laugardagur, maí 29, 2004

Elsku hálsar og hálsakot, ég fór í stúdentsveislu í gær hjá systkinunum Jóa og Röggu, Bökku og Daddabörnum. Æi það var svo gaman. Hvílíkt fjör og hvílíkar veitingar. Nammi namm. Kökurnar sem hún Björk gerir eru æði. Og í dag verður brúðkaupsveisla aldarinnar ( amk. í minni famílíu.) Jóhanna litla frænka mín Guðmunda Þórisdóttir og Guðni Guðnason ætla að láta pússa sig saman í Háteigskirkju. Ég held þetta verði amk. þriggja klúta brúðkaup... Og svo fer ég til Ítalíu á morgun.
je minn eini hvað lífið er spennandi!

A presto
Giovanna Rossa

miðvikudagur, maí 26, 2004

Góðan daginn góðu hálsar, Haldiði ekki að hann Bjössi rafvirki hafi bara dúkkað upp í morgun. Ég sagði honum að sjónvarpið væri að koma og þá stökk hann til. Svona er lífið. En annars bara tel ég niður til Ítalíu. 10, 9, 8,osfrv. Guðmundur er með vinahóp hér í dag sem var frestað sumsé um tvo daga. Eilíft fjör. Hér er Hildigunnar síða. Hún er að fara í inntökupróf í söngskólanum á morgun. Spennandi.

A presto

Giovanna Rossa
eða
Hannah Valentino

þriðjudagur, maí 25, 2004

Góðan daginn, góðir hálsar og hálsakot, ég er að fara til Ítalíu og í mörg horn að líta. Volare, cantare, pensare, comprare, non dimenticare. Mamma mia....

a presto
Giovanna Rossa
.. og Hildigunnur er komin með nýtt blogg

mánudagur, maí 24, 2004

Halló allir mjúkir hálsar og hálsakot, ég lifði af Eyjaferðina. Annsi mikið um sjóveiki á leiðinni út (fjórir sem ældu ekki), en ég og börnin skemmtum okkur laglega í Eyjum. Þær eru eitthvað svo hrífandi. Gistum á Hamri sem var frábært hótel (miðað við verð...) Lúðrasveitin spilaði ljómandi í Barnaskólanum í Eyjum. Svo fórum við í ógleymanlega ferð í kringum Vestmannaeyjar. Það gaf aldeilis á bátinn og litlu peyjarnir hlógu á meðan við gamlingjarnir héldum okkur fast. En nú er bara talið niður í Ítalíu...

a prestissimo

Giovanna Rossa