þriðjudagur, desember 02, 2003

Kæru hálsar og hálsakot, Komin með aðventukransinn og búin að setja piparkökuna sem Gummi skreytti útí glugga. Mér finnst allt í lagi þótt hann hafi aðeins bitið í hana. Ég var bara svangur sagði drengurinn, eftir að hann var sendur aleinn á jólaföndur fjölskyldunnar í Austó af því að mamman var að syngja á hundrað stöðum. O hvað maður er ómögulegur. Hvenær ætlar þú að fá þér venjulega vinnu mamma, segir Gummi stundum. Ég sé ekki fram á að það verði á næstunni, en hvað veit maður svosem. En fyrsti sunnudagur í aðventu var aðaldagurinn í Bústaðakirkju. Yndislegt kvöld og krakkarnir stóðu sig einsog hetjur. Og svo var æðislegt að koma til Auju og Togga í kakó og kanilvöfflur á eftir. Ég þarf að fá þá uppskrift að netið...

46 dagar þangað til ég fæ Rauðagerðið afhent!

a presto

Giovanna Rossa