föstudagur, maí 07, 2004

Tilhammara með brúðkaupsammara Helga og Hróðmar. 18ár jezz
Kæru hálsar og hálsakot, ekki slæm hún Ute stelpan sú. Töff kella og flott raddbeiting, þótt á köflun hún færi útí fullmjóan mascara...skiljiði. Og þýska R-ið hennar hreint frábært. Surabaya-Johnny hreint æði. Inspirazione. Sat með Helgu og nokkrum vinum á Sögu á eftir með tilboðið tveir fyrir einn miða. Maður er alltaf að græða svo mikið. Og nú bíður dagurinn með sól og að hitta gamla góða foreldrafélagið úr Bústaðakirkju. Hlakka til.

a presto

Giovanna

fimmtudagur, maí 06, 2004

Og mínir kæru hálsar og hálsakot,

allt að koma, þetta er allt að koma. Upp upp mín sál og viti menn. Ég var rosa dugleg í morgun. Gerði gommu. Planeraði helling alltaf með nýjar hugmyndir. Skrifaði niður. Hitti Möggu Pálma og við áttum saman góða stund með Hildigunni og Maríusi, við eplin og eikirnar sátum á Gráa Kettinum heillengi í morgun. Gaman gaman. Langt síðan ég hef séð Maríus yndið mitt. Alltaf jafn skemmtilegur og frábær. Nú er ég á leiðinni að hitta Tryggva og síðan er það Ute í kvöld.

A presto

Giovanna

miðvikudagur, maí 05, 2004

og kæru góðu hálsar og hálsakot, bara búin að skipta um dekk. Sumsé. Þrátt fyrir vor í lofti og allt...Annars, er ég alltaf á leiðinni í hressingargöngu en kem mér bara ekki út. Það er svo kalt eitthvað, eða ég svo þreytt og syfjuð...Í morgun t.d. ákvað ég að vera rosalega dugleg og taka til og fara svo í bað. Skreppa í göngutúr uppí Elliðárdal og svona bara vera heilbrigð, þið vitið fá mér hressingargöngu dauðans, nú nú og svo ætlaði ég að finna vinkonu mína sem átti afmæli um daginn og svona. Drekka með henni kaffi og fá mér upplyftingu....En hvað geri ég? Ég fór aðeins uppí rúm bara í fimm mínútur og steinsofnaði og rétt náði að setja í uppþvottavél og þvottavél áður en ég lét renna í baðið. Og svo var ég farin að kenna um hádegisbil... Iss og hvað er maður að segja frá þessu.

E la vita cosi

a presto

Giovanna

mánudagur, maí 03, 2004

Góðir hálsar og hálskot,


Í dag gleymdi ég að skipta um dekk. Eða að láta skipta um dekk. Ég gleymdi líka að panta tíma hjá krabbó. Hef ekki munað eftir því síðan ég lá á bekknum í hvíta sloppnum og inn kom dottore og sagði blessuð Jóhanna, hef bara ekki séð þig síðan í menntó. Og svo gleymdi ég að panta tíma fyrir okkur fjölskylduna hjá Sigga tanns. Ég gleymdi hins vegar ekki að borga reikningana og var alveg ógeðslega montin að eiga fyrir þeim öllum. Það er meiriháttar kikk!

En ég ætla að fara að grilla því ég mundi eftir að kaupa mér grill í gær.

a presto
Giovanna

sunnudagur, maí 02, 2004

Góðu hálsar og hálskot, þá er maður pínu þreyttur og lúin eftir helgina, en samt sæll í hjarta. Það er alltaf eitthvað ákveðið kikk að vera búin að æfa heilan dag frá tíu til sex og fara þá og skemmta sér og þó maður syngi þá frá átta til þrjú er einhvern veginn einsog maður hafi aldrei gert neitt annað. Nema hvað fór ég í mínar fyrstu æfingabúðir með drengjakórnum, en í honum eru sirka fimmtán drengir á aldrinum 15-20 (plús eða mínus). Við hófum samæfingu svona uppúr tíu og það verður hreinlega að segjast einsog er það var toppurinn að byrja snemma og eiga allan daginn fyrir sér í ró og næði og bara verið að syngja og engin að flýta sér heim. Síðan voru séræfingar hjá tenórum og bössum og á meðan menn voru ekki á æfingu var þeim fyrirskipað að slaka á eða fara í göngutúra. (Sem flestir hlýddu nú ..) Þá var loka samsöngur og drengjunum haldið á æfingu alveg til sex, en þá mátti líka slaka á. Matur var framreiddur um átta leytið. Ég hélt ég væri búin áðí algjörlega þarna uppúr sex, en einhvern veginn tókst mér að endurnærast með smá lúr og sturtu. Við vorum á miljarðahóteli á Selfoss og þar gekk maður á glæsiflísum frá Ítalíu allan daginn með ítlaskar mublur í herbergjum og svona...og það eina sem minnti mann á að maður var á Íslandi var rokið þegar maður skrapp út af hótelinu í pásum. jú og kaffið náttúrlega, en nema hvað þá upphófst þessi sanna söngskemmtun sem ég þekki svo vel í gegnum Létturnar. Þegar búið er að syngja allan daginn hvað gerir maður þá. Auðvitað syngur maður allt kvöldið og alla nóttina líka. Mér tókst að koma mér í svefn einhvern tíma uppúr tvö eða var það þrjú en mikið er maður þægilega þreyttur eftir svona vellukkaðar ferðir..

meira seinna

A presto

Givoanna Rossa