föstudagur, janúar 16, 2004

Blessaðir hálsar og hálsakot, allt í einu er ég orðin eitthvað svo bjartsýn og ánægð. Ekki síst yfir því að hafa fótbrotnað. Það er nú meiri blessunin. Nei, Pollíönnu var ekki plantað í mig, heldur er þetta alveg dásamleg lífsreynsla. Nú lærir maður til dæmis að biðja um hlutina. Og kemst þá að því að allir eru boðnir og búnir til að hjálpa manni. Það er rosalegt kikk. Svo fær maður þennan líka fína tíma til að huxa og pæla og hausinn fyllist af nýjum hugmyndum. Þá er eitt sem er gott að maður er líka allt í einu alltaf heima hjá sér. Ekki þessi eilífðar skreppa hingað og þangað. Heima er best þið vitið. Og svona. Sumsé. Allt í góðu í dag. Já eiginlega mjög góðu. Sit og skoða ítalska texta sem við ætlum að syngja í vor.

Gaman gaman

a presto

Giovanna



miðvikudagur, janúar 14, 2004

Halló halló góðir hálsar, það lifnaði aðeins á mér við að staulast uppí Fóstbræðraheimili í gær og hitta allar þessar söngglöðu konur þar. Ég ætlaði bara ekki að sofna í gærkveldi því ég var að pæla í vortónleikunum og hvað það gæti nú orðið gaman. En í morgun tókst mér sumsé að sópa inní svefnherbergi og var í góðu svitabaði á meðan. En Kidda frænka var að hringja. Hún og Þórir bróðir minn eru að koma í sjúkravitjun.

Bless á meðan

a presto
Giovanna