mánudagur, júní 28, 2004

Góðan daginn góðir hálsar!
Garðurinn minn nýi er æðislegur. Ekki bara falleg tré og runnar og blóm, heldur Rifsber, rabarbari, graslaukur, kartöflur,lollo rosso, ruccola, gulrætur,mynta og broccoli.
Hér er frábær uppskrift af rabarbarasultu sem er rosalega góð með lambakjeti
ættuð úr Kúabúinu á Ísafirði með smábreytingu

250 gr rabarbari
250 gr sykur
lítill laukur
handfylli af myntu
hálf límóna

laukurinn skorinn smátt og steiktur. Límónan skorin, börkurinn líka, smátt og allt gumsið sett saman og soðið í góðan klukkutíma.

A presto

Giovanna