miðvikudagur, maí 21, 2003

Jæja góðir hálsar! Það er sumsé brjálað að gera hjá mér og varla tími til bloggs. Dio mio! Hildigunnur uppáhaldsdóttir mín er sumsé búin að ná stúdentsprófinu og ég er í sjöunda himni þessa dagana. Maður endurlifir þessa frelsistilfinningu á ný. Það verður að halda stóra veislu af þessu tækifæri. Og það er svoleiðis verið að skúra, skrúbba og bóna, og baxa og baka og bráðum verður stúdentskaka. Helgin framundan er eitt stórt partí. Loksins fundum við dressið á dömuna, og ég fann dressið á mig í gær svo við verðum agalega lekkerar mæðgurnar. Látum Gumma mæta afgangi. Hann verður bara í gamla sparidressinu. Bjó til grískan húmus í gær og einhver snúða og bökur og búin að kaupa ostana og svo er bara kaka á dag og restin á föstudag og eiginlega má ég ekki vera að því að skrifa meira í dag því ég þarf að fara að kaupa kampavínið. Hver mínúta framað helgi er skipulögð. Get þó sagt það að þrátt fyrir annir er búin að fara hringinn endalausa einu sinni á dag í þessari viku. Þegar maður gengur í góða veðrinu þá getur maður nefnilega skipulagt daginn og svona......ma
a presto

Giovanna

sunnudagur, maí 18, 2003

Góðan daginn góðir hálsar!

Skítakuldi í dag og ég sem var í kórferð með börnin litlu á Þingvöllum og hélt að nú væri sumarið komið. Við komumst sem betur fer inní Þingvallakirkju og gátum hlýjað okkur þar. Allir voru spenntir að hafa messuna sem lengsta. Aldrei þessu vant. Húktum svo upp við kirkjuvegginn og borðuðum nesti. Vorum fegnust að komast aftur inní rúturnar eftir nokkra upphitunarleiki og syngja í rútunni. Lengi lifi rútubílasöngurinn! En ég gleymdi að hafa nesti með, hélt einhvern veginn að við værum að fara í grillferð í Heiðmörk. Stundum tekur maður ekki nógu vel eftir. Við Gummi fórum á skyndibitastaðinn Magga Dóna og úðuðum í okkur barnagaman á eftir.... Iiiii altsaa..... En .Verð að skrifta. Ég fór engan hring í dag og ekki í gær heldur. Það var svo mikið að gera í gær. Giggin góðu, annað í Hellisgerði með The Light Brigade, sem var alveg yndislegt í sumarveðrinu. Veðrið og garðurinn minnti mig helst á Vallekilde, þarna í hýra Hafnarfirðinum og svo var það Iðnó í gærkvellan með klassískum konum og við sungum endalaust lengi fyrir einhverja kúltúrlausa sölumenn ættaða frá Hollandi. Tókum ekki tulipaner fra Amsterdam en fengum samt standing ovation. Ég held samt að Hollendingar séu vanir að standa upp eftir tónleika. Minnir það. Maður hefur nú oft náð upp meiri stemningu heldur en með þessum hollensku Fordbílasölum...en svona er nú vinnan manns skrýtin. Beibíbeibí...
Mein Gott! Og svo er það vigtin á morgun. Já ég hef ekki viljað tala mikið um þetta svona opinberlega. Þið hljótið að skilja þetta er mikið mál, sérstaklega þegar maður hefur verið að bæta á sig jafnt og þétt í gengum tíðina. Kílóum þ.e.a.s. En nú skal stíga á stokk, eða brjóta blogg og það segist hér með að vigtin skal það vera, einu sinni í viku. Smám saman mun ég byrja að horfast í augu við staðreyndir. Heyr heyr...

a presto

Giovanna