laugardagur, júní 26, 2004

Góða kveldið góðu hálsar, eða ætti ég að segja góða nótt, Ég er löngu komin frá Ítalíu en það er búið að vera eitthvað að minni elskulegu tölvu. Sumsé. Þess vegna hef ég ekki bloggað. Ég þurfti m.a.s. að fá neyðarfund með henni Maríu erkiengli, sem kenndi mér trikkið, eftir að hann Skúli minn var búin að kíkja á tölvuna. Leikur ekki lánið við mig? Ég er umkringd góðu fólki. Ég er búin að vera að ná mér eftir Ítalíuferðina. Hún var afar skemmtileg, bæði fyrri og seinni hlutinn, en nokkuð ströng fyrir mig. Seinni parturinn þ.e. fararstjórajómfrúrferðin var alveg gasalega spennandi. Í fyrsta lagi vissi ég ekkert útí hvað ég væri að fara, en var svo heppin að Átthagakór Strandamanna, reyndist vera skemmtilegur félagsskapur. Léttsveitarparturinn var algjört bíó, ótrúlega skemmtilegir staðir að syngja á. Ég mæli með hótelinu okkar við Garda vatn Poiano sem má finna á netinu.Þangað kem ég vonandi aftur og þá með alla famelíuna takk fyrir. Reyndar er ég farin að plana Unglingakóraferð þangað aftur næsta vor. Ídeal að skreppa svo í Gardaland með börnin. Sumsé. Ég er komin heim og byrjuð á stafagöngu þarna í Elliðárdalnum fagra.

a presto
Giovanna