miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Djísös hvað það er komið mikið myrkur. Myrkrið í kringum mig. En fór í morgun í Hreyfingu, dauðþreytt, ætlaði aldrei að koma mér í svefninn í gærkveldinu. Drollið á manni alveg gasalegt. Var eitthvað að reyna að klára þessa efnisskrá þegar ég kom heim eftir kóræfinguna í gær. Annars er allt að skríða saman sem betur fer. Hlutirnir hafa tendens til að bjargast. Fór svo sumsé í Hreyfinguna í morgun og þar var einhvurs konar pallaleikfimi, ægilega flínk stelpa að kenna manni sem þaut upp og niður pallinn kross og snúa og og og svona alveg einsog spýtukelling með engar mjaðmir. En voða flink og gasalega há og hröð tónlist. En Guð hvað ég sakna Kramhússins og mýktarinnar og sveiflunnar sem er þar í kennslunni.

a presto Giovanna