föstudagur, janúar 13, 2006

Jæja góðir hálsar, fór í gær í móttöku hjá menningardeild borgarinnar ásamt fríðu fylgdarliði úr Léttsveitinni. Við tókum á móti smástyrk sem við hlutum. Ef maður reiknar styrkinn út miðað við höfuðtölu kórsins sem telur tæplega 130 konur, er þetta nú kannski bara rúmlega átta hundruð krónur á konu en þið vitið; aðalmálið er að vera á blaði, vera með og auðvitað er þetta t.d. ein ferð til Kúbu í vor og svona.( já já bara vera pósó ekkert vanþakklæti.) Stefán Jón Hafstein hélt netta borgarstjóraræðu og einn aðalstyrkhafinn Scola Cantorum (hinn er KaSa hópurinn) söng tvö lög og þvílíkar bjútífúl karlaraddir þar á ferðinni, Benni og Þorvaldur í bassanum og Örn og Gísli hinn magnaði. Sá svo Þóru Passauer úr Vox Academica þannig að þau hafa vonandi fengið einhverja fúlgu. Ræddum svo við ónefnda konu í nefndinni sem var svo hissa að Létttsveitin væri fjölmennasti kór landsins. Já hún hélt sko að kórinn væri svo léttur. Alltaf gaman að segja að við séum þyngsti kór landsins. (Alveg satt og drengjakórinn nær sko ekki átta tonnum) Að móttöku lokinni lá leiðin á kóræfingu, jess og þar beið 1. sópran sem tók miklum framförum í söng á stuttum tíma. Flottar þegar þær föttuðu að syngja úr í eyrun. Frá kardínálahúfu útí eyru. Já já, miklar tilraunir í sópranröddunum en gaman að byrja árið á fallega laginu hans Atla Heimis sem heitir Ásta eins og Ásta Skúladóttir. Ekki spillir skáldskapur Jónasar.
Veistu það Ásta að ástar þig elur nú sólin?
veistu að heimsaugað hreina og helgasta stjarnan
skín þér í andlit og innar albjört í hjarta
vekur þér orð sem sem þér verða velkunn á munni?
Það verður bara gaman að takast á við Kúbuprógrammið, Atli Heimir, Hróðmar, Egill Gunnars og svo Kúbulögin og bítlarnir.

Nóg að gera og læra núna.

A presto

Giovanna

fimmtudagur, janúar 12, 2006

You scored as Goofy. Your alter ego is Goofy! You are fun and great to be around, and you are always willing to help others. You arn't worried about embarrassing yourself, so you are one who is more willing to try new things.

Goofy

88%

The Beast

81%

Sleeping Beauty

75%

Cinderella

75%

Peter Pan

50%

Cruella De Ville

38%

Snow White

38%

Ariel

25%

Pinocchio

25%

Donald Duck

13%

Which Disney Character is your Alter Ego?
created with QuizFarm.com
Jæja góðir hálsar, vaknaði í fyrsta sinn í morgun nokkuð útsofin. Kannski var það bara að hér var loksins til kaffi og það ekta expresso. Ég held ég geti aldrei hætt að drekka þann töfradrykk. Hingað komu í gær Blúsbræðurnir, vinir mínir sætu og góðu, úr kór MH. Það er svo gaman af svona tradisjónum, þeir koma einu sinni á ári, alltaf í janúar fyrir aðalfund Blúsbandsins og syngja fyrir mig lögin sín. Ég fæ svona einkatónleika og má gefa komment á sönginn. Þeir eru fjórir og stundum fæ ég að spreyta mig á að stjórna þeim, en það get ég sagt ykkur í fullum trúnaði að það er auðveldara að stjórna 130 konum en þessum fjórum sætu drengjum.Þeir hafa mjög ákveðnar skoðanir á túlkun laganna. En ég hef samt alltaf jafn gaman af að standa fyrir framan þá og slá taktinn. Repertoire listinn þeirra inniheldur; Logn og blíða sumar sól, Við viljum harðfisk og Käraste bróder.

Guðmundur sonur minn sæti, setti mig í tröllapróf í gær, en ég vildi meina að ég væri partýtröll, en nb. hann svaraði öllum spurningunum...svona er lífið hér á þessu heimili. Hann ræður öllu. Og mér er alveg sama. Maður verður svo umburðarlyndur með árunum.

Ég var í sjokki í gær yfir fréttaflutningi Dagblaðsins og sendi í bræði minni ákorun um að skrifa undir undirskriftasöfnun þar að lútandi. Mér finnst svona myndbirtingar afar vafasamar, hvort sem menn eru sekir eða saklausir. Verst að það þurfi svona alvarlega atburði til að svona fréttaflutningur fái einhverja umfjöllun. Horfði á lok Kastljóss í dagskrárlok og fannst samt eitthvað þreytandi við fréttamennsku stílinn hjá þeim sem óneitanlega var í anda Dagsblaðsins. Allir voða reiðir og létu þung orð falla. Blaðamennirnir voða æstir að reyna að fá viðmælendur til að segja eitthvað krassandi, sem tókst náttúrlega.



a presto

Giovanna

miðvikudagur, janúar 11, 2006



Skáldajötunn


Þú ert nýjungagjarn, tilfinningaríkur innipúki.

Skáldajötunninn er svo opinn fyrir nýjungum á sviði lista og menningar að honum tekst að sjá list út úr óbreyttri skranhrúgu eða einmana slettu á striga. Skáldajötunninn tekur til í herberginu sínu og kallar það listrænan gjörning. Hann er mjög líklega með óskrifaða skáldsögu í hausnum eða óútgefna bók í skrifborðsskúffunni, þ.e. ef hann hefur ekki þegar fengið bók sína útgefna.



Skáldajötunninn lifir fyrir listina og myndi frekar kaupa blek fyrir fjaðurstafinn sinn heldur en brauðhleif þótt hann hefði farið án matar svo dögum skipti. Hann unir sér vel einn með eigin hyldjúpu hugsunum.



Hvaða tröll ert þú?
Þessa síðustu daga, get ég bara alveg hugsað mér að liggja uppí rúmi. Gera sem minnst kannski sofa í mesta falli. Lesa bækur og jæja, förum ekkert nánar útí það. Nema hvað. Vaknaði eldsnemma og ekki til kaffi til að koma sér framúr.Góð ráð dýr. Gerði hafragraut sem var náttúrlega hrein snilld og kom Gumma í skólann. Við erum alltaf á síðustu mínútu og hann er ekki ennþá farinn að ganga í skólann eftir jól. Fór svo í hóptíma í Tónskóla Þjóðkirkjunnar til Jóns Þorsteinssonar sem kenndi okkur hina frábæru þulu da-me-ní-pó-tú-la-be..og ég get ekki beðið eftir því að nota nokkur trikk sem hann kenndi okkur á raddæfingu hjá fyrsta sópran á fimmtudaginn. Ég get ekki lýst því með orðum hvað það er gott að fá nýjar hugmyndir til að spreða á kóræfingum. Það sem þetta endurnýjar mann. En þrátt fyrir skólann þá á ég ósköp eitthvað erfitt með að gera þetta æ þið vitið sem maður þarf alltaf að gera. Ganga frá, setja í vélarnar, þrífa klósettin, taka gluggana, skúra, pússa af, stekkja dúkana. Ég er meira fyrir að elda mat, baka brauð og kjafta, syngja, lesa, og spá og fá hugmyndir ... vantar vinnukonu. Það er kannski málið. Þetta er alveg satt sem Hlín vinkona mín sagði um árið, maður þarf að fá sér konu frekar en mann!

a presto

Giovanna

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Ég er bara búin að drekka þrjá bolla af kaffi. Ég er að trappa mig niður.. Kannski get ég fengið mér bara einn á morgnana einhvern tíma...já maður fær öll fráhvarfseinkennin..Ég er hreinlega mjög skrýtin áður en ég fæ mér fyrsta bollann. Annars sváfum við Gummi yfir okkur, og hann sem átti að fara í miðsvetrarpróf í stærðfræði í fyrsta tíma. Mætti tíu mínútum of seint og var ekki búinn að fá sér morgunmat. Jæja...nú sæki ég drenginn fer með hann í píanótíma og sax og svona... Annars mætti ég hjá Tuma í morgun í stjórnendabekkinn og það var voða notalegt að byrja að stúdera slagið aftur...


A presto ma non troppo

Giovanna

sunnudagur, janúar 08, 2006

Jæja maður er rétt að jafna sig eftir gærið.

Svona líka rífandi fjör. 20 manns, við systkinin með gömlu og svo hin unga og villta kynslóð og lillurnar. Maturinn unaðslegur og mikið sungið. Amma Mu í rosa stuði og við rödduðum báðar í djúpum tóntegundum. Kidda rokkaði feitt á gítarinn og bræðurnir í stuði. Að ekki sé minnst á mínar elskulegu mágkonur. Þær létu nú ekki deigan síga. En sjálfur Guðmundur hélt fagra ræðu í upphafi og við Kidda og Hildigunnur rósamunnur sömdum litlar lausavísur, algjöran leirburð í léttum stíl og skemmtum okkur sjálfar amk. mjög vel. Sá gamli var lekker í jakkanum við keyptum hjá Guðsteini að ég tali nú ekki um þegar hann var búinn að setja upp köflótta trefilinn og húfuna.

Dagurinn í dag fór meira sunnudagsmessurnar, keyra Gumma sax í eina og fara sjálf og syngja í þeirri næstu. Bakaði svo pönsur og hét því að fresta allri megrun framá vor, sitja svo við eldhúsborðið og snakka við Ara og Helgu Har sem litu við í eftirmiðdaginn. Gummi er að byrja í prófum í vikunni og lærði heima í hvað amk fjörutíiu fimmtíu mínútur. Ásta ömmustelpa var með hita í gær og í dag þannig að í fyrramálið verð ég að skreppa til hennar og passa hana á meðan stóra stelpan fer í söngtímann sinn.

Svona er nú lífið notalegt í dag. Á þriðjudaginn byrja allir kórarnir, en á morgun er mikil fundardagur já og svo einn jarðarfararsöngur.

La vita e bella

a presto

Giovanna