þriðjudagur, desember 21, 2004

Góðu hálsar

Ég sá framá að ég meikaði ekki að skrifa öll jólakortin svo ég bendi ykkur á að í ríkisútvarpinu verður lesin jólakveðjan til ykkar og allra landsmanna til sjávar og sveita milli 2-3 og 10-11 á Þorláksmessu.

góðar stundir

a presto

Giovanna

mánudagur, desember 20, 2004

Góðu hálsakotin mín,

Hvernig gengur ykkur að baka Sörur? Er þetta ekki bara tískubylgja sem líður hjá. Ég veit ekki hvort að ég eigi að tala eitthvað meira um þessar Sörur, en við vorum jafnvel að huxa um að gera raunveruleikasjónvarp. Hvernig bökum við Sörur? Helga vildi meina að jafnvel Gísli gamli á Uppsölum hefði ekki boðið uppá þessar, og mér datt í hug hvort maður ætti að nota þær í botna. Bleyta upp í þeim með kaffi eða einhverju sterkara og maka mascarpone osti útá.. Svo Che sará sará? Nýr réttur.. En guð veit að ljót eru Söruhræin mín. Mæli frekar með kardemommubrauði. namm. Það heppnaðist hjá mér.

A presto!

Giovanna

föstudagur, desember 17, 2004

Góðan daginn góðir hálsar

Ég verð hreinlega að viðurkenna, að ég nenni ekki að hafa neitt ofboðslega mikið fyrir þessum jólum! Skiljiði! Það verða bara svona mini-jól. Svo koma jólin alltaf sama hvað á dynur. Tja, maður er náttúrlega búin að baka Sörurnar. Já og í gærkveldinu betrumbættum við Helga uppskriftina hans Jóa Fel. Málið er, að hann setur allt of mikið af möndlum í Sörurnar drengurinn. Hann er með 4eggjahvítur og 260 gr möndlur. En í gær kom hönd Guðs og hellti niður möndlunum þannig að við höfum verið með svona rúmlega 100 gr eftir og þá urðu Sörurnar bæði huggulegri í laginu og lyftust betur. Svolítið mikið mál að hjúpa þessar elskur...Já undirbúningur jólanna segi ég. Maður þarf að baka jólabrauðið. Það er einhver kardimommujólabrauðsuppskrift úr dönsku blaði sem ég á. Það er alveg nauðsynlegt! Já svo fer ég bara í eina bókabúð á Þorláksmessu og kaupi bækur og cd fyrir liðið. Mjög pent og ekki flókið. Kannski kaupir maður einhverjar flíkur svona handa börnunum. Bara fljótlega. Undirbúningur jólanna hjá mér felst kannski frekar aðallega meira í að hlaupa milli jólagiggana og syngja Heims um ból og öll hin jóalögin. Í gær var ég t.d. á Grund með drengjakórnum og í fyrradag á Landspítalanum og á Borgarspítalanum með Léttunum. Stelpurnar mínar sungu í kirkjunni í gær og við Signý vorum að syngja fyrir gamla fólkið þar líka. Svo verður maður náttúrlega að fara í jólagufu og fá ég jólakaffi á morgnana og kveikja á kertinu og svona. Það er ég einmitt að fara að gera. Bara að hugga sig smá...

a presto

Giovanna

miðvikudagur, desember 15, 2004

halló hálsarnir mínir og hálsakot!

Bara heitt inni og mikið búin að baka. Farinn að taka þessi líka ótrúlega tíðu svitaköst. Allt í einu verð ég að vippa mér úr peysu og næstu stundina er mér ofboðslega kalt. Djísös, þetta er þó ekki miðaldraveikin! Ég var einhvern veginn alveg viss um að ég myndi sleppa við hana. Ókei. Ég er þá byrjuð, þá er það vandamál úr sögunni. Nú nú en.Varð náttúrlega að prófa að baka þessar Sörur sem allir eru að baka. Ég vil líka. Helga Har átti uppástunguna og hér í eldhúsinu á leið í köldu geymsluna, er hellingur af góðum Sörum, eini hængurinn er sá að þær urðu vægast sagt afar ólögulegar í laginu. Einsog við vönduðum okkur urðu þær allt of stórar einhvern veginn. Við tókum á það ráð að skera þær í tvennt og hér verða Söruhálfmánar hjúpaðir á morgun.

a presto

Giovanna

þriðjudagur, desember 14, 2004

Góðan daginn góðir hálsar!

Tíminn flýgur einsog fugl. Það verða komin jól áður en maður veit af. Ég elska þetta myrkur núna. Kveikja á kertinu áður en ég fæ mér sterka kaffið mitt. Setjast niður eftir að krakkarnir eru farnir með blöðin. Setja einn sætan Bach á fóninn eða bara Schumann. Láta renna í baðið. Morgunsárið er alltaf best. Mig langar núna mest í freyðivín og ítalska jólaköku en ætla að vera róleg og leggja mig og fara svo í gönguferð uppí dalinn. How about that!

A presto

Giovanna

fimmtudagur, desember 09, 2004

Jæja góðir hálsar,

Mikið óskaplega er gaman að vera að sjá fyrir endann á öllum jólaæfingunum. Fékk algjört bjartsýniskast eftir Dívuæfinguna í gær hjá Léttunum Bara allt í Kína. Og í dag er lokaæfing fyrir lokaæfinguna og je ég gleymi að fá frí fyrir stelpurnar. Jæja. Drífa bloggið af og hringja svo í skólann. Var að syngja í jarðarför og fer í aðra á morgun. Endalaus söngur og kór. Hér verður ekki þrifið, einungis sópað og þurrkað af borðum og sett í þvottavélar. Allt minimun þar til jólasöngvum er lokið. Bara að hvíla sig og slaka á milli. Það var æðislegt í morgun eftir að ég kom Gumma í skólann, fór ég beint undir sæng og svaf til 11. Lella kom í kaffi og náði mér úr bælinu svo að röddin var vöknuð áður en ég söng í jarðarförinni. Og í dag tvær æfingar og svo bara að slaka fyrir morgundívurnar...

a presto

Giovanna

föstudagur, desember 03, 2004

Góðan daginn góðir hálsar!

Ég vaknaði snemma í morgun og í fyrsta sinn í langan tíma útsofin. Dásamleg tilfinning!Fékk mér rótsterkt kaffi og kveikti á kertinu og rás eitt. Það er nefnilega rásin mín. Vakti Guðmund sem svaf í gestaherberginu. Hann ætlar að halda herberginu sínu hreinu fram að jólum og græða 1000 kall, en sefur í gestaherberginu á meðan svo hann drusli þá ekki til í sínu. Hildigunnur söng með Hamrahlíðakórunum í gær með Sinfó og ég fékk ekki miða.Uppselt. Hlustaði grannt á í útvarpinu og var grútspæld að vera ekki á staðnum. Hildigunnur hringdi í hléinu og sagði mér að það væru laus sæti. Gummi var þá kominn á handboltaleik í Víkingsheimilinu, ég þangað og fékk hann út með mér í miðjum leik en það var ekki nokkur leið að koma honum á tónleikana, þannig að ég gafst upp á því og mátti hlusta áfram í útvarpinu. Dásamleg tónlist. Gæsahúð og vellíðan. Ég bakaði lakkrístoppa á meðan ég hlustaði og svona. Var annars á kóræfingum í gær og loksins tókst mér að komast í gegn um þetta Dívu-verkefni sem framundan er. Mikill nótnapappír og vinna við að komast í gegnum síðurnar en músikin er alls ekki svo flókin þegar maður hefur komist í gegnum það. Lágnættið líður áfram svona einsog lífið. Mér hefur tekist að koma út fyrstu 500 eintökunum en betur má ef duga skal. Ég kynni geisladiskinn á laugardag hjá Menningar- og friðarsamtökum kvenna í MÍR salnum og einnig hjá SÖLKU í Iðu á laugardag og hjá Alberti í Jólaþorpinu á sunnudaginn. Margar upphringingar og tölvupóstar hafa glatt mig síðustu daga. Liggur við að mér sé um og ó við hrós og skjall. Þá eru margir sem hafa séð myndbandið á Skjá einum við Dóma heimsins, en vinkona mín hún Garún, Guðrún Daníelsdóttir á heiðurinn af því verki öllu saman. Hún er algjört yndi, stelpan sú. Ekki meira að sinni!

a presto

Giovanna


mánudagur, nóvember 29, 2004

Halló góðu hálsar og hálsakot!

Það var mikið um dýrðir á aðventukvöldinu í Bústaðakirkju í gærkvöldi. Öllum kórum kirkjunnar tjaldað og ég átti (segi og skrifa átti) rúmlega 80 börn þarna í hópnum. Þetta er alltaf æsispennandi kvöld hjá mér og aðalhátíð kirkjunnar. Krakkarnir voru mætt uppúr sex og hituð kl. hálfsjö og þá var þegar farið að fyllast allt af fólki í kirkjunni þótt að tónleikarnir sjálfir byrjuðu ekki fyrr en átta. Stóru börnin þurftu svo að bíða til hálfníu eða eftir að stormandi stólræðu forsætisráðherrans var lokið, til að koma fram. Öll strollan stillti sér upp, Englakór og Barnakór, Bjöllu-og bongósveitin, Stúlkna-og Kammerkórinn. Og til að krydda tilveruna söng svo Kirkjukórinn með þeim lokasöngvana. Leið yfir eina, önnur fékk magakveisu og sú þriðja sjokk af veseninu í hinum. En allir sungu vel og lifðu 1.kvöld aðventunnar af. Eftir að allir voru farnir og búið var að ganga frá í kirkjunni vorum við Gummi ( sem spilaði í bjöllusveitinni) gjörsamlega aðframkomin af hungri, skelltum okkur á Dóminós og fengum okkur tvennutilboð. Algjör antiklímax. Ég meina, að kveikja á aðventukransinum með pizzusneið og kókglas.

Má ég nú ekki frekar biðja um kakó og kanelvöfflu!



a presto

Giovanna

föstudagur, nóvember 26, 2004

Góðir hálsar!

Þetta náttúrlega gengur ekki. Haldandi út bloggsíðu. En nú er ég líka komin með heimsíðu www.vortex.is/johanna og mæli bara með að þið kíkið á hana. Hugsanirnar tengjast lágnættinu óneitanlega þessa dagana. Og þó. Það varð smápása eftir að ég dreifði fyrstu 500 eintökunum og nú rétt áðan bættust við 1000 stykki þannig að ég fékk nettan magasting. Halda áfram . Söng á miðvikudagskvöldið síðasta á útgáfuhátíð Sölku sem var bæði fjölmenn hátíð og skemmtileg. Þar var lesið upp úr mörgum skemmtilegum og áhugaverðum bókum og ég fékk ma. Hinsegin hollráð fyrir svoleiðis karlmenn og er búin að skemmta mér heil ósköp yfir lestri hennar. Aðrar spennandi bækur var Rigning í nóvember eftir Auði Ólafsdóttur sem mig langar helst til að lesa í dag í rigningunni. Skemmtilegur pistill inná Sölku eftir Kristinu Ómarsdóttur.

Hin árlega aðventuhátíð í Bústaðakirkju verður á sunnudaginn. Mín 100 börn og unglingar munu syngja og leika jólalög og svo mun Kirkjukórinn syngja eina litla sæta Bach kantötu. Nú kemur heimsins hjálparráð. Ég kemst í algjört jólaskap strax á sunnudagskvöldið og er búin að taka upp aðventukransinn.

og svo segi ég og skrifa
a prestissimo

Giovanna Valgardi

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Góðir hálsar!

Velti því fyrir mér hvort ég komist yfir allt sem ég þarf að gera þessa dagana. Þyrfti að sprauta mig aðeins niður. Ætla slappa af í baði í kvöld og taka sauna og svona. Vera meira í te-inu. Þyrfti að vara í svett hjá Nonna einsog http://skirdie.arnlaugsson.com dóttir mín gerði um daginn.


a presto
Giovanna

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Góðir hálsar, fór á vit ævintýranna í skóginum í morgun og lét mig dreyma um nýtt líf í nýju landi. Skógurinn minnir mig alltaf á Svíþjóð. Mærkeligt nok! Ísafjarðarferðin var örferð í lofti. Hringsóluðum í klukkutíma en gátum ekki lent vegna veðurs. Í staðinn varð laugardagskvöldið eitt það rólegasta í manna minnum.

a presto
Giovanna

föstudagur, október 29, 2004

Góðan daginn góðir hálsar! Eða bara háls!

Dagar verkfalls á enda. Sem betur fer! Drengurinn aftur í skólann og svona. Allt komið á hvolf hér eftir verkfallið. Vakið um nætur og sofið frameftir öllu! Jæja ég þarf að vera mætt i vinnuna eftir hálftíma. Ég meina framkvæmdarstjóri Valgardis má ekki vera of sein. Já og viðtal við Hildi Helgu á rás eitt í splunkunýjum þætti. Og Ísafjörður um helgina.

a presto
Giovanna

fimmtudagur, október 28, 2004

Halló hálsakotin mín í kuldanum úti!

Fékk kraftinn aftur í dag og fór í örferð upp í Ríkisútvarp og dreifði Lágnætti. Nú er spurningin hvort það fær einhverja spilun næstu daga??? Hringdi í Skífuna og reddaði samningi einnig hjá Mál og menning sem er með Pennann og Eymundsson. Hagkaup á morgun og Bylgjan. Þarf að fara að panta fleiri cd-a. Fyrsta prentun að verða búin.

a presto

Giovanna

þriðjudagur, október 26, 2004

Halló elsku hálsarnir mínir og takk fyrir síðast!

Ég var bara svona rífandi lukkuleg með helgina. Troðfyllti salinn í F.Í.H. og seldi diska á hæl og tá. Grillað partí á eftir með ostum og rauðvíni og breytti ostaboði í matarveislu þar sem ég átti nokkur kryddlegin hjörtu inní ísskáp og gat eldað fyrir 200kall handa 20 manns, eða amk 12. ef ég man rétt. Skellti mér síðan í tvær messur á sunnudaginn og endaði á morðóða rakaranum um kveldið og skemmti mér konunglega.


Kryddlegin hjörtu

takið úr frysti á fimmtudegi
á föstudegi má skera alla sjáanlega fitu af hjörtunum
og leggja í hvítlauk, engifer, lauk, púrru og ef þig eigið eitthvað rauðvín sem þið viljið losna við má bæta á hjörtun.
Sage er gott eða timian eða eitthvað svona grænt krydd líka.
á laugardegi má svo steikja lauk og hjörtun og bæta kryddleginum útí. Ég fann þarna bláberjasultu sem ég skellti oní, meira rauðvín, dós af sýrðum rjóma og hálfan hvítkálshaus skar ég oní líka. Og sauð síðan með basmati hrísgrjón. Ekkert slæmt, alls ekki.

a presto

Giovanna

miðvikudagur, október 20, 2004

Halló allir góðir hálsar!

Það verða útgáfutónleikar í húsi FÍH, Rauðagerði á næsta laugardag kl. 16.00. Hin ljúfa vetrarplata, Lágnætti verður kynnt þar. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur á píanó, Tómas R. Einarsson á bassa, Erik Qvick á trommur og Hildigunnur Einarsdóttir mun bakradda móður sína.. Einstakt tækifæri til að sjá mægður syngja.

a presto

Giovanna

þriðjudagur, október 12, 2004

Halló góðu hálsar!

Ég er rétt að ná mér eftir Neskaupsstaðarævintýrið.Mundi reyndar þegar ég kom þangað að ég hafði komið þangað áður. Það var fyrir 16 árum og kannski var ég bara að reyna að gleyma því. En það var þrælgaman að komast austur og bandið var náttúrlega geggt flott. Unglingarnir voru brjálaðir og kveiktu vel í okkur gamlingjunum. Ósköp var það eitthvað notalegur fílingur.

Og nú er maður komin í létta biðstöðu. Ég er orðin óskaplega stressuð að bíða eftir að danskurinn svari mér með leyfi fyrir tvö lög á cd-inum. Altsaa allt stoppar á meðan. Jæja sjáum til. Spyrjum að leikslokum.

A presto

Giovanna

laugardagur, október 09, 2004

Halló allir góðir hálsar og hálsakot,

Það þýðir náttúrlega ekki að halda úti bloggsíðu og skrifa svo bara ekkert. En veit að þið hafið fylgst vel með skrifum í dagblöðunum og vitið allt um útskeifa skóböðulinn. Je beibSvo er ég á leiðinni til Norðfjarðar í fyrramálið en þangað hef ég aldrei komið áður. Fer með fríðum karlaflokki með sjálfan Íslandsbassann í broddi fylkingar. Ætlum að spila fyrir dansi í Egilsbúð. Gvuð hvað þetta verður spennó. Skrifa meira eftir helgi.

Ci vediamo a presto

Giovanna

miðvikudagur, september 22, 2004

Halló allir góðir hálsar! Til hammara með ammara Katla mín dag og Bimbs í gær! Allt á milljón skilljón.

a presto Giovanna

sunnudagur, september 12, 2004

Jæja góðir hálsar. Einn slappur háls hér. Haustið hrundi yfir mig með slíkum látum að ég forkelaðist illa og er ennþá kvefuð. Verst var ég þó á föstudaginn en þá þurfti ég einmitt að syngja í jarðarför. Mikið var gott að vera með sauna hema hjá sér þá. Sauna er fyrir söngkonur! Skellti mér í sauna og var sönghæf eða þannig í förinni og svona. Ég held að þetta Bjarkardæmi hafi alveg farið með mig. Fór austur í Vík í Mýrdal, nánar tiltekið á Hjörleifshöfða með Björk og fríðu fylgdarliði til að aðstoða lítil frændsystkini í videói. Stóð svo í í marga klukkutíma í roki og stjórnaði einsog ég ætti lifið að leysa. Kom svo heim og beint á æfingu og síðan beint á Maríus Sverrisson með Sinfó sem var yndisleg upplifun. Æi hann er svo yndislegur drengurinn... Rétt komst heim og í bælið góða. Dio mio! Allt fyrir listina! Í gær var ég með raddpróf hjá Léttum og satt best að segja var það ofboðslega gaman. Maður er alltaf með svo þykkan hljóm þegar maður hefur allan kórinn fyrir framan sig. Ég hef stundum líkt þessum hjómi við lopapeysu. En þær eru svo margar fallegar og hlýjar og vel prjónaðar! og svo leynast þarna þvílíkar söngpípur inná milli. Gaman gaman. Ég fer að hafa þetta oftar. Nú nú svo var það Dísin góða. Fór á hana á mánudaginn. Æðisleg mynd. Get ekki beðið eftir næstu. Silja er frábær....

a presto
Giovanna

miðvikudagur, september 08, 2004

Halló elsku hálsarnir mínir.

Ég fór á Dís í Regnboganum í gær með Gumma og Helgu Har og skemmti mér alveg konunglega. Sæt mynd um sæta stelpu og ég samsamaði mig gjörsamlega við Dísina. Svo voru nú kunnugleg andlit sem voru á skjánum. Ekki einungis léttsveitardömur til hægri og vinstri heldur minn eigin sóknarprestur sr. Pálmi. Æi hvað ég hlakka til að sjá hvað Silja gerir við Léttsveitarupptökurnar.... Nú annars er einhvern veginn allt brjálað að gera. Allt á trilljón..

heyrumst

a presto
Giovanna

þriðjudagur, september 07, 2004

Já og til hammara með ammara Þórir bróðir minn!
Halló hálsarnir mínir og Albert! Og takk fyrir síðast elsku Albert minn. Það var alveg yndislegt vinkonupartíið þitt. Ég verð nú að segja að þessar vinkonur þínar komu mér algjörlega á óvart. Þær voru svo hryllilega skemmtilegar og sætar. Je beib. Og veitingarnar og skreytingarnar og allt. Je hvað þetta var geggjað.
Nú annars er ég hér í kirkjunni. Allt á fullu og starfið farið af stað. Bjöllu-og bongósveitin var velskipuð skemmtilegum strákum og englakórinn og barnakórinn byrjuðu í gær líka og lofa góðu. Svo skrapp ég um helgina á Arnarstapann en þangað hef ég nú bara ekki komið í þrjátíu ár. Segi og skrifa 30 ár. Sissisiss! Og þar voru vinkonur og veitingar og skreytingar. Jedúddamía hvað maður hefur það gott.

a presto
Giovanna

miðvikudagur, september 01, 2004

Jæja góðir hálsar.
Ég hlakka rosa til að sjá hverjir verða hjá mér í Barna-og Unglinagakórunum í vetur... Nú er allt að byrja að nýju og innritun sennn að hefjast eða á slaginu þrjú í dag...Vona að ég nái pestinni úr mér fyrir helgina svo ég komist vestur á Snæfelllsnesið...


a presto
Giovanna

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Halló hálsarnir mínir!

Til hammara með ammara Bökka. Hlakka til að fara í veislu í dag.

Já og ég gekk í morgun. Líka í gærmorgun. Einn hring í dalnum. Þori ekki að fara í draugasögugönguna í kvöld. Annars bara gaman. Hitti Bjöllukórinn minn í gær. Við erum að fara að vinna fyrir sjálfa Björku Guðmundsdóttur. Segi og skrifa Björk. Kórinn var ekki á jörðinni í gær. Dio mio hvað það er gaman. Janet vinkona er í losti útaf þessum fréttum líka!!

Fékk svo cdinn minn í gær grófmixaðann og er að reyna að hlusta á hann á hlaupum.

a presto

Giovanna

föstudagur, ágúst 20, 2004

Halló hálsar góðir! Búin að taka upp heilan cd með snillunum Öllu og Tomma og einum Eiríki hraða sænskum gæðatrommara. Það verður Lágnætti. Svo skemmti ég mér óskaplega vel í gær á Happy End, og þar stóð uppúr stjarna kvöldsins hún Vala Guðnadóttir, mágkona hennar Jóhönnu Guðmundu frænku minnar. Strákarnir voru misgóðir en Sigtryggur Baldurssson lék býsna vel og setti þokkalega svip á sýninguna. Stelpurnar voru betri, svona sönglega séð en strákarnir voru sætari.... Nema hvað. Janet hin enska vinkona og píanóleikari frá Huddersfield en væntanleg í kvöld og í fyrramáli ætla ég að skreppa norður á Hólmavík og vita hvort það eru einhver ber þarna á Ströndunum.


a presto
Giovanna Rossa

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Góðan daginn hálsarnir mínir.


Bara allt í fínu í dag. Gott veður og fór í dalinn í morgun, var kerlingin með stafina rétt einu sinni enn. Fór svo í sund og tók af mér pund. Annars er lífið hreint dásamlegt þegar sólin skín svona glatt. Og allt í einu er ég komin á fullt að skipuleggja framtíð nokkurra kóra hér í bæ. Ég held að þessi vetur verði mega skemmtilegur á þeim vígstöðvum.

Hvernig er Lágnætti sem heiti á cd. Er það nokkuð söluvænt?

a presto
Giovanna

mánudagur, ágúst 09, 2004

Jæja hálsakotin mín, alltaf verið að blogga hér. Ég fór á gay pride á laugardaginn með Gumma og fylltist mikilli gleði yfir að sjá hvað það voru margir í göngunni. Hélt geggjað matarboð eftir að ég var búin að hlusta á Hiddu rokk og Kiddu rokk spila í Homoz with tha Homiez. Fannst einhvern veginn að mín stórfjölskylda væri búin að yfirtaka gaypride-ið. Tómas Þórðarson frændi okkar var að syngja og Maríus finnst mér vera í stórfjölskyldunni líka. Maríus var æði náttúrlega. Hann er svo sætur og flottur drengur. Og syngur brjálæðislega vel. Tómas var góður líka. En langbestar auðvitað Kidda, Hidda og hinar...( eða hverjum þykir ekki sinn fugl fagur?) Bara fjör. Ég var í eldhússtuði á föstudagskvöldinu og var búin að búa til indverska neglukássu og baka marens og fleira. Held það hafi aldrei fyrr setið 15 manns við borðið okkar. Þröngt mega sáttir sitja. Partíið lognaðist útaf klukkan fjegur um nóttina. Ég er eiginlega ennþá í stuði. Búin að ganga minn hring í dalnum og skrifa fyrir Albert. Hver er Albert eru allir að spyrja. Ég segi nú vitiði ekki hver Albert er?


a presto

Giovanna

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Halló hálsakotin mín, allt í fínu er það ekki? Nema hjá honum Alberti mínum þessari elsku á Fáskrúðsfirði. Haldiði ekki að hann sé ekki að berjast fyrir flygli í franska krúttbæinn sinn. Ég fór þangað með fíre klass í fyrra og flottur flygill var eiginlega það eina sem vantaði uppá að ferðin væri fullkomin. Það er þessi líka yndislega kirkja þarna með geggjuðum hljómburði en því miður píanógarmi. Jæja en annars. Fór norður um helgina. Æðislegt í Varmahlíð. Það var borðað vel og slappað af. fór mas í Trívíal og tapaði illa einsog venjulega. ( Ekkert smá spæld) Skrapp svo á Hofsós og kíkti á vesturfarasafnið og grét svolítið yfir örlögum þessa fólks. Svo skrapp ég líka á Akureyri. Hildigunnur dóttir mín rósamunnur var þar í heimsókn hjá ömmu sinni. Var úthvíld eftir helgina þessa. Annað en eftir helgina á undan sem fór í ættarmótin miklu á Snæfellsnesi. Ætlaði að eyða helginni þeirri á mínu eigin ættarmóti á Lýsuhóli en fann svo skemmtilegra strandamannaættamót á Snorrastöðum og endaði þar.
Já já lífið er dásamlegt einsog segir í textanum og ég er farin að gera ferðir í Elliðárdal að daglegri rútínu. Vonandi næ ég markmiði mínu í kjólinn fyrir jólin, en djísös maður má ekki slappa af í viku eða vikur og þá eru aukakílóin komin...Nei, lífið er hryllilega erfitt það get ég sagt ykkur...
En best að pirra sig ekki á því. Heldur huxa framávið..
Áfram veginn og mæli með Goodbye Lenin og göngu í Elliðárdal.

a presto

Giovanna

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Elskurnar mínar, hálsakot og Albert!

Ég er komin með appelsínuflekkótta fætur! Hvílík hörmung og möller! Fékk mér brúnkukrem í æðiskasti á leiðinni til Ítalíu í vor og hafði svo aldrei tíma til að bera þetta á mig. Fyrr en í gær. Sem aldrei skyldi verið hafa. Var í mestu rólegheitunum að bera á mig í  gærmorgun. Ætlaði nefnilega að tjalda buxnapilsi og fannst fæturnir bleikar og eitthvað hálf lummulegar. Vandaði mig æðislega við að bera á mig . Ætlaði virkilega að slá í gegn berfætt. Skyldi ekki hvað fólkið í Kringlunni og á öðrum opinberum stöðum sem ég rakst inná í gær,  horfði rosalega á eftir mér. Hélt kannski að ég væri svona lekker...Fyrr en í morgun. Þegar að appelsínuflekkirnir blöstu við mér. Kunniði annars ráð við þessu?

a presto
Giovanna
 


miðvikudagur, júlí 21, 2004

Góðir hálsar og hálsakot,

Gummi svaf í tjaldi með Hilmari vini sínum í fyrrakvöld. Þeir fengu að tjalda litla tjaldinu útí garði.  Drengirnir borðuðu kvöldmat inní tjaldi og svo voru þeir að spjalla og lesa Andrésblöð og borða popp í tjaldinu frameftir öllu. Þeir vöknuðu kl sex og voru búnir að vera vakandi í góða tvo tíma áður en ég vaknaði. Ofsa kátir og glaðir. Fengu svo að fara einir í strætó í gamla skólann sinn Austó og vera á flakkinu í bænum í gær.  Gummi er kominn á sitt fyrra unglingaskeið finnst mér. Hann hætti ekki að nölla fyrr en hann fékk minn síma ( sem var gamli síminn hennar Hildigunnar)  og ég fékk aftur gamla símann minn ( sem er hálfónýtur ) síðan fékk hann 500 króna inneign og var að panta ný lög í símann sinn og var alsæll frameftir kveldi. Samþykkti að hjóla með mér í Elliðárdalinn og fara með léttunum í göngutúr, en var orðinn ansi þreyttur um sjöleytið svo við fórum í göngutúrinn fyrr og hittum engar Léttur, mér til leiðinda. Drengurinn var sofnaður fyrir tíu og sefur enn. Vildi ég væri níu líka... 

a presto
Giovanna

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Jæja var ég að klúðra blogginu.. Reyndu aftur og góðan daginn góðir hálsar og Albert minn franski! Ég var að koma af hjara veraldar. Segi og skrifa hjaranum, því ég fór alla leið á Melrakkasléttuna fögru. Ó hvilík náttúruperla. Ég held ég verði ekki söm eftir þessa góðu ferð.
Amen....Hér kemur uppskrift af fjallagrasabrauði og maður getur td. fengið sér fjallagrösi í gönguferð frá Hólmatungum til Hljóðakletta. Je beibs maður er nú búin að leggja ýmislegt á sig í sumar!!
 
Fjallagrasabrauð
 
1 lúka af fjallagrösum
1/2 líter af mjólk eða léttmjólk
1 msk af púðursykri
1 tsk salt
1 pakki af pressugeri
2 lúkur af haframjeli
sett í hrærivélina eftir að mjólkin hefur verið hituð í örbylgju í eina mínútu. Þá er bætt við hveiti þar til deigið er orðið mjúkt sem barnsrass.
 
bakað eftir að deigið hefur hefast þar til bakað...
 
a presto
Giovanna

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Góðir hálsar,hálsakot og Albert minn, jæja, nú er ég á leiðinni norður. Ætla að heimsækja Margréti formann og nú skal lagt á ráðin. Ellegar legið í leti. Fer að sjálfsögðu eftir veðri og vindum. Er reyndar pínu eftir mig eftir gærið en það er allt að koma. Mæli með þessum eftirrétti.

Epli að hætti Isabellu og Tómasar
epli
saffran
sykur
vatn

Vatn sett í pott og sirka tsk saffran og slatti af sykri. Þetta soðið saman og epli afhýdd og skorin og bætt í. Soðið í sirka 5-10 mínútur og kælt. Borið fram td. með þeyttum rjóma.Algjört gúmmelaðe.

a presto

Giovanna

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Jæja hálsarnir mínir og Albert!, nei nei þetta er bara bloggleti. Ekkert annað í gangi. Fór í stafagöngu í gær uppí Elliðárdalinn og er með nettar sperrur í dag. Svona þarf maður lítið. Er núna að undirbúa smámatarboð og klára að þvo þvottinn,það var mega helgi í Galtarlæk um helgina. Léttsveitin mætti og var á annað hundrað manns.... Og á morgun skrepp ég norður í Ásbyrgi og verð framyfir helgi. Sumsé nóg að gera á stóru heimili. Mæli með þessari uppskrift.

Kjúklingabringur með sveskjum

Kjúllabringurnar settar í rauðvín.
Slatti af ediki sett yfir
smá slatti púðursykur
sage
hvítlaukur
sveskjur, epli og apríkósur
ólífur

bakað í ofni í góðan hálftíma.
nammi namm.

a presto

Giovanna

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Góðan daginn góðir hálsar fyrst að sólin skín ekki þá er eins gott að vera bara við tölvuna í smátíma. Ekkert sérstakt bara allt ágætt dag. Ég er búin að vera hér með góða gesti. Fyrst kom hún Íris við Vatnið, Iris Dell'Acqua, gamall kennari minn frá London og Manchester. Ég hef ekki hitt hana í fimmtán ár og var búin að gleyma hvað hún er skemmtileg. Svo ótrúlega vill til að hún er með annan íslenskan nemandi og er sú einnig Þórhallsdóttir og heitir Björg. Hún er ættuð frá Akureyri og fór reyndar einnig til Manchester í sama skóla og ég. En nb! við þekktumst ekkert. Svo var ég fyrir hvað tveimur eða einu ári í London og hitti þessa Björgu í veislu nokkurri og fer að ræða við hana og viti menn er hún ekki í tímum hjá henni Irisi. Svona er heimurinn lítill. Jæja, en ég sýndi henni Iris dómana sem ég hafði nýlega fengið senda frá Olgu vinkonu minni um Léttsveitartónleikana í Piacenza og hún hafði hreinlega aldrei séð eins fína dóma. Svo ég spyr... er eitthvað í gangi? Annars var æðislegt kvöld með Elsu vinkonu en við fórum að lokum í gufubað á sænska vísu sem ég hef ekki kynnst fyrr.. Nánar um það síðar. Gummi þarf að komast í tölvuna.


a presto

Giovanna

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Góðir hálsar, góðan dag, ég komin úr einni af þessum skemmtilegu ferðum vestur til Ísafjarðar. Ég hóf ferðina á miðvikudaginn og fór á fjórum tímum í Vatnsfjörð á Barðaströndinni.(..ég er svo röskur dræver.) Þar hófst mikið fjör í húsi Jóns Baldurs Blúsmanns og smám saman fylltist húsið af Blúsmönnum og bínum,öðru skemmtilegu fólki og góðum mat og víni og söng. Tónleikar haldnir á útipalli og farið í pott með berum bleikum mönnum og ég legg ekki meira á ykkur...Þá var ferðinni heitið á Ísafjörð og alltaf einhvern veginn blíðskaparveður þar. Ekki var leiðinlegt í Kúabúinu enda hefur það aldrei verið svo og við beint í saltfiskverkun og jú húsið fylltist af saltfisktónlistarmönnum og matreiðslufólki og áfram var sungið og spilað og borðað og drukkið og fjörið hélt áfram í Tjöruhúsinu á laugardeginum. Alltaf svolítið erfitt að lenda eftir svona gleði gleði gleði. En sem betur fer er Elsa nokkur Hansen vinkona mín búsett í Svíþjóð að koma svo það er alls ekki víst að ég þurfi að lenda...já og hún Iris við Vatnið gamli kennarinn minn að mæta frá Lundúnum í dag. Eins gott að gleyma ekki að syngja í jarðarförinni uppúr hádegi. Nei ég segi svona....
a presto

Giovanna

mánudagur, júní 28, 2004

Góðan daginn góðir hálsar!
Garðurinn minn nýi er æðislegur. Ekki bara falleg tré og runnar og blóm, heldur Rifsber, rabarbari, graslaukur, kartöflur,lollo rosso, ruccola, gulrætur,mynta og broccoli.
Hér er frábær uppskrift af rabarbarasultu sem er rosalega góð með lambakjeti
ættuð úr Kúabúinu á Ísafirði með smábreytingu

250 gr rabarbari
250 gr sykur
lítill laukur
handfylli af myntu
hálf límóna

laukurinn skorinn smátt og steiktur. Límónan skorin, börkurinn líka, smátt og allt gumsið sett saman og soðið í góðan klukkutíma.

A presto

Giovanna

laugardagur, júní 26, 2004

Góða kveldið góðu hálsar, eða ætti ég að segja góða nótt, Ég er löngu komin frá Ítalíu en það er búið að vera eitthvað að minni elskulegu tölvu. Sumsé. Þess vegna hef ég ekki bloggað. Ég þurfti m.a.s. að fá neyðarfund með henni Maríu erkiengli, sem kenndi mér trikkið, eftir að hann Skúli minn var búin að kíkja á tölvuna. Leikur ekki lánið við mig? Ég er umkringd góðu fólki. Ég er búin að vera að ná mér eftir Ítalíuferðina. Hún var afar skemmtileg, bæði fyrri og seinni hlutinn, en nokkuð ströng fyrir mig. Seinni parturinn þ.e. fararstjórajómfrúrferðin var alveg gasalega spennandi. Í fyrsta lagi vissi ég ekkert útí hvað ég væri að fara, en var svo heppin að Átthagakór Strandamanna, reyndist vera skemmtilegur félagsskapur. Léttsveitarparturinn var algjört bíó, ótrúlega skemmtilegir staðir að syngja á. Ég mæli með hótelinu okkar við Garda vatn Poiano sem má finna á netinu.Þangað kem ég vonandi aftur og þá með alla famelíuna takk fyrir. Reyndar er ég farin að plana Unglingakóraferð þangað aftur næsta vor. Ídeal að skreppa svo í Gardaland með börnin. Sumsé. Ég er komin heim og byrjuð á stafagöngu þarna í Elliðárdalnum fagra.

a presto
Giovanna

laugardagur, maí 29, 2004

Elsku hálsar og hálsakot, ég fór í stúdentsveislu í gær hjá systkinunum Jóa og Röggu, Bökku og Daddabörnum. Æi það var svo gaman. Hvílíkt fjör og hvílíkar veitingar. Nammi namm. Kökurnar sem hún Björk gerir eru æði. Og í dag verður brúðkaupsveisla aldarinnar ( amk. í minni famílíu.) Jóhanna litla frænka mín Guðmunda Þórisdóttir og Guðni Guðnason ætla að láta pússa sig saman í Háteigskirkju. Ég held þetta verði amk. þriggja klúta brúðkaup... Og svo fer ég til Ítalíu á morgun.
je minn eini hvað lífið er spennandi!

A presto
Giovanna Rossa

miðvikudagur, maí 26, 2004

Góðan daginn góðu hálsar, Haldiði ekki að hann Bjössi rafvirki hafi bara dúkkað upp í morgun. Ég sagði honum að sjónvarpið væri að koma og þá stökk hann til. Svona er lífið. En annars bara tel ég niður til Ítalíu. 10, 9, 8,osfrv. Guðmundur er með vinahóp hér í dag sem var frestað sumsé um tvo daga. Eilíft fjör. Hér er Hildigunnar síða. Hún er að fara í inntökupróf í söngskólanum á morgun. Spennandi.

A presto

Giovanna Rossa
eða
Hannah Valentino

þriðjudagur, maí 25, 2004

Góðan daginn, góðir hálsar og hálsakot, ég er að fara til Ítalíu og í mörg horn að líta. Volare, cantare, pensare, comprare, non dimenticare. Mamma mia....

a presto
Giovanna Rossa
.. og Hildigunnur er komin með nýtt blogg

mánudagur, maí 24, 2004

Halló allir mjúkir hálsar og hálsakot, ég lifði af Eyjaferðina. Annsi mikið um sjóveiki á leiðinni út (fjórir sem ældu ekki), en ég og börnin skemmtum okkur laglega í Eyjum. Þær eru eitthvað svo hrífandi. Gistum á Hamri sem var frábært hótel (miðað við verð...) Lúðrasveitin spilaði ljómandi í Barnaskólanum í Eyjum. Svo fórum við í ógleymanlega ferð í kringum Vestmannaeyjar. Það gaf aldeilis á bátinn og litlu peyjarnir hlógu á meðan við gamlingjarnir héldum okkur fast. En nú er bara talið niður í Ítalíu...

a prestissimo

Giovanna Rossa

föstudagur, maí 21, 2004

Góðir hálsar og hálsakot,
ég er farin til Eyja. Með Gumma peyja. Erfiður dagur með allt tökuliðið í morgun. Og engin sminkun. Djísös Kræst... Og allt röflið í manni. Bla bla bla

a presto

Giovanna Rossa
Hannah Valentino

fimmtudagur, maí 20, 2004

Góða kvöldið góðir hálsar!

Þá er bara kominn himmelfarttag.. ja ja. Og elsku litlu og stóru börnin í Barna-og Unglingakórunum í Bústaðakirkju kláruðu prógrammið sitt í gær og það var geggt gaman.Sungu einsog englar þessar elskur. Voða er gaman þegar maður getur endað á svona sætu prógrammi. Æði. En ég verð að segja einsog er að ég er hreint alveg búin áðí í dag. Enda var ég að róta með strákunum í Nýperu til hálf tíu í gærkveldi eftir tónleikana sem enduðu kl. átta og það tekur á. Margrét formaður hressti uppá mig í dag og við gengum aðeins í Elliðárdalinn og töluðum um Ítalíuferðina. Ég beilaði á Esjuferð með strákunum í Drengjakórnum. je... en núna verð ég að setja húsið í stand fyrir kamerukrúið sem mætir eldsnemma í fyrramálið. Ég komst ekki í andlitslyftingu í dag en vonandi hefur Jón Karl soft lens.....vesenið alla tíð á manni. Iiii altsaa

Ekki meira að sinni.

a presto

Giovanna Rossa

þriðjudagur, maí 18, 2004

Mínir heitu hálsar, nú er komið að uppskeruhátíð Stúlkna og Kammerkórs Bústaðakirkju með hjálp Engla-og Barnakóranna og hljómsveitarinnar Nýperu sem er samansett úr Víperu og Beutifuls. Já uppstillingar og mikið fjör í kirkjunni núna. Nema hvað. Dreif mig í létta göngu í morgun hér uppí Elliðárdalinn. Svo voða gaman eitthvað. Gott veður og bara sumarið að koma. Þetta er allt að koma

a presto

föstudagur, maí 14, 2004

Góðan daginn góðir hálsar , æi ég er svo lengi að koma mér að verki í dag. Búin að fara ótrúlega marga blogghringi. Það er svo mikið álag á manni þegar maður er orðin leikkona. Bara komin föstudagurinn fjórtándi. Til hammara með ammara Ólafur Ragnar Grímsson. Og hann bara kominn heim og missir af brúðkaupinu og er í viðbragðsstöðu. Hafði svolítið gaman af Steingrími Hermanns, sem var kominn í hlutverk hins vitra grand old manns og vildi sjá fjölmiðlafrumvarp í friði leyst. Nóg um það. Ég þarf að sinna mínum málum í dag, redda bókhaldinu mínu því ég fékk upphringingu frá endurskoðandanum mínum í gær. Þurfa kvikmyndaleikkonur að standa í slíku? Hann (Barðdalinn sjálfur) sagði að nú væri hver að verða allrasíðastur. Það er svo skrýtið að þessum málum hef ég einhvern veginn alltaf tendens til að gleyma. Einsog það er nú gott að vera búin að þessu. En ég þarf sumsé að sortera reikninga í dag. Jæja og svo er það Eurovision ferðin í Fljótshlíðina með stelpunum í Stúlkna-og Kammerkórnum á morgun. Það verður krassandi. Já og meðan ég man. Fór á Sinfóníutónleikana til að hlusta á Stavinski í gær og fékk reyndar Mozart í kaupbæti. Það sem Fóstbræður stóðu sig vel þarna og einsöngvararnir líka. En þetta er nú kraftaverk að ná Fóstbræður nái svona flottum söng fannst mér.Snorri Wium okkar (sko okkar í Léttsveitinni) yndislegi tenór söng og svo var líka frábær barítónsöngvari Dubber eða Dobber sem var geggjaður og Elin Ósk og hinir tveir sem ég man ekki hvað heita voru líka stórfín. Alltaf upplífgandi að hlusta á Sinfó. Je.

a presto

Giovanna

miðvikudagur, maí 12, 2004

Góðu hálsar og hálsakot,

Líf mitt sem leikkona byrjaði í dag. Og nú verður maður að fara að vanda sig. Silja Hauks mun elta Léttsveitina á röndum næstu daga til að gera heimildarmynd um Létturnar og ég verð að segja einsog er að þetta er hreinlega æðislegt! Djísös maður. Ég ætla að vera Sophia Loren, Signý Grace Kelly og Tommi Rainer fursti. Aðrir hafa ekki sagt mér hvað þeir ætla að verða. Þetta er alveg hrikalega spennó. Annars var allt annað með tiltölulega kyrrum kjörum hér heima í Rauðagerði. Bjössi kom ekki. En Albert hinn franski mætti í morgun og sagði mér nokkrar krassandi sögur með morgunkaffinu. Hann er algjört æði. Nemendurnir mættu svo í tíma. Ég ákvað að fara með Lúðrasveitinni hans Gumma til Vestmannaeyja um þarnæstu helgi og Skúli minn elskulegi setti kommentakerfið inní tölvuna. Loksins kominn maður með viti inní þessa fjölskyldu!

a presto

Giovanna

þriðjudagur, maí 11, 2004

Einsog þið góðu hálsar og hálsakot ættuð að vera búin að fatta núna þá er ég ættuð frá Hálsi í Kjós, þe. þeim Neðra. Reyndar Kiðafelli líka. Góðir hálsar og hálsakot mememeee.En engin ættfræði hér meiri að sinni. Nú er ég enn að bíða eftir að rafvirkinn söngglaði öðru nafni Bjössi baritón mæti og leggi lokahönd á annars frábært verk.Í dag verður flutt leikritið; Beðið eftir Bjössa. Svo er bara Stúlkna- og Kammerkórsæfingar framundan og endanlegar reddingar á ferðinni sem við förum um helgina. Austur á Hvolfsvöll. Já já. Bara vel.

a presto

Giovanna

mánudagur, maí 10, 2004

Og mínir kæru hálsar og hálsakot, og enn mánudagur og það 10. maí. Tíminn flýgur. Ég hallast á það að potturinn hans Þóris uppí bústað hafi bjargað lífi mínu, en þar endurfæddist ég eftir langa og stranga helgi. Mikið sungið þessa helgi og einhvern veginn held ég að næstu helgar verði líka svona söngglaðar. Ég hitti gamla foreldrafélagið hjá Stúlknakórnum mínum á föstudagskvöldið og svo hlustaði ég á kvennahljómsveit í Þjóðleikhúskjallaranum um miðnættið, ansi góða þar sem Hildigunnur ásamst valinkunnum stúlkum sló í gegn, (Við erum að tala um Kiddu rokk, Siggu Toll og Guðrúnu Láru ma.). Nú nú æfingar á laugardag og lokakonsert Drengjakórsins var á sunnudag. Tókst bara ágætlega til hjá drengjunum, þrátt fyrir veikindi og fjarveru góðra manna. Englakór og Barnakór sungu í morgunmessu á sunnudegi, Létturnar sungu í fertugsafmæli á laugardegi. Er þetta bara ekki næstum komið. Jú svo komu ættingjar og vinir Hildigunnar hér á seinni parti laugardags. Geggt gaman.

a presto

Giovanna

föstudagur, maí 07, 2004

Tilhammara með brúðkaupsammara Helga og Hróðmar. 18ár jezz
Kæru hálsar og hálsakot, ekki slæm hún Ute stelpan sú. Töff kella og flott raddbeiting, þótt á köflun hún færi útí fullmjóan mascara...skiljiði. Og þýska R-ið hennar hreint frábært. Surabaya-Johnny hreint æði. Inspirazione. Sat með Helgu og nokkrum vinum á Sögu á eftir með tilboðið tveir fyrir einn miða. Maður er alltaf að græða svo mikið. Og nú bíður dagurinn með sól og að hitta gamla góða foreldrafélagið úr Bústaðakirkju. Hlakka til.

a presto

Giovanna

fimmtudagur, maí 06, 2004

Og mínir kæru hálsar og hálsakot,

allt að koma, þetta er allt að koma. Upp upp mín sál og viti menn. Ég var rosa dugleg í morgun. Gerði gommu. Planeraði helling alltaf með nýjar hugmyndir. Skrifaði niður. Hitti Möggu Pálma og við áttum saman góða stund með Hildigunni og Maríusi, við eplin og eikirnar sátum á Gráa Kettinum heillengi í morgun. Gaman gaman. Langt síðan ég hef séð Maríus yndið mitt. Alltaf jafn skemmtilegur og frábær. Nú er ég á leiðinni að hitta Tryggva og síðan er það Ute í kvöld.

A presto

Giovanna

miðvikudagur, maí 05, 2004

og kæru góðu hálsar og hálsakot, bara búin að skipta um dekk. Sumsé. Þrátt fyrir vor í lofti og allt...Annars, er ég alltaf á leiðinni í hressingargöngu en kem mér bara ekki út. Það er svo kalt eitthvað, eða ég svo þreytt og syfjuð...Í morgun t.d. ákvað ég að vera rosalega dugleg og taka til og fara svo í bað. Skreppa í göngutúr uppí Elliðárdal og svona bara vera heilbrigð, þið vitið fá mér hressingargöngu dauðans, nú nú og svo ætlaði ég að finna vinkonu mína sem átti afmæli um daginn og svona. Drekka með henni kaffi og fá mér upplyftingu....En hvað geri ég? Ég fór aðeins uppí rúm bara í fimm mínútur og steinsofnaði og rétt náði að setja í uppþvottavél og þvottavél áður en ég lét renna í baðið. Og svo var ég farin að kenna um hádegisbil... Iss og hvað er maður að segja frá þessu.

E la vita cosi

a presto

Giovanna

mánudagur, maí 03, 2004

Góðir hálsar og hálskot,


Í dag gleymdi ég að skipta um dekk. Eða að láta skipta um dekk. Ég gleymdi líka að panta tíma hjá krabbó. Hef ekki munað eftir því síðan ég lá á bekknum í hvíta sloppnum og inn kom dottore og sagði blessuð Jóhanna, hef bara ekki séð þig síðan í menntó. Og svo gleymdi ég að panta tíma fyrir okkur fjölskylduna hjá Sigga tanns. Ég gleymdi hins vegar ekki að borga reikningana og var alveg ógeðslega montin að eiga fyrir þeim öllum. Það er meiriháttar kikk!

En ég ætla að fara að grilla því ég mundi eftir að kaupa mér grill í gær.

a presto
Giovanna

sunnudagur, maí 02, 2004

Góðu hálsar og hálskot, þá er maður pínu þreyttur og lúin eftir helgina, en samt sæll í hjarta. Það er alltaf eitthvað ákveðið kikk að vera búin að æfa heilan dag frá tíu til sex og fara þá og skemmta sér og þó maður syngi þá frá átta til þrjú er einhvern veginn einsog maður hafi aldrei gert neitt annað. Nema hvað fór ég í mínar fyrstu æfingabúðir með drengjakórnum, en í honum eru sirka fimmtán drengir á aldrinum 15-20 (plús eða mínus). Við hófum samæfingu svona uppúr tíu og það verður hreinlega að segjast einsog er það var toppurinn að byrja snemma og eiga allan daginn fyrir sér í ró og næði og bara verið að syngja og engin að flýta sér heim. Síðan voru séræfingar hjá tenórum og bössum og á meðan menn voru ekki á æfingu var þeim fyrirskipað að slaka á eða fara í göngutúra. (Sem flestir hlýddu nú ..) Þá var loka samsöngur og drengjunum haldið á æfingu alveg til sex, en þá mátti líka slaka á. Matur var framreiddur um átta leytið. Ég hélt ég væri búin áðí algjörlega þarna uppúr sex, en einhvern veginn tókst mér að endurnærast með smá lúr og sturtu. Við vorum á miljarðahóteli á Selfoss og þar gekk maður á glæsiflísum frá Ítalíu allan daginn með ítlaskar mublur í herbergjum og svona...og það eina sem minnti mann á að maður var á Íslandi var rokið þegar maður skrapp út af hótelinu í pásum. jú og kaffið náttúrlega, en nema hvað þá upphófst þessi sanna söngskemmtun sem ég þekki svo vel í gegnum Létturnar. Þegar búið er að syngja allan daginn hvað gerir maður þá. Auðvitað syngur maður allt kvöldið og alla nóttina líka. Mér tókst að koma mér í svefn einhvern tíma uppúr tvö eða var það þrjú en mikið er maður þægilega þreyttur eftir svona vellukkaðar ferðir..

meira seinna

A presto

Givoanna Rossa

föstudagur, apríl 30, 2004

Ja hérna góðu hálsar, samt ekki búin að gleyma að blogga bara búin að vera í fríi. Eiginlega bara svona óvart. Setti ekki tölvuna í samband fyrr en tja í fyrradag og komst þá að því að það var eitthvað að lyklaborðinu. Og vitiði hvað ég gerði þá? Ég fékk bara hana Maríu erkiengil til að koma og hjálpa mér. María er sko vinkona mín og er kerfisfræðingur og kann allt allt allt. Þegar að ég fer í kerfi þá hringi ég í hana og hún greiðír úr flækjunni. Takk fyrir elsku besta María mín! Það biðu mín mörg hundruð ímeilar og mest allt ruslpóstur. Sem er auðvitað spæling... Annars er ég bara að setja mig í Ítalíugírinn þessa dagana því ég er farin að hlakka geggt til að skreppa þangað. Þarf að lappa upp á ítölskuna áður en ég fer...mamma mía! Here I go again. Annars ekkert spes nema auðvitað nýja húsið og það er eitthvað svo öðruvísi gaman hér í Via Rossa. Allt þetta pláss og víðáttubrjálæði sem ég er búin að vera með. Og vitiði hvað er langskemmtilegast! Jú. Eyjan. Það er komið nýtt bragð af öllum matnum mínum. Eitthvað aðeins betra. Svo setti ég niður fræ í sandkassann hér úti og vonast til að komi Lollo Rosso (en ekki hvað) og Ruccola og fleira gott með sumrinu. Nammi namm. En þetta kemur sumsé í smáskömmtum. Lífið hefur fengið nýja mynd hjá mér. Meira svona einsog litmynd. Hætt að hjóla í nákvæmlega sama hjólfarinu.

En meira seinna

a presto

Giovanna Rossa


fimmtudagur, mars 11, 2004

Nei nei nei nei góðu hálsar og hálsakot, ekki alveg hætt, bara búin að vera á bömmer, en þetta er allt að koma og allt að lagast og einmitt, búin að selja og til hvers þá að vera á bömmer. Og stelpurnar alveg að ná söngvunum og allt að koma. Þetta er allt að koma. Og fóturinn að lagast. Láta taka sauminn á sunnudag. Já. Tóti bró ætlar að taka með sér saumadótið í ammælið hennar mömmu og taka sauminn. Strákurinn góður við mig. Já bara allt á uppleið. Ég að mála í dag og drífa mig að pakka og henda og losa gamla ruslið. Henda henda pakka og henda. .. og svo að vera flutt fyrir 1. apríl Jezz.

Hlakka til að flytja

a presto

Giovanna Rossa.

laugardagur, febrúar 21, 2004

jæja jæja góðu hálsar og hálsakot
haldiði barasta ekki að ég sé á leiðinni í doktorsveislu til la dottoressa Gugga Villa. Gvuð hvað maður er montin af þessari vinkonu sinni. Hlakka til að hitta hana og hennar skemmtilega fólk.
Annars var ég á Drengjakórsæfingu í morgun og var að hvetja þá til að setja stefnuna á Vínarborg næsta ár. Mér finnst eitthvað svo upplagt að drífa sig í menninguna og svo gæti maður farið í kirkjuna í Villach þar sem hann Ortulf vinur minn er kórstjóri og söngmálastjóri og sungið þar og svona. Nei ég segi svona. Hugmyndin er amk. góð.
Annars ekkert ekkert messa á morgun með Stúlkna-og Kammerkórnum og hugmynd að drífa þær norður í vor. Það væri amk. mjög skemmtilegt.

Annars segi ég bara

A presto

Giovanna Rossa

(sem er að reyna að bæta sig.)

föstudagur, febrúar 20, 2004

Góðir hálsar og hálsakot, Ég er alls ekki að standa mig. Ég veit það. En þið vitið það er enginn fullkominn ekki einu sinni kóngurinn. Ég var að prófa háhælaða skó áðan, en ég held ég verði bara að vera á sléttbotnum enn einu sinni. Kannski endar þetta bara á að verða minn stíll. En ég meina ég verð að vera búin að ná hælum fyrir Ítalíuferðina í sumar. Annars er það helst að frétta að ég þarf að skreppa í helgarferð til Veróna að hitta karlakórinn þar. Vonandi hitti ég synina líka, því hann er aldraður kórinn það má guð vita. En þetta er svona æ þið vitið business trip. Aðeins að skreppa og kanna aðstæður. Leggst eitthvað voða vel í mig, jafnvel þótt ég verði á flatbotna skóm. Annars bara kveðja frá mér og svo er ég að skreppa í búðir því dagurinn í dag er endalausir fundir og ég legg ekki meira á ykkur


a presto

(já og ég lofa að vera duglegri að skrifa)


Giovanna Rossa
Og elsku Mummi bró til hammara með ammara 17.feb....

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Halló halló elskulegu hálsar og hálskot til hammara með ammara Þór og Wolgang Amadeus, þið eruð snillingar... Annars ekkert sérstakt bara að verða geggt fúl með hækjuna. Er hægt að vera Pollýanna lengur en í 6 vikur?
Nei ég segi svona....

a presto

Giovanna Rossa

mánudagur, janúar 26, 2004

Til hammara með ammara Hildigunnur Einarsdóttir 21. árs og besta stelpan.

a presto

Giovanna
la vecchia mamma a via Rossa


miðvikudagur, janúar 21, 2004

Og mín kæru hálsakot og hálsar! til hammara með ammara Gummi góði. Drengurinn 9 ára. Systir hans hringdi frá Parísarborg kl. 8 í morgun. Ég fékk heimsins bestu söngvara sem sungu afmælissönginn í símann fyrir kl. 9. Því miður var drengurinn farinn í skólann þá. Og ekki nóg með það. Heldur mætti aðaldivan í bænum SS sjálf í morgunkaffi fyrir 11. Svo kemur Kidda rokk um tvöleytið og reddar ammælinu. Segiði svo að það sé slæmt að vera brotin.

a presto

Giovanna

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Já mínir kæru hálsar og hálsakot, nú er ég búin að hoppa á vinstri í einn mánuð. Ég held uppá það á morgun. Ég er búin að baka pizzusnúða og kökur en reyndar á hann Gummi minn afmæli á morgun. Hann er að verða níu ára drengurinn. Mér fannst níu ára afmælið mitt eitt það leiðinlegasta sem ég átti. Ég varð fyrir svo miklum vonbrigðum og átti svo hryllilega erfitt með að leyna þeim. Samt sagði ég engum frá því og hálfpartinn skammaðist mín fyrir að hafa verið svona vanþakklátt barn. Kannisti við tilfinninguna. En sumsé. Ég fór í Bústaðakirkju í gær og var með Englana og Barnakórinn. Það var rosalega gaman að hitta þau aftur, en ég var gjörsamlega búin á því á eftir. Sérstaklega fór þreytan í bakið. Enda ekki nema von. Engin smá þyngsli að bera sig sjálfan allan daginn. Svo lá ég bara í sófanum í gærkveldi og horfði á hina frábæru Medici þætti. Og svona

Reyni að vera duglegri að skrifa

a presto

Giovanna

og Via di Rossa 42, verður afhent á laugardaginn... Jezzzzzz

föstudagur, janúar 16, 2004

Blessaðir hálsar og hálsakot, allt í einu er ég orðin eitthvað svo bjartsýn og ánægð. Ekki síst yfir því að hafa fótbrotnað. Það er nú meiri blessunin. Nei, Pollíönnu var ekki plantað í mig, heldur er þetta alveg dásamleg lífsreynsla. Nú lærir maður til dæmis að biðja um hlutina. Og kemst þá að því að allir eru boðnir og búnir til að hjálpa manni. Það er rosalegt kikk. Svo fær maður þennan líka fína tíma til að huxa og pæla og hausinn fyllist af nýjum hugmyndum. Þá er eitt sem er gott að maður er líka allt í einu alltaf heima hjá sér. Ekki þessi eilífðar skreppa hingað og þangað. Heima er best þið vitið. Og svona. Sumsé. Allt í góðu í dag. Já eiginlega mjög góðu. Sit og skoða ítalska texta sem við ætlum að syngja í vor.

Gaman gaman

a presto

Giovanna



miðvikudagur, janúar 14, 2004

Halló halló góðir hálsar, það lifnaði aðeins á mér við að staulast uppí Fóstbræðraheimili í gær og hitta allar þessar söngglöðu konur þar. Ég ætlaði bara ekki að sofna í gærkveldi því ég var að pæla í vortónleikunum og hvað það gæti nú orðið gaman. En í morgun tókst mér sumsé að sópa inní svefnherbergi og var í góðu svitabaði á meðan. En Kidda frænka var að hringja. Hún og Þórir bróðir minn eru að koma í sjúkravitjun.

Bless á meðan

a presto
Giovanna

föstudagur, janúar 09, 2004

Halló halló
?i krakkar mínir, hálsakotin mín, hvað segiði?, Ég er orðin ein fúlasta á Fjölnisveginum, Ég segi það satt. Fékk ekki göngugifs. Segi og skrifa EKKI. Ég er hoppandi sumsé ennþá á vinstri. Hvar endar þetta? Orðin eitthvað svo fúl þið vitið. Húmorinn er fótbrotnaði líka. Þið ættuð bara að vita hvað það er flókið að þvo sér um hárið. Eða á milli tánna. Ég get ekki einu sinni tekið niður jólaskrautið. En það er bara flott. Gummi er alveg sáttur við jólaskrautið á afmælinu sínu sem verður 21. janúar. Ég fæ göngugifsið í fyrsta lagi 29.. Eins gott að fara að líma húmorinn saman fyrir þessar þrjár vikur. Haltur leiðir siðblindan.

a presto
Giovanna

þriðjudagur, janúar 06, 2004

jæja elsku hálsar og hálsakot. Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla!Ég hoppaði uppá þriðju á vinstri í morgun og tókst bara nokkuð vel. Komst heim á Fjölnisveginn. Gladdi mig heldur betur að komast heim og í tölvuna. Sem ég er búin að vera án yfir jólin. Já það var sumsé óheppin kona sem var að ganga heim í ófærðinni fyrir jól og hrasaði á svelli og fótbraut sig. Si svona. Bang og allt lífið stoppar. Og þó. Jólin komu og urðu ansi mikið öðru vísi en ég hafði planlagt. Bara rólegt. Heima hjá pa og mö. Einsog unglingurinn í skóginum. Alveg jafn frústreruð og þá og alveg eins notalegt og þá. Ekkert að elda ekkert að þvo, bara liggja uppí rúmi og lesa bækur. Nammi namm. Fékk þrjár bækur til að lesa. Einar Kára, Þráinn og hjerna hvað heitir hann Amsterdam höfundurinn McIan....Þráinn kom mér skemmtilega á óvart. Ég hætti ekki fyrr en bókin var búin og naut þess að lesa um æsku hans og lýsingarnar á skólunum og já öllum hans óförum. Hún var svo vel skrifuð og tilfinningarík sem mér fannst notalegt eftir töffarahúmorinn hans Einars Kára, sem var jú vissulega fyndinn, en mér fannst vanta dýptina og einlægnina í persónurnar hans. Eða þannig. Sú hin þriðja er í lesningu og fær dóma síðar. Jæja ég hef þetta ekki lengra að sinni. Og þó það var prófið sem ég tók hja Skúla


a presto
Giovanna