föstudagur, júní 02, 2006

Láta smyrja bílinn, fara uppí kirkju, kaupa buxur á Gumma, eitthvað af verkefnum daxins og ég sit bara og hekla útí buskann. Nenni eiginlega engu. Ekki einu sinni uppí dal. Er ég bara ekki að ná mér niður? Segjum það. Stundum er ég nefnilega alveg að drepast úr athafnaþrá. Ég þarf alveg að halda mér núna eftir öll vorverkin, ferðirnar með kórunum og tónleikana og ýmislegt fleira, þegar maður er alltaf vanur að vera á fullu og hausinn alltaf að fyllast af einhverjum skrýtnum hugmyndum, þá er svo erfitt að ná sér niður. Skrýtið. Nema hvað. Fer vestur á Ísafjörð seint í kvöld með Elísabetu sem er að koma frá Norge og Gumma. Við ætlum að skreppa í fermingarveislu í Kúabúið. Spurningin er hvort ég eigi að keyra Þorskafjarðarheiðina eða hina leiðina....sjáum til.

a presto

Giovanna

fimmtudagur, júní 01, 2006

Tja hérna, eintóm gleði með börnin mín sem brillera í vorprófunum í tónlistarskólum bæjarins. Hildigunnur var ein af þremur hæstu í Söngskólanum. Je je je. Ég að farast úr stolti og er smám saman að breytast í mömmu mínu og segi hvað eftir annað; Ég á svo yndisleg börn! Snökt snökt. Svo var mér boðið í lokahóf í Nýja Söngskólanum í gær,þar var dýrindis matur og vín, frábærir söngkennarar, og aðrir gestir saman komin. Jón Þorsteins fór á kostum og skemmti okkur með hollenskum slögurum með undirleik Guggu og Arnar. Feikigaman já já já. Mæli svo með höfrungs- og lundauppskrift Freyju fomma í Fréttablaðinu í dag. Lenti nefnilega í svoleiðis veislu um daginn. Já já. Eintómar veislur og slökun þessa dagana.

Farinn uppí dal.

a presto

Giovanna

þriðjudagur, maí 30, 2006

Jæja krakkar, grillpartí í gær hjá mér. Mánudagsboð fyrir nöfnu mína Guðmundu sem er í stuttu stoppi frá Svíaríki. Bara gaman. Kidda, Ína, Laufey, Hildigunnur, Ásta, Skúli, ma og pa og bróðir og Solla og svona. Snilldin tær að bjóða uppá pullur og hammara. Gæti ekki verið einfaldara. Og núna ætla ég að hlaupa uppí Elliðárdal. Taka einn hring. Langan. Svo verður Hildigunnur rósamunnur að syngja í kvöld á skólaslitum Söngskólans. Ég ætla að mæta með þrjá vasaklúta.

A presto

Giovanna