föstudagur, september 02, 2005

Mig langar til að deila með ykkur súpunni sem ég eldaði í gær góðir hálsar.

Ég setti pott á gasið og ólívuolíu í botninn.Opnaði ísskápinn og tók út hálfann púrrulauk, rófu, gulrætur, 5 kartöflur, brokkolí og papriku. Skar þetta niður og steikti og setti smá vatn yfir, vænan slurk af einhverju tækarrípeisti og eina dós af kókosmjólk. Setti á lægsta og fór í gönguferð í Elliðárdalinn. Kom heim og borðaði með bestu list. Guðmundi var nokkuð fúll og fannst of mikið af rófum í henni. En hún var notalega bragðmikil og heit fyrir haustupphafið. Svo komst ég að því að tónleikarnir sem ég var á leiðinni á verða í kvöld en ekki í gærkveldi.

La vita e strano

a presto
Giovanna

mánudagur, ágúst 29, 2005

Elliðárdalurinn orðinn svolítið haustlegur. Gul blöð á blómunum. Við Gummi tókum einn sprett. Hann á línuskautum en ég hlaupandi á eftir. Þurfti nú margoft að stoppa og ganga. En samt. Það er spurning hvort maður fari ekki að setja stefnuna á maraþonið? Ég meina, maður fór nú á skíði í fyrra. Sissisiiss.
Allt að skella á og samt svo margt eftir að gera fyrir haustið. Einhvern tímann ætla ég að hætta að gera, bara að vera...

Segi nú bara svona

A presto
Giovanna
Nonna Gio