föstudagur, júní 20, 2003

Sorrí góðir hálsar hvað ég er löt að skrifa. Hlýtur að vera sumarið. Hér kemur ein rosa góð
Rabarbarasulta með límónu. Namm
1og hálft kíló rabarbari
sama magn sykur
1 límóna vel stungin með negulnöglum
1kanelstöng
góður biti af engifer

Rabarbarinn skorinn og settur í sykurlög svona sirka deginum áður en sultan er soðin.
Soðið við vægan hita í góðan klukkutíma og engifer skorinn niður og bætt útí. Límonan skorin í litla báta og bætt útí. Og ekki gleyma kanelstöng. Svo er ágætt að bæta rúsínum við. Slatta.
A presto
Giovanna