föstudagur, október 29, 2004

Góðan daginn góðir hálsar! Eða bara háls!

Dagar verkfalls á enda. Sem betur fer! Drengurinn aftur í skólann og svona. Allt komið á hvolf hér eftir verkfallið. Vakið um nætur og sofið frameftir öllu! Jæja ég þarf að vera mætt i vinnuna eftir hálftíma. Ég meina framkvæmdarstjóri Valgardis má ekki vera of sein. Já og viðtal við Hildi Helgu á rás eitt í splunkunýjum þætti. Og Ísafjörður um helgina.

a presto
Giovanna

fimmtudagur, október 28, 2004

Halló hálsakotin mín í kuldanum úti!

Fékk kraftinn aftur í dag og fór í örferð upp í Ríkisútvarp og dreifði Lágnætti. Nú er spurningin hvort það fær einhverja spilun næstu daga??? Hringdi í Skífuna og reddaði samningi einnig hjá Mál og menning sem er með Pennann og Eymundsson. Hagkaup á morgun og Bylgjan. Þarf að fara að panta fleiri cd-a. Fyrsta prentun að verða búin.

a presto

Giovanna

þriðjudagur, október 26, 2004

Halló elsku hálsarnir mínir og takk fyrir síðast!

Ég var bara svona rífandi lukkuleg með helgina. Troðfyllti salinn í F.Í.H. og seldi diska á hæl og tá. Grillað partí á eftir með ostum og rauðvíni og breytti ostaboði í matarveislu þar sem ég átti nokkur kryddlegin hjörtu inní ísskáp og gat eldað fyrir 200kall handa 20 manns, eða amk 12. ef ég man rétt. Skellti mér síðan í tvær messur á sunnudaginn og endaði á morðóða rakaranum um kveldið og skemmti mér konunglega.


Kryddlegin hjörtu

takið úr frysti á fimmtudegi
á föstudegi má skera alla sjáanlega fitu af hjörtunum
og leggja í hvítlauk, engifer, lauk, púrru og ef þig eigið eitthvað rauðvín sem þið viljið losna við má bæta á hjörtun.
Sage er gott eða timian eða eitthvað svona grænt krydd líka.
á laugardegi má svo steikja lauk og hjörtun og bæta kryddleginum útí. Ég fann þarna bláberjasultu sem ég skellti oní, meira rauðvín, dós af sýrðum rjóma og hálfan hvítkálshaus skar ég oní líka. Og sauð síðan með basmati hrísgrjón. Ekkert slæmt, alls ekki.

a presto

Giovanna