður væri að fara að róast aðeins.

A presto

Giovanna

mánudagur, janúar 23, 2006

Afmælishelgin búin, Gummi farinn í skólann, ég er annað hvort að fara að passa Ástu eða þá að drífa mig í vinnuna. kemur í ljós.
Maður þarf ekki að vita allt alveg strax. Skrapp í göngutúr í morgun, gott að fara að hreyfa sig. Nú er það átakið, amk hálf tími á dag. Reyndar ekkert átak. Bara gaman.

a presto

Giovanna

föstudagur, janúar 20, 2006

æi ég nenni varla að blogga, en hvað skal gera, Byrjaði daginn hjá Nonna mínum Þorsteinssyni, og uppgötvaði nýjar söngvíddir. Það sem er gaman hjá drengnum. Fór þvínæst í kaffi til Freyju nú fomma eftir að hafa hitt hann Gilla, stjórnandi Löggukórsins. Aldrei að vita nema Löggurnar og Léttsveitin giggi fljótlega saman.... sem rifjar upp Grundafjarðartónleikana góðu um vorið góða, en þá höfðu Löggurnar og Léttsveitin óvart bókað sama tónleikadag í kirkjunni og lendingin var sameiginlegir tónleikar. Og ekki að sökum að spyrja, kirkjan var troðfull og erfitt að meta hverjir skemmtu sér betur áhorfendur eða söngvarnir. Eiríkur löggubassi mættur í leðurgallanum á hjólinu nú og svo á eftir grandíoso partí. Sem betur fer voru löggurnar sóttar fljótlega eftir miðnætti en við dömurnar áttum dásamlegt húsmæðraorlof þá helgina....nema hvað að við að sjálfsöðgðu til í gigg með löggunum. Ma si. En hvað ég vildi segja,já fór í kaffi hjá Freyju í Búlandinu, var þar ekki mætt Bimban sjálf, áttum gæðastund. Þá brunaði ég heim að kenna og þótt ég segi sjálf frá; gekk það bara bærilega, enda andinn að sönnu reiðubúinn eftir morgunstund með Nonna. Eftir hádegi keyrði ég einkason minn afmælisbarn morgundagsins, úr saxófóntíma í píanótíma og síðan er ég búin að baka nokkrar misheppnaðar kökur úr spelti, sem er ekki alveg að gera sig og svona.... þrífa svolítið, elda mat, hugsa, syngja og nú er ég alveg að detta í Toni Morrison mynd, bara til að ná mér í eina gæðastund í viðbót.Eða amk stund..þetta er drama dauðans held ég.. Gummi og Hilmar vinur hans kvarta undan snakkinu sem ég keypti og ég læt sem ég heyri það ekki. Hvernig í ósköpunum á maður að muna hvaða snakk þessir gaurar vilja...

a presto

Amma djó

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Dularfullt myndband lá í ganginum í kvöld þegar ég kom heim af kóræfingum daxins. Ég flýtti mér að setja spóluna í tækið og ekkert gerðist allt ruglað. Hringdi í tengdasoninn tilvonandi sem kom brunandi til mín og lagfærði myndbandið, og kom þá ekki í ljós Castró sjálfur, en ekkert tal og alltof hratt.. greinilega ekki fyrir svona gamaldags vídeótæki. Hver var að tala um eitthvað skemmtilegt Castróband... nú er er aldeilis búin að gleyma öllu. Hlakka til að komast að þessu. Síðan kom ávaxtabíllinn með tvo stóra og þunga poka fulla af tómötum, gúrkum, papriku,hvítkáli, blómkáli, lauk og radísum, kúrbít og salati, banana og epli og guðmávitahvað. Eitthvað notalegt við svona heimsendingar. Einsog í gamla daga þegar hann Þórir í Vísi kom til ömmu uppá Háaleitisveg með stóran kassa af vörum. Eða minnir mig á mjólkurpóstinn í Manchester, sem kom alltaf með mjólkina á morgnana, og stundum, egg og brauð og beikon...

En það er sko engin óhollusta á þessum bæ um þessar mundir.

a presto

Giovanna

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Skrapp í morgun að hitta Rut L. Magnússon söngkonu og kórstjóra. Bara svona að taka viðtal við hana fyrir FíSisið.. þe.Söngkennarafélagið. Mikið var það annars upplífgandi að hitta þessa gáfuðu og skemmtilegu konu þarna í morgunsárið. Hún fór vítt og breytt yfir ferillinn sinn, og við ræddum um nemendurna o.s.frv. Fór að hugsa um hvað hún var búin að gefa okkur söngvurunum hinum mikið af sér. Hún gaf mér algjöra inspírasjón inní Hróðmarslögin eiginlega, (án þess að þau væru eitthvað til umræðu), en sem að ég er að vinna aftur méð Léttunum. Byrjaði nefnilega í gær nefnilega að hjakka á þeim og hélt satt best að segja að við myndum byrja aftur á fyrsta skrefi, en það var algjör della. Við byrjuðum í 3.skrefi þannig að hugsanlega verður hægt að komast miklu lengra með lögin heldur en í fyrra. Jafnvel hægt að syngja þau bæði hægt og hljótt líka. Og pæla í textanum. Alltaf finnst mér aðalkikkið, þrátt fyrir hjakkið, æfingaprósessinn sjálfur.
Annars er ég byrjuð að baka fyrir afmælið hans Gumma. Og hver veit nema að maður taki svolítið til líka eller hur.
Hekla, til hammara með ammara og gaman var í luftkökuboðinu í morgun.

A presto

Giovanna

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Léttsveitin rokkar, satt er það. Var á stjórnarfundi í gærkveldi, sem var náttúrlega gríðargaman. Alltaf svo mikið framundan. Ekki dauð stund. Tumi komst ekki í tíma í morgun, þannig að í stað þess að stjórna Bojesen, fór ég í reikningana. Er alltaf svolítið lengi að koma mér að því verki. Til dæmis er ég ekki ennþá búin að rukka búðirnar síðan ég gaf út minn síðasta disk, maður er nú ekki alveg í lagi. En upp með sokkana. Nú er að duga eða drepast. Nema helgin var hreint út sagt dásamleg, á laugardaginn fór ég á aðalfund Blúsbandsins og skemmti mér alveg konunglega. Endalaus söngur, matur og skemmtan. Það er svo hollt fyrir sálina að skemmta sér svolítið. Það finnst mér amk. Átti svo rólegan og notalega innidag á sunnudaginn, Hildigunnur og Ásta voru hjá okkur Gumma. Kveiktum upp í arninum og elduðum góðan mat. Jafnast ekki á við svona huggulegar heimastundir.

a presto

Giovanna

föstudagur, janúar 13, 2006

Jæja góðir hálsar, fór í gær í móttöku hjá menningardeild borgarinnar ásamt fríðu fylgdarliði úr Léttsveitinni. Við tókum á móti smástyrk sem við hlutum. Ef maður reiknar styrkinn út miðað við höfuðtölu kórsins sem telur tæplega 130 konur, er þetta nú kannski bara rúmlega átta hundruð krónur á konu en þið vitið; aðalmálið er að vera á blaði, vera með og auðvitað er þetta t.d. ein ferð til Kúbu í vor og svona.( já já bara vera pósó ekkert vanþakklæti.) Stefán Jón Hafstein hélt netta borgarstjóraræðu og einn aðalstyrkhafinn Scola Cantorum (hinn er KaSa hópurinn) söng tvö lög og þvílíkar bjútífúl karlaraddir þar á ferðinni, Benni og Þorvaldur í bassanum og Örn og Gísli hinn magnaði. Sá svo Þóru Passauer úr Vox Academica þannig að þau hafa vonandi fengið einhverja fúlgu. Ræddum svo við ónefnda konu í nefndinni sem var svo hissa að Létttsveitin væri fjölmennasti kór landsins. Já hún hélt sko að kórinn væri svo léttur. Alltaf gaman að segja að við séum þyngsti kór landsins. (Alveg satt og drengjakórinn nær sko ekki átta tonnum) Að móttöku lokinni lá leiðin á kóræfingu, jess og þar beið 1. sópran sem tók miklum framförum í söng á stuttum tíma. Flottar þegar þær föttuðu að syngja úr í eyrun. Frá kardínálahúfu útí eyru. Já já, miklar tilraunir í sópranröddunum en gaman að byrja árið á fallega laginu hans Atla Heimis sem heitir Ásta eins og Ásta Skúladóttir. Ekki spillir skáldskapur Jónasar.
Veistu það Ásta að ástar þig elur nú sólin?
veistu að heimsaugað hreina og helgasta stjarnan
skín þér í andlit og innar albjört í hjarta
vekur þér orð sem sem þér verða velkunn á munni?
Það verður bara gaman að takast á við Kúbuprógrammið, Atli Heimir, Hróðmar, Egill Gunnars og svo Kúbulögin og bítlarnir.

Nóg að gera og læra núna.

A presto

Giovanna

fimmtudagur, janúar 12, 2006

You scored as Goofy. Your alter ego is Goofy! You are fun and great to be around, and you are always willing to help others. You arn't worried about embarrassing yourself, so you are one who is more willing to try new things.

Goofy

88%

The Beast

81%

Sleeping Beauty

75%

Cinderella

75%

Peter Pan

50%

Cruella De Ville

38%

Snow White

38%

Ariel

25%

Pinocchio

25%

Donald Duck

13%

Which Disney Character is your Alter Ego?
created with QuizFarm.com
Jæja góðir hálsar, vaknaði í fyrsta sinn í morgun nokkuð útsofin. Kannski var það bara að hér var loksins til kaffi og það ekta expresso. Ég held ég geti aldrei hætt að drekka þann töfradrykk. Hingað komu í gær Blúsbræðurnir, vinir mínir sætu og góðu, úr kór MH. Það er svo gaman af svona tradisjónum, þeir koma einu sinni á ári, alltaf í janúar fyrir aðalfund Blúsbandsins og syngja fyrir mig lögin sín. Ég fæ svona einkatónleika og má gefa komment á sönginn. Þeir eru fjórir og stundum fæ ég að spreyta mig á að stjórna þeim, en það get ég sagt ykkur í fullum trúnaði að það er auðveldara að stjórna 130 konum en þessum fjórum sætu drengjum.Þeir hafa mjög ákveðnar skoðanir á túlkun laganna. En ég hef samt alltaf jafn gaman af að standa fyrir framan þá og slá taktinn. Repertoire listinn þeirra inniheldur; Logn og blíða sumar sól, Við viljum harðfisk og Käraste bróder.

Guðmundur sonur minn sæti, setti mig í tröllapróf í gær, en ég vildi meina að ég væri partýtröll, en nb. hann svaraði öllum spurningunum...svona er lífið hér á þessu heimili. Hann ræður öllu. Og mér er alveg sama. Maður verður svo umburðarlyndur með árunum.

Ég var í sjokki í gær yfir fréttaflutningi Dagblaðsins og sendi í bræði minni ákorun um að skrifa undir undirskriftasöfnun þar að lútandi. Mér finnst svona myndbirtingar afar vafasamar, hvort sem menn eru sekir eða saklausir. Verst að það þurfi svona alvarlega atburði til að svona fréttaflutningur fái einhverja umfjöllun. Horfði á lok Kastljóss í dagskrárlok og fannst samt eitthvað þreytandi við fréttamennsku stílinn hjá þeim sem óneitanlega var í anda Dagsblaðsins. Allir voða reiðir og létu þung orð falla. Blaðamennirnir voða æstir að reyna að fá viðmælendur til að segja eitthvað krassandi, sem tókst náttúrlega.



a presto

Giovanna

miðvikudagur, janúar 11, 2006



Skáldajötunn


Þú ert nýjungagjarn, tilfinningaríkur innipúki.

Skáldajötunninn er svo opinn fyrir nýjungum á sviði lista og menningar að honum tekst að sjá list út úr óbreyttri skranhrúgu eða einmana slettu á striga. Skáldajötunninn tekur til í herberginu sínu og kallar það listrænan gjörning. Hann er mjög líklega með óskrifaða skáldsögu í hausnum eða óútgefna bók í skrifborðsskúffunni, þ.e. ef hann hefur ekki þegar fengið bók sína útgefna.



Skáldajötunninn lifir fyrir listina og myndi frekar kaupa blek fyrir fjaðurstafinn sinn heldur en brauðhleif þótt hann hefði farið án matar svo dögum skipti. Hann unir sér vel einn með eigin hyldjúpu hugsunum.



Hvaða tröll ert þú?
Þessa síðustu daga, get ég bara alveg hugsað mér að liggja uppí rúmi. Gera sem minnst kannski sofa í mesta falli. Lesa bækur og jæja, förum ekkert nánar útí það. Nema hvað. Vaknaði eldsnemma og ekki til kaffi til að koma sér framúr.Góð ráð dýr. Gerði hafragraut sem var náttúrlega hrein snilld og kom Gumma í skólann. Við erum alltaf á síðustu mínútu og hann er ekki ennþá farinn að ganga í skólann eftir jól. Fór svo í hóptíma í Tónskóla Þjóðkirkjunnar til Jóns Þorsteinssonar sem kenndi okkur hina frábæru þulu da-me-ní-pó-tú-la-be..og ég get ekki beðið eftir því að nota nokkur trikk sem hann kenndi okkur á raddæfingu hjá fyrsta sópran á fimmtudaginn. Ég get ekki lýst því með orðum hvað það er gott að fá nýjar hugmyndir til að spreða á kóræfingum. Það sem þetta endurnýjar mann. En þrátt fyrir skólann þá á ég ósköp eitthvað erfitt með að gera þetta æ þið vitið sem maður þarf alltaf að gera. Ganga frá, setja í vélarnar, þrífa klósettin, taka gluggana, skúra, pússa af, stekkja dúkana. Ég er meira fyrir að elda mat, baka brauð og kjafta, syngja, lesa, og spá og fá hugmyndir ... vantar vinnukonu. Það er kannski málið. Þetta er alveg satt sem Hlín vinkona mín sagði um árið, maður þarf að fá sér konu frekar en mann!

a presto

Giovanna

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Ég er bara búin að drekka þrjá bolla af kaffi. Ég er að trappa mig niður.. Kannski get ég fengið mér bara einn á morgnana einhvern tíma...já maður fær öll fráhvarfseinkennin..Ég er hreinlega mjög skrýtin áður en ég fæ mér fyrsta bollann. Annars sváfum við Gummi yfir okkur, og hann sem átti að fara í miðsvetrarpróf í stærðfræði í fyrsta tíma. Mætti tíu mínútum of seint og var ekki búinn að fá sér morgunmat. Jæja...nú sæki ég drenginn fer með hann í píanótíma og sax og svona... Annars mætti ég hjá Tuma í morgun í stjórnendabekkinn og það var voða notalegt að byrja að stúdera slagið aftur...


A presto ma non troppo

Giovanna

sunnudagur, janúar 08, 2006

Jæja maður er rétt að jafna sig eftir gærið.

Svona líka rífandi fjör. 20 manns, við systkinin með gömlu og svo hin unga og villta kynslóð og lillurnar. Maturinn unaðslegur og mikið sungið. Amma Mu í rosa stuði og við rödduðum báðar í djúpum tóntegundum. Kidda rokkaði feitt á gítarinn og bræðurnir í stuði. Að ekki sé minnst á mínar elskulegu mágkonur. Þær létu nú ekki deigan síga. En sjálfur Guðmundur hélt fagra ræðu í upphafi og við Kidda og Hildigunnur rósamunnur sömdum litlar lausavísur, algjöran leirburð í léttum stíl og skemmtum okkur sjálfar amk. mjög vel. Sá gamli var lekker í jakkanum við keyptum hjá Guðsteini að ég tali nú ekki um þegar hann var búinn að setja upp köflótta trefilinn og húfuna.

Dagurinn í dag fór meira sunnudagsmessurnar, keyra Gumma sax í eina og fara sjálf og syngja í þeirri næstu. Bakaði svo pönsur og hét því að fresta allri megrun framá vor, sitja svo við eldhúsborðið og snakka við Ara og Helgu Har sem litu við í eftirmiðdaginn. Gummi er að byrja í prófum í vikunni og lærði heima í hvað amk fjörutíiu fimmtíu mínútur. Ásta ömmustelpa var með hita í gær og í dag þannig að í fyrramálið verð ég að skreppa til hennar og passa hana á meðan stóra stelpan fer í söngtímann sinn.

Svona er nú lífið notalegt í dag. Á þriðjudaginn byrja allir kórarnir, en á morgun er mikil fundardagur já og svo einn jarðarfararsöngur.

La vita e bella

a presto

Giovanna

laugardagur, janúar 07, 2006

Jæja góðir hálsar, er ekki best að vera duglegur að blogga.

Fyrsta frívikan senn á enda og á mánudaginn byrjar ballið. En fyrst skal haldið uppá áttræðisafmæli pabba. Hann átti afmæli á miðvikudaginn þessi elska og nú ætlum við systkinin og famelíur að hittast í kvöld, elda saman og syngja nokkur afalög. Kidda og Hildigunnur koma á eftir og við setjum í gírinn og æfum prógramm. Gaman hjá okkur. Förum uppí Lindarsel í kvöld, en Mummi og Inga eru búin að selja þá fögru villu og kaupa sér raðhús í Búlandinu svo nú fer hver að verða síðastur að skemmta sér í selinu. Gekk uppí Elliðárdal í morgun og sá að víða hafði áin flætt vel yfir bakka sína. Vonandi hætt að rigna í bili. Það er svo miklu fallegra þegar snjórinn liggur yfir. Og svona.

A presto

Giovanna

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Æi, ég er að reyna að snúa sólarhringnum við aftur. Guvöð hvað það er erfitt. Vaknaði jú eldsnemma, en er bara svo sybbin. Gaslaust í morgun og ég get ekki búið til sterkan kaffi strax. Hrollur í mér. Lagðist svo í tölvuna og kveikti þá á sjónvarpinu, sem ég geri sjaldan svona snemma og hvað blasir þá við mér. Stífustu leikfimisæfingar ssem ég hef séð. Dio mio hvað það er lummulegt að sjá svona danshreyfingar án alls þokka. Nei, nei, upp með tangóinn...niður með stífæfingar. Fer í Elliðárdalinn um leið og birta tekur. Upp með sokkana.

a presto

Giovanna
Gleðilegt ár góðir hálsar, nær og fjær. Nýja árið kemur manni þægilega á óvart .Loksins komin í jólafrí þessa viku. Vikan milli jóla og nýárs var 4jarðarfarir og brúðkaup..og ég var fastagestur í öllum messum hverfisins. Á gamlárskvöld eftir messu var stór veisla hér með Kalla kúlu sem var bara nokkuð góður.Fullt af fólki og notaleg samvera. Og fyrstu áramótin með Ástu litlu. Gaman. Fór svo á ballið á Sögu, hver vill missa af Bimbu sem var ræðumaður kvöldsins. Ég hló hátt og mikið og var mikið skemmt þetta kvöld, borðaði vel, drakk rauðvín og hafði skemmtilega borðfélaga, dansaði svo úr mér allt vit. Og svo dansaði ég meira í kvöld á tangókvöldi í Iðnó og nú langar mig mest af öllu að læra að dansa tangó arminnilega. Ji hvað þetta var skemmtilegt, Hjörleifur Valsson algjört æði og tangósveitin hans. Mér fannst ég eiginlega ekki vera hér á Íslandi. Flottir dansarar á gólfinu og músíkin svona falleg....Langar eiginlega að flytja til Argentínu, syngja og dansa, en þá verð ég náttúrelga að taka fjölskylduna með. Kannski það verði bara Kanarí með afkomendur um næstu jól. Engin alvarleg nýársheit þetta árið. Ekki nema að hafa gott flæði á árinu og engar forseringar..Já nú er það Kúbuárið góða sem tekur við. Listinn er orðinn langur. Ég fæ daglega hringingar úr öllum áttum. Kannski maður eigi að stofna Kúbuklúbb og ferðaþjónustu?

a presto

Giovanna