fimmtudagur, júlí 15, 2004

Góðir hálsar,hálsakot og Albert minn, jæja, nú er ég á leiðinni norður. Ætla að heimsækja Margréti formann og nú skal lagt á ráðin. Ellegar legið í leti. Fer að sjálfsögðu eftir veðri og vindum. Er reyndar pínu eftir mig eftir gærið en það er allt að koma. Mæli með þessum eftirrétti.

Epli að hætti Isabellu og Tómasar
epli
saffran
sykur
vatn

Vatn sett í pott og sirka tsk saffran og slatti af sykri. Þetta soðið saman og epli afhýdd og skorin og bætt í. Soðið í sirka 5-10 mínútur og kælt. Borið fram td. með þeyttum rjóma.Algjört gúmmelaðe.

a presto

Giovanna

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Jæja hálsarnir mínir og Albert!, nei nei þetta er bara bloggleti. Ekkert annað í gangi. Fór í stafagöngu í gær uppí Elliðárdalinn og er með nettar sperrur í dag. Svona þarf maður lítið. Er núna að undirbúa smámatarboð og klára að þvo þvottinn,það var mega helgi í Galtarlæk um helgina. Léttsveitin mætti og var á annað hundrað manns.... Og á morgun skrepp ég norður í Ásbyrgi og verð framyfir helgi. Sumsé nóg að gera á stóru heimili. Mæli með þessari uppskrift.

Kjúklingabringur með sveskjum

Kjúllabringurnar settar í rauðvín.
Slatti af ediki sett yfir
smá slatti púðursykur
sage
hvítlaukur
sveskjur, epli og apríkósur
ólífur

bakað í ofni í góðan hálftíma.
nammi namm.

a presto

Giovanna