þriðjudagur, júlí 06, 2004

Góðir hálsar, góðan dag, ég komin úr einni af þessum skemmtilegu ferðum vestur til Ísafjarðar. Ég hóf ferðina á miðvikudaginn og fór á fjórum tímum í Vatnsfjörð á Barðaströndinni.(..ég er svo röskur dræver.) Þar hófst mikið fjör í húsi Jóns Baldurs Blúsmanns og smám saman fylltist húsið af Blúsmönnum og bínum,öðru skemmtilegu fólki og góðum mat og víni og söng. Tónleikar haldnir á útipalli og farið í pott með berum bleikum mönnum og ég legg ekki meira á ykkur...Þá var ferðinni heitið á Ísafjörð og alltaf einhvern veginn blíðskaparveður þar. Ekki var leiðinlegt í Kúabúinu enda hefur það aldrei verið svo og við beint í saltfiskverkun og jú húsið fylltist af saltfisktónlistarmönnum og matreiðslufólki og áfram var sungið og spilað og borðað og drukkið og fjörið hélt áfram í Tjöruhúsinu á laugardeginum. Alltaf svolítið erfitt að lenda eftir svona gleði gleði gleði. En sem betur fer er Elsa nokkur Hansen vinkona mín búsett í Svíþjóð að koma svo það er alls ekki víst að ég þurfi að lenda...já og hún Iris við Vatnið gamli kennarinn minn að mæta frá Lundúnum í dag. Eins gott að gleyma ekki að syngja í jarðarförinni uppúr hádegi. Nei ég segi svona....
a presto

Giovanna

Engin ummæli: