föstudagur, ágúst 05, 2005

nei nei, bara aðeins smá lína núna, góðir hálsar. Búin að syngja í einni för í dag voða sæt lög, ég er þreyttur og svona eitthvað kúttaraleg sveitarómantík. Guðmundur bróðir og pabbi komu og skelltu fyrir mig einni heilli rúðu í brotna gluggann. Drifu þetta upp með þessum líka krafti drengirnir.. Rúðan var búin að vera brotin ansi lengi. Spá í að hafa ítalskt boð á morgun fyrir elsku bræður mína og mágkonur. Gott fyrir sálina að hafa haustfagnað áður en allt heila klabbið byrjar. Ætla líka að sýna þeim stólana sem ég keypti mér. Keypti mér nefnilega dálitla hamingju í Húsgagnahöllinni. Svona tvo forseta-stóla. Eða öllu heldur áramótastóla. Ég held að Vigdís hafi alltaf flutt áramótaræðuna í svona stól. Annars var ég að drífa mig í búðina fyrir lokun og svo fer ég í matarboð til Kötlu í kvöld.

á ég ekki gott.

a presto
Giovanna


Giovanna

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Halló halló! Er einhver þarna úti? Góðir hálsar! Ég er bráðum búin í fríinu sem er eiginlega búið að vera stanzlaust frí nema þá söngurinn allur, ammælissöngur, jarðarfararsöngur og brúðkaupssöngur og svona eitthvað smá tónleikar hér og þar. Mátulega mikið. Ekki of mikið. Ekki of lítið. Alveg mátulegt. Yndislegt. Ég er annars búin að vera hálfdofin eitthvað uppá síðkastið. Aðeins farin að pæla í vetrinum, samt ekki um of. Skoða músík aðeins. Finn eitt og eitt lag..Tek til í einni og einni skúffu, samt ekki um of...Eigum við ekki bara að segja hæfilegt kæruleysi. Geng uppí Elliðárdal. Alltaf jafn gaman, en aldrei eins. Hlusta á upptökur, stundum æðislegar stundum hrikalegar...Ligg í sænskum sakamálasögum sem Helga vinkona lánaði mér. Dásamlegt að liggja í sófanum og lesa...Næstum búin að prjóna peysuna á lilla baddnið. Horfi á Hildigunni mína verða þéttari og þéttari og bráðum léttari. Hlakka til að verða amma. Gummi er búinn að vera góður í ferðalögunum, stundum gormur en oftast góður. Skúli er besti tengdasonurinn. Finnst brauðið mitt gott. Ég vona að ágústmánuður verði rosalega lengi að líða. Nenni ekki að fara að vinna strax. Ekki þessa hefðbundnu vinnu. Langar að vera í garðinum. Fara í berjamó. Skreppa til útlanda. ... eða þannig.

A presto

Giovanna