miðvikudagur, apríl 06, 2005

Góðir hálsar!

allt á fullu við undirbúning tónleika á laugardaginn. Albert mætti og tók þessa í morgun.

a presto

Giovanna

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Góðan dag góðir hálsar!

Rosalega sem ég er upptekin kona eitthvað. Helgin t.d. var ótrúlega upptekin og líka svona agalega vel heppnuð. Eiginlega frá miðvikudegi voru gigg og djömm stórafmæli og heitir pottar og árshátið Léttsveitarinnar og endaði með sunnudagskvöldi sem gestur í þætti Hemma Gunn;það var lagið. Ég legg ekki meira á ykkur. Ég held að það séu komnar myndir á bloggsíðu Alberts frá því! Og nú framundan strangt aðhald og endurhæfing með hjálp míns unga og efnilega Halldórs í Hreyfingu. Það er mikið verk framundan hjá blessuðum drengnum.
Nema hvað!
Á laugardaginn kemur 9. apríl verðum við Los Divos, þe. ég og Signý Sæm með skemmtun í sal F.Í.H. þar sem við ásamt tríói Bjarna Jónatanssonar píanóleikara leikum og syngjum úrvals Weil og gömul íslensk dægurlög sem enginn annar en Trausti veðurfræðingur hefur hjálpað okkur við að finna. Tónleikarnir verða á óvenjulegum tíma. Hefjast kl. 15.30 og standa yfir í um klukkustund. Með Bjarna í tríóinu eru fiðluleikarinn frá Húsavík Hjörleifur Valsson og Gunnar Hrafnsson bassaleikari sem ég þarf að komast að hvaðan drengurinn sá kemur.

a presto

Giovanna