sunnudagur, september 12, 2004

Jæja góðir hálsar. Einn slappur háls hér. Haustið hrundi yfir mig með slíkum látum að ég forkelaðist illa og er ennþá kvefuð. Verst var ég þó á föstudaginn en þá þurfti ég einmitt að syngja í jarðarför. Mikið var gott að vera með sauna hema hjá sér þá. Sauna er fyrir söngkonur! Skellti mér í sauna og var sönghæf eða þannig í förinni og svona. Ég held að þetta Bjarkardæmi hafi alveg farið með mig. Fór austur í Vík í Mýrdal, nánar tiltekið á Hjörleifshöfða með Björk og fríðu fylgdarliði til að aðstoða lítil frændsystkini í videói. Stóð svo í í marga klukkutíma í roki og stjórnaði einsog ég ætti lifið að leysa. Kom svo heim og beint á æfingu og síðan beint á Maríus Sverrisson með Sinfó sem var yndisleg upplifun. Æi hann er svo yndislegur drengurinn... Rétt komst heim og í bælið góða. Dio mio! Allt fyrir listina! Í gær var ég með raddpróf hjá Léttum og satt best að segja var það ofboðslega gaman. Maður er alltaf með svo þykkan hljóm þegar maður hefur allan kórinn fyrir framan sig. Ég hef stundum líkt þessum hjómi við lopapeysu. En þær eru svo margar fallegar og hlýjar og vel prjónaðar! og svo leynast þarna þvílíkar söngpípur inná milli. Gaman gaman. Ég fer að hafa þetta oftar. Nú nú svo var það Dísin góða. Fór á hana á mánudaginn. Æðisleg mynd. Get ekki beðið eftir næstu. Silja er frábær....

a presto
Giovanna