föstudagur, október 24, 2003

Hæ allir góðir hálsar og mjúku hálsakot, rosa streita búin að vera síðustu viku eitthvað. Varla búin að ná mér. Kannski voru það þessar vel heppnuðu æfingabúðir um helgina sem fóru alveg með mig, nú eða þessir velheppnuðu tónleikar á mánudaginn með fallegu kúbugæjunum í frontinum. Mikið voru þeir góðir og sætir... ummm. Sérstaklega þessi trompetleikari!! En snúum okkur að alvöru lífsins. Ég er sumsé búin að pússa speglana og bíð eftir næstu manneskju til að skoða Fjölnisveginn. Er det ikke spændende?

a presto

Giovanna Rossa

fimmtudagur, október 23, 2003

Jæja góðu hálsar og hálsakot, nýjustu fréttir. Nú hringir síminn stanslaust og allir eru að spyrjast fyrir um Fjölnisveginn. Já ég er að fara að selja fallegustu íbúðina í bænum því ég er búin að kaupa hús uppí sveit, nánar tiltekið í Rauðagerði. Ég verð sumsé Giovanna Rossa þótt ég hafi ekki náð í hann Leonardo Rossi þarna um árið á Ítalíu. Svona er lífið. Dans á rósum inná milli. Jæja en nú eru það jólalögin leikin og sungin og ég verð hreinlega að finna skemmtileg jólalög fyrir alla kórana mína. Ég legg ekki meira á ykkur

a presto

Giovanna Rossa