miðvikudagur, júní 14, 2006

Jæja, best að blogga, mest vildi ég samt núna þessa stundina að mér væri boðið í geggt matarboð og svo á djammið á eftir. Sennilega vegna þess að ég var að mála, þá kemur þessi fílingur. Já, ég meina hvað á maður að gera annað í þessu veðri en að mála. Stiginn minn með milljón pílurum er sumsé alveg að verða hvítur. Ókei ég er bara að grunna hann og það tekur sennilega allt sumarið að klára að lakka hann, en fílingurinn í stofunni er strax ógisslega flottur. Já og sumsé svo ég klári, þetta er eitthvað síðan í gamla daga að mála og fara svo að djamma. T.d. þegar ég og Gotta vinkona máluðum kjallarann minn appelsínugulan þá var máttum við til með að halda partí á eftir og djamma í nokkra daga. En núna er maður náttúrlega orðinn svo stilltur og hrikalega vel upp alin og amma og allt. Já og málar hvítan stiga en ekki appelsínugulan. Ég meina. Auðvitað tek ég bara upp prjónana í kvöld og raula svo eitthvað fram í rökkrið.

a presto

Giovanna

mánudagur, júní 12, 2006

Ma og pa litu við í gær og Iddí og Ásta líka og ég bakaði lummur að hætti Tjöru-Jóku 1996. Bara að vita hvort ég hefði einhverju gleymt. Settist svo við sjónvarpið í gærkveldi eftir famelíudaginn. Sá í endann á Örlagadagsþætti Sirrýar á stöð2 þar sem hún var að tala við mann í Hafnarfirði sem kom útúr skápnum einhvern tímann endur fyrir löngu. Það sem vakti sérlega ánægju mína í þættinum fyrir utan það hvað maðurinn var lífsglaður og flottur var að sjá garðinn sem hann og maðurinn hans höfðu komið sér upp. Þvílík sköpunargleði og skemmtilegheit. Ja hérna. Þetta var garður fyrir fólk sem vill verða í garðinum allt sumarið.Og þeir svo krúttlegir að mála og búa til skótré. Eitthvað svo skemmtilegt því ég er orðin svo hrikalega leið á þessum öllum veggfóðursþáttum sem sýna ákkúrat alltaf það sama, svona tóm hvít hús fyrir fólk sem er aldrei heima. Ég meina hvar eru húsin fyrir fólkið sem býr heima hjá sér og á börn og hendir ekki öllum litlu gjöfunum og dótinu sínu, sem það hefur fengið í gegnum árin? Jæja farin að æfa mig og já ég er búin að fara uppí dal..Je.

A presto

Giovanna

sunnudagur, júní 11, 2006

Dásamlegur dekurdagur á fös, fór uppí dal kl. 11 fh. með nokkrum kellum, síðan heim í gufu og kampavín og þar á eftir elduðum við Steingrímsfjarðarþosk að hætti Völla Snæ, veltum uppúr hveiti papríku og heitum chili pipar. Nammi namm. Ostur bræddur yfir borið fram með nýjasta chutney hússins. Sem er svona

rabarbari 800 gr
apríkósur 400 gr
5 epli
engifer 2 cm á lengd og breidd
1 rauðlaukur
sykur ca 800 gr
og alls ekki má gleyma límónunum en þær er tvær skornar í bita með öllu nema steinum

Jamm og já. Gott innlegg í helgina þessi dásemdardagur. Svo eru Hildigunnur og Ásta búnar að skemmta okkur mikið þessa helgi því Skúli minn (tengdasonur Íslands) er á næturvöktum hjá Securitas. Fór á Galdraskyttuna í gær með Kötlu og Herði og skemmti mér bara vel, þótt uppsetningin hefði mátt vera líflegri á köflum. Kolli var algjör proffi raddlega en svolítið stífur blessaður á sviðinu, en við kennum leikstjóranum algjörlega um það. Handapatið var farið að fara nett í taugarnar á mér og dansmeyjarnar þrjár líka en sennilega er það dulin öfund yfir að geta ekki dansað svona flott. Jamm og jæja.. Gerði mig að leynigesti í skraflklúbbi einum hér í bæ og sofnaði vært eftir dásamlegt tertuát.

a presto

Giovanna