fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Halló hálsakotin mín, allt í fínu er það ekki? Nema hjá honum Alberti mínum þessari elsku á Fáskrúðsfirði. Haldiði ekki að hann sé ekki að berjast fyrir flygli í franska krúttbæinn sinn. Ég fór þangað með fíre klass í fyrra og flottur flygill var eiginlega það eina sem vantaði uppá að ferðin væri fullkomin. Það er þessi líka yndislega kirkja þarna með geggjuðum hljómburði en því miður píanógarmi. Jæja en annars. Fór norður um helgina. Æðislegt í Varmahlíð. Það var borðað vel og slappað af. fór mas í Trívíal og tapaði illa einsog venjulega. ( Ekkert smá spæld) Skrapp svo á Hofsós og kíkti á vesturfarasafnið og grét svolítið yfir örlögum þessa fólks. Svo skrapp ég líka á Akureyri. Hildigunnur dóttir mín rósamunnur var þar í heimsókn hjá ömmu sinni. Var úthvíld eftir helgina þessa. Annað en eftir helgina á undan sem fór í ættarmótin miklu á Snæfellsnesi. Ætlaði að eyða helginni þeirri á mínu eigin ættarmóti á Lýsuhóli en fann svo skemmtilegra strandamannaættamót á Snorrastöðum og endaði þar.
Já já lífið er dásamlegt einsog segir í textanum og ég er farin að gera ferðir í Elliðárdal að daglegri rútínu. Vonandi næ ég markmiði mínu í kjólinn fyrir jólin, en djísös maður má ekki slappa af í viku eða vikur og þá eru aukakílóin komin...Nei, lífið er hryllilega erfitt það get ég sagt ykkur...
En best að pirra sig ekki á því. Heldur huxa framávið..
Áfram veginn og mæli með Goodbye Lenin og göngu í Elliðárdal.

a presto

Giovanna