föstudagur, nóvember 07, 2003

Góðan daginn góðu hálsar og hvar eru hálsakotin?
Nú ætti maður bara að liggja undir sæng og lesa góða bók. Þvílíkt veður. Ég þurfi að sækja Gumma heim til mömmu og pabba í morgun því drengurinn fékk að gista hjá þeim. Ég vaknaði óvenjusnemma og náði meirað segja að setja í mig linsurnar áður en ég steig í kaggann minn og ók af stað. Og það sem gerist í myrkrirnu og óveðrinu. Mamma mia! Var ég ekki næstum búin að keyra niður miðaldra mann. Hugsið ykkur fyrirsögnina. Miðaldra söngkona keyrir niður miðaldra mann í morgunsárið. Hann barði í bílinn og ég hrökk í kút og tók þá loksins eftir honum. Af hverju ganga miðaldra menn í svörtum fötum og með svarta húfu og vettlinga og verða svo reiðir þegar maður tekur ekki eftir þeim. Nei ég segi svona. Ég er bara ennþá í sjokki. En ég slapp fyrir hornið í þetta sinn. Og nú tekur við enn einn hraðdagurinn. Allt á að gerast. Klára að æfa börnin í kórnum fyrir messurnar þrjár á sunnudaginn. Segi og skrifa þrjár. Gleymdi að ná í græjurnar fyrir morgundaginn en reyni að muna það á eftir. Tala við fasteignasalann og athuga hvort ekki sé eitthvað að gerast. Ég sem er með flottustu íbúðina í Þingholtunum er ekki búin að selja. Fólk veit ekki hverju það er að missa af. Og svona. Svo þarf ég bara að læra einn texta. Bara einn. Annars ekkert. Jú. Hildigunnur kemur á mánudaginn. Jibbíkóla..

a presto
Giovanna

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Jæja góðu hálsar og hálsakot, ég er alls ekki að standa mig í þessu bloggi. Alls ekki. Hitti Hildigunni Rúnars í afmælinu hennar Þorgerðar í gær. Hún sagðist lesa bloggið mitt, svo ég verð að fara að skrifa reglulega. Það eru sumsé einhverjir útí bæ að lesa bloggið. Mamma mia! Við hverju átti maður annars að búast. En altsaa afmælið hennar Þorgerðar var snilldin tær, gargandi snilld út í gegn. Haldið í tónlistarhúsinu Ými. Þegar við komum að húsinu var gagnstéttin rósum prýdd og löng biðröð til að heilsa uppá Þorgerði. Þarna hitti maður gamla kórfélaga og félaga Hildigunnar minnar og svo ótrúlega marga sem maður þekkir. Foreldra Siggu vinkonu Hildigunnar og fleiri og fleiri. Sungið útí eitt, gömul og ný lög. Og rosalegt kikk að fá að syngja með þessum ungu röddum og fíla sig einsog eina af þeim... Ég er dáist að því hvað sjá hversu lengi hún Þorgerður er búin að vera í djobbinu sínu og alltaf í toppstandi. Hvernig er þetta hægt? Mér hlýnaði um hjartarætur að sjá mínar elskulegu Söndru, Áslaugu og Dagnýju vera orðnar kórstelpurnar hennar Þorgerðar. Allt í einu fannst mér mitt litla Bústaðabarnakórastarf hafa fengið nýja framhaldsvídd. Hápunktur kvöldsins var að syngja Vér lyftum hug í hæðir, textann hans Böðvars Guðmundssonar. Kveiktum á kertum og grétum svolítið. O.. gaman í kór á Íslandi.

a prestissimoGiovanna