miðvikudagur, maí 21, 2003

Jæja góðir hálsar! Það er sumsé brjálað að gera hjá mér og varla tími til bloggs. Dio mio! Hildigunnur uppáhaldsdóttir mín er sumsé búin að ná stúdentsprófinu og ég er í sjöunda himni þessa dagana. Maður endurlifir þessa frelsistilfinningu á ný. Það verður að halda stóra veislu af þessu tækifæri. Og það er svoleiðis verið að skúra, skrúbba og bóna, og baxa og baka og bráðum verður stúdentskaka. Helgin framundan er eitt stórt partí. Loksins fundum við dressið á dömuna, og ég fann dressið á mig í gær svo við verðum agalega lekkerar mæðgurnar. Látum Gumma mæta afgangi. Hann verður bara í gamla sparidressinu. Bjó til grískan húmus í gær og einhver snúða og bökur og búin að kaupa ostana og svo er bara kaka á dag og restin á föstudag og eiginlega má ég ekki vera að því að skrifa meira í dag því ég þarf að fara að kaupa kampavínið. Hver mínúta framað helgi er skipulögð. Get þó sagt það að þrátt fyrir annir er búin að fara hringinn endalausa einu sinni á dag í þessari viku. Þegar maður gengur í góða veðrinu þá getur maður nefnilega skipulagt daginn og svona......ma
a presto

Giovanna

Engin ummæli: