sunnudagur, janúar 08, 2006

Jæja maður er rétt að jafna sig eftir gærið.

Svona líka rífandi fjör. 20 manns, við systkinin með gömlu og svo hin unga og villta kynslóð og lillurnar. Maturinn unaðslegur og mikið sungið. Amma Mu í rosa stuði og við rödduðum báðar í djúpum tóntegundum. Kidda rokkaði feitt á gítarinn og bræðurnir í stuði. Að ekki sé minnst á mínar elskulegu mágkonur. Þær létu nú ekki deigan síga. En sjálfur Guðmundur hélt fagra ræðu í upphafi og við Kidda og Hildigunnur rósamunnur sömdum litlar lausavísur, algjöran leirburð í léttum stíl og skemmtum okkur sjálfar amk. mjög vel. Sá gamli var lekker í jakkanum við keyptum hjá Guðsteini að ég tali nú ekki um þegar hann var búinn að setja upp köflótta trefilinn og húfuna.

Dagurinn í dag fór meira sunnudagsmessurnar, keyra Gumma sax í eina og fara sjálf og syngja í þeirri næstu. Bakaði svo pönsur og hét því að fresta allri megrun framá vor, sitja svo við eldhúsborðið og snakka við Ara og Helgu Har sem litu við í eftirmiðdaginn. Gummi er að byrja í prófum í vikunni og lærði heima í hvað amk fjörutíiu fimmtíu mínútur. Ásta ömmustelpa var með hita í gær og í dag þannig að í fyrramálið verð ég að skreppa til hennar og passa hana á meðan stóra stelpan fer í söngtímann sinn.

Svona er nú lífið notalegt í dag. Á þriðjudaginn byrja allir kórarnir, en á morgun er mikil fundardagur já og svo einn jarðarfararsöngur.

La vita e bella

a presto

Giovanna

Engin ummæli: