laugardagur, september 27, 2003

Góðir hálsar og hálsakot Tók að mér munaðarlausa drengi í kór í morgun. Voða sætir þessar elskur. Get ekki beðið að byrja með þá. Mæli með þessari uppskrift á ódýrar
svínkjetssneiðar.
Sneiðarnar kryddaðar með salti og pipar og einhverju paprikukyns eða köd og grill..
laukur og paprika steikt í ólvíuolíunni
dijon sinnep lagt yfir þunnt lag
capers slatti... kannski 2 tsk

steikt og settur yfir rjómi og soja sósa og kannski rifsberjasafi ef maður á eða sultan bara.

Nammi namm

a presto
Giovanna

föstudagur, september 26, 2003

Góðir hálsar og hálsakot það var gargandi snilld á sinfó í gærkveldi. Hreint dásamlegt að hlusta á Víking spila píanókonsertana þeirra Jóns Nordal og Prokofíev. Gæsahúðin hríslaðist eftir bakinu. Og þessi fyndni stjórnandi Otari Elts átti frábæra takta. Og svo var bara svo gaman að hlusta á spilamennskuna í hljómsveitinni. Algjört æði. Nema hvað við Svanhildur kvöddum Jónu Dóru á Vínbarnum á eftir og sátum drykklanga stund þar. Morgundagurinn fór svo í að hringja í stelpurnar í parís og redda gasmálunum þeirra. Vonandi verður þetta komið í lag um helgina. En mér líst ekkert á bera gæjann þarna í íbúðinni á móti. Ég er að hugsa um að fara til Parísar og líta nánar á þetta.

Fer á kirkjutónlistarráðstefnu í dag
Legg ekki meira á ykkur

a presto
Giovanna

fimmtudagur, september 25, 2003

Góðir hálsar og hálsakot ég man ekkert stundinni lengur. Kannski eru þetta fyrstu merki miðaldrakrísunnar. Kannski. Ég ætlaði að gera svo mikið í morgun, en nú sit ég á fasteignavefum borgarinnar og kíki í heimsókn á netinu. Ofsa gaman. Svo fer ég blogghringinn og þarf ekki að hringja. Enn betra. Síðan fæ ég mér kaffi og man ekki meir. Sennilega fer ég í vinnu, ef ég man á eftir.

A presto

Giovanna

þriðjudagur, september 23, 2003

Góðir hálsar og hálsakot það fer að snjóa sagði einhver í morgun. Skrapp í morgungöngu til að hressa sál og líkama. Var alveg að niðurlotum komin eftir þá göngu. 'O að ég væri orðin ný.. nei ég segi svona. Smám saman fyllist maður nýrri orku, er það ekki ... hún lætur eitthvað standa á sér þessa dagana. Fréttir af Parísardömum eru góðar. Þær eru smám saman að læra á skápinn nýja. Gasið er svolítið flókið finnst þeim, en íbúðin (þe. skápurinn) alveg draumur. Rosalega fallegur gluggi. O hvað maður vildi vera komin til þeirra þótt ekki væri nema í morgunkaffi. Hildigunnur bað mig um uppskriftina mína af Húmus. Það gladdi móðurhjartað. Hér kemur hún

Húmus a la Goggi Hadjenikos
Pakki af linsubaunum lagður í bleyti ef tími er til annars bara soðinn svolítið lengur þe, góðan klukkutíma
tahini. Amk. 4 matskeiðar vel fullar
hvítlauksrifin ef þau eru vel stór þá kannski 8
ólífuolía 4 msk.
sítrónusafi úr einni vænni
salt

a presto
Giovanna
skárri

mánudagur, september 22, 2003

Og góðir hálsar, nú er nóg komið af nostalgíu. Ég lýsi því her með yfir að: a) mig langar í nýtt hús með garði og þvottahús á sömu hæð. b) nýjan kærasta. Það var yfirþyrmandi stemning um helgina þegar Diabolus fagnaði útkomu disksins gamla, sem var þó ekki kominn út (kemur á fimmtudaginn) og húsið fylltist af gömlum vinum og ekki síst gömlum kærustum. c) Mig langar í nýjan maga, ný brjóst og ekki síst nýtt líf.


a presto

Giovanna í mánudagskrísu