laugardagur, ágúst 20, 2005

Hún fæddist í nótt, Gullfalleg Skúladóttir, kl. rúmlega fjegur...


A presto

la nonna Giovanna

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Góða nótt góðir hálsar, bara má til að setjast við tölvuna áður en ég fer að sofa. Er að leggja allra síðustu hönd á peysuna og húfuna á ófædda krílið litla. Sem minnir mig á húfu guðs. Að vera í húfu guðs. Kannast hlustendur við að vera í húfu guðs?

a presto

Giovanna

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Jæja elskurnar, eða ætti ég að segja góðir l--hálsar? Kannski einum of gróft. Hef það samt á tilfinningunni að það séu meira stelpurnar sem lesi þetta. Bara rigning og frekar rólegt allt saman. Meira svona setið við eldhúsborðið og kjaftað við fólkið sem lítur inn. Ma og pa. Helgi Steinar. Þórdís og Einar og Alla. Bara gott miðað við veðrið ömurlega. Tjaldið sem drengirnir sváfu í um helgina fær bara að rigna niður. Ætla að reyna að koma mér í göngu í kvellan.

a presto

Giovanna

mánudagur, ágúst 15, 2005

Datt í hug að deila því með ykkur, góðir hálsar að hinn eini sanni Clint Eastwood var með okkur vinkonunum í dekri og spa í gær. Verð að viðurkenna að það hressti svolítið uppá okkar annars fersku anda. Í miklu bjartsýniskasti vonaði ég eina mínútu að hann myndi jafnvel bjóða okkur hlutverk í nýrri valkyrjumynd sem við myndum smellpassa í, en við vorum einar níu saman að baða okkur kæruleysislega í (alltíeinuallofgömlum) sundfötunum í fögrum fossinum skreyttum listaverkum Sigurðar Guðmundssonar þegar stjarnan mætti. Næstu mínúturnar liðu í slow motion og við urðum allt í einu hinar flottustu einhvcrn veginn og fléttuðum okkur fagurlega og í hægum hreyfingum inní leikmyndina. Svo þegar sá frægi var horfinn á brott fórum við svo ínni yndislega gufu sem var með stjörnuhimni og myntulykt og flissuðum einsog unglingar.


a presto

Giovanna

sunnudagur, ágúst 14, 2005

góðu hálsar, er að stelast í fartölvu Hildigunnar og Skúla en þau eru ekki orðin mamma og pabbi og ég þarafleiðandi ekki orðin amma ennþá...en bumban stækkar á blessuðu barninu og bráðum kemur betri tíð.... Skú og Hi fengu íbúðina sína afhenta í gær og ég var núna rétt áðan á Hrísateignum að líta á herlegheitin. Ægilega krúttaraleg íbúð og minnir mig á Fjölnisveginn. Það verður gaman að sjá unga parið koma sér fyrir þarna. Ætli þau flytji ekki svona í byrjun október.... Annars er ég að þjóta,verð að fara í dekur og spa í Laugum.

Athuga hvort það sé ekki hægt að hressa uppá tilvonandi ömmu þarna..

a presto

Giovanna