föstudagur, maí 27, 2005

Halló allir hálsar!


Ég þarf að hringja milljón símtöl og vesenast og redda en mikið óskaplega á ég erfitt að koma mér að verki. Búin að tala um þetta í marga klukkutíma og ekkert búin að gera. Núna er ég líka búin að skrifa um það og þá er að drífa sig einn tveir og tíu. Dio mio. Annars bara partí og fjör framundan þessa helgi. Sólveig sæta frænka mín útskrifast og partí hjá henni, svo fer ég í sumarbústað til Skúla míns og Hildigunnar (sem brilleraði í söngskólaprófinu og mamman að drepast úr monti) á sunnudaginn. Já sem minnir mig á það að ég þarf að fá frí fyrir Gumma minn á mánudaginn. Í morgun sungum við Léttsveitarkonur í Landakoti, hjá Bimbs og Rósu og það var voða skemmtilegt. Svo er best að segja ekki meira nema athugasemd Hildigunnar var rétt. Miðaldra konur með sérstakan fatastíl...

a presto

Giovanna

fimmtudagur, maí 26, 2005

Góðir hálsar
jess jess ég er tutta italiana...



Your Inner European is Italian!



Passionate and colorful.
You show the world what culture really is.



a presto

Giovanna
Góðan daginn hálsar mínir!

Þessa dagana er ég eitthvað hálf svona þreytt og eftir mig. Samt ekki ennþá búin með vorprógrömmin. En þetta hlýtur að jafna sig. Það gerir það venjulega. Kláraði einkatímana hjá Halldóri í vikunni og hef reyndar ekkert lést, þótt ég hafi styrkst, þannig að það er spurning hvort ég kaupi mér ekki bókina borðaðu þig granna og fari nú enn eina ferðina, þe í 35 sinn að reyna að koma mér í formið rosalega. Alltaf að reyna. Ævisagan mín á að heita, Reyndi allt sitt líf að koma sér í form. Svo er nú það. Já allt svona eitthvað misheppnað hjá mér þessa dagana. Meira að segja þegar ég ætlaði að vera ofsa næs og gefa Hildigunni uppáhaldsdóttur og Skúla mínum elskulega tengdasyni gamla gráa Renaultinn minn þegar ég fékk minn eldrauða Hondu jeppa. Þá gekk nú ekki betur til en að blessuð börnin eru búin að vera stöðugt með gráa gamla í viðgerðum. Vesalings börnin mín. Svo er það tískudaman Jóhanna. Alltaf jafn óheppin þegar maður er gómaður í glansblöð. Hringdi til mín þessi yndislega blaðakona af Vikunni og spurði mig spjörunum úr um fötin mín og smekk. Og ef það er eitthvað sem mér finnst ég léleg í þá er það að fylgjast með tískustraumum og ég hef ekki hundsvit á þessum blessuðu merkjum sem tröllríða tískunni. Jæja samt er maður alltaf jafn veikur fyrir athyglinni, en ég gat ekki annað en brosað þegar að fyrirsögnin var, Konur með sérstakan fatastíl.


Mamma mia!

A presto

Giovanna

miðvikudagur, maí 25, 2005

Góðan daginn góðir hálsar.

Bara að láta vita að það er allt við þetta sama. Löngu komin heim og einsog ég hafi aldrei farið til Ítalíu. Bara verið að syngja þetta lon og don og láta sig dreyma og frá hugmyndir og reyna að festa eitthvað niður á blað. Reyna að taka til, reyna að vinna, reyna að klára og vona að eitthvað takist á endanum. Fer til Ítalíu eftir hálfan mánuð og hlakka geggt til.

ps. bjó til ágætis sultutau með áhrifum frá Stokkeyrarbakka.

800 gr rabarbari
800 gr púðursykur
12 hvítlauksrif ( átti ekki fleiri)
2 cm engifersbiti niðurskorin
10 stk þurrkuð chili
sletta af balsamediki



A presto

Giovanna