miðvikudagur, október 19, 2005

Mio dio, góðan daginn hálsar mínir! Ég vaknaði náttúrlega fyrir allar aldir í dag, sem og aðra virka daga til að hræra minn hafragraut og hita. Við Gummi erum nefnilega búin að setja reglugerð fyrir Via Rossa 42. Já nú er það grautur á morgnana og vatn á milli og ávextir og fara að sofa klukkan tíu á kvöldin ( sem hefur nú ekki tekist enn) og fara að hlaupa á morgnana( sem hefur heldur ekki tekist ennþá..) Þessar reglur settir Gummi eftir að hafa horft á Þú ert það sem þú borðar á stöð2 á mánudagskveldið. Ég fór reyndar upp í dal í morgun og var hálf slöpp eitthvað og skrýtin og var að hugsa hvort það væri einhver tunglsýki, þegar ég fattaði að ég hafði bara gleymt að fá mér kaffifixið mitt í morgun. Snarlagaðist svo eftir að ég kom heim og hitaði kaffið.

a presto

Giovanna

mánudagur, október 17, 2005

Hæ, góðir Fremri-hálsar og aðrir hálsar...
Ég er náttúrlega svo fruntalega léleg í ættfræði að ég mundi ekki hvaða háls þetta var í Kjósinni.. Nema hvað. Líður ótrúlega vel og er bara nokkuð óþreytt, eftir æfingabúðahelgi að Skógum, þótt ég hafi geispað svolítið oft í gærkveldi. Ég var svolítið að monta mig með hina nýju tækni ættaða frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar, en þar hef ég hafið nám í kórstjórn og hafiði það; enda ekki seinna að vænna eftir öll þessi ár sem kórstjóri... Og ekki einungis fæ ég tíma í að stjórna heldur er hinn skemmtilegi og frábæri Jón Þorsteinsson að taka minn söng í gegn. Og ég sem er nýgengin í söngkennarafélagið, fís, en ætti náttúrulega frekar að fara í nemendafélagið. En málið er að það er svo gaman að setjast aftur á skólabekk að mér líður einsog nýslegnum túskildingi þessa dagana. Og svona. Annars er hið eina sanna ömmulíf að byrja núna, blogga á meðan ég bíð eftir að fá að passa Ástu, því mamma hennar er á leið í söngtíma. Fékk að passa hana í einn og hálfan tíma í gær, hún var einsog hugur manns. Brosti bara og svaf þess á milli.Algjört krútt.

a presto

Giovanna