fimmtudagur, nóvember 04, 2010

Nú erum við að undirbúa tónleikana, Jóhanna Þórhalls og Músíkmafían. Æfing í Iðnó á morgun. Hlakka til að renna í gegnum lögin.

þriðjudagur, mars 02, 2010


Halló skralló. Ég var að passa Einar Kristján á meðan Hildigunnur söng í jarðarför. Hann vaknaði og grét ógurlega mikið, þar til ég hitaði mjólk handa drengnum og skellti í hann nokkrum teskeiðum. Þvílíkur léttir. Annars allt í þessu besta. Lífið er gott, gæti ekki verið betra og framundan eru æfingar í Bústaðakirkju og hjá Léttsveitinni. Jibbíkóla

föstudagur, janúar 15, 2010

Best að byrja aftur að blogga! Vá hvað það hefur margt gerst síðan síðasta bloggfærsla var skrifuð.  Prufupóstur.

Ble á meðan
J

föstudagur, október 12, 2007

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Frappuccino!
ískalt kaffi með mjólk og ísmolum, borið fram í háu glasi með röri.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?

föstudagur, ágúst 31, 2007

Bloggeddí blogg. Góðir hálsar. Ágúst að líða undir lok. September á morgun og öll sú dásemd sem honum fylgja. Kórarnir, kirkjan og kennslan. Laufin, berin og kjötsúpan. Nammi namm. Innritun í barna-og unglingakórana er hafin og ég er búin að finna slatta af skemmtilegum lögum til að hefja önnina í góðum fíling. Létturnar að byrja 9/11 og allt í geggt góðum hugmyndum þar, já já tutto bene sýnist mér á öllu. Bullandi bjartsýni og engin ástæða til annars en að hlakka til að takast á við spennandi vetur. Nei, nei ekkert þunglyndiskjaftæði hér. Enda ég á hjólinu alla daga og þess á milli komin í heví einkaþjálfun hjá sjálfum Jóni bónda í Silfur Sporti. Legg ekki meira á ykkur! Og þar eru nú engin smáflottheit. Sturtur með sjampóum af flottustu gerð og kremum. Já já og sjálfur bóndinn gefur ekkert eftir. Beibe beibe.

A presto

Giovanna

þriðjudagur, júlí 17, 2007

Nýjasta sportið eru hjólreiðar. Góðan daginn Beethoven. Hjólið sem ég fjárfesti í er fjallahljól í grænum kúbulit. Agalega lekkert. Morgunhringurinn er að stækka og í morgun ( og í gær reyndar líka ) hjólaði ég sem leið lá niður Langholtsveginn og á Kleppsveg niður í bæinn og vestur að Granda, út að Hagkaupum á Seltjarnarnesi og þaðan Ægissíðuna og heim hjólastíginn niður í gegnum Fossvogsdalinn.. eða nokkurn veginn þannig hljómar hringurinn sá. En ekkert gengur samt að ná aukakílóunum af. Það er sumsé tilgangurinn með þessu öllu saman að safna kröftum og tapa kílóum.

E la vita sempré una surpresa!

A presto

Giovanna