föstudagur, desember 09, 2005

Ég verð ekki söm eftir gærkveldið. Haldiði að ég hafi ekki bara setið beint fyrir framan Bryn Terfel á tónleikunum í gær. Á fjórðabekk númer 15. Það var einsog að vera á einkatónleikum.Enginn fyrir framan mig. Hann söng öll lögin bara beint til mín, og svona lög sem maður er búin að vera að syngja og láta aðra syngja í gegnum tíðina. Oh... Danny Boy, Shenandoh svo var Granada og og úr Carmen. Torreador regarde... ji minn. Ef maður var ekki Carmen í gær hver var maður þá.Hvílík augu og þvílík RÖDD. Og svo heilsaði ég meiraðsegja uppá manninn. Ég ætla sko ekki að þvo mér í dag..Not.

A presto

Giovanna

þriðjudagur, desember 06, 2005

Góðir hálsar, minn svolítið hás og slæmur í morgun, vonandi lagast hann hratt! Jóladívurnar og diskurinn, styrktartónleikar og Kór Bústaðakirkju. Verkefnin framundan og ég bara í slökun. Upp með sokkana og áfram með smjerið. Ótrúlegar fréttir berast frá Kúbu. Ákkúrat sömu daga og Léttsveitin ætlar þangað, er alþjóðleg kóramót í Havana. Við hreinlega göngum beint inní þá dagskrá alla,sem er afar glæsileg. Nú hefði Svanhvít vinkona mín sagt, þá gripu örlögin í taumana.

A presto Viva la Kuba!


Giovanna.

mánudagur, desember 05, 2005

Góðir hálsar, skrapp aðeins í Smáralindina í gær og festi kaup á úlpu handa drengnum sem er búinn að vera úlpulaus hálfan veturinn. Dásamleg frammistaða móður. Hildigunnur og Ásta voru með mér. Fórum svo einn hring í Sóstrene Grene eða Gröne eða hvað þær nú heita og forðuðum við okkur út úr þessari verslunarlind. Hvað á að kaupa annars fyrir jólin? Á maður bara ekki að stræka á þetta verslunarkjaftæði. Ég hét því amk. í morgun að halda framvegis sunnudaginn verslunarfrían. Annað hvort á maður að fara í kirkju, göngutúr eða vera heima og kveikja á kerti. Sisisi. Og nú er það amma djó sem nöldrar í skammdeginu, nei, ég meina, raular í rökkrinu. Næsta platan mín á að heita Amma raular í rökkrinu.

a presto


Nonna Gio

ps. Það er verið að klukka mig í hinum ýmsu bloggleikjum. Ég svara þegar að jólatónleikum ársins er lokið...

sunnudagur, desember 04, 2005

Jæja góðir hálsar, nú er maður bara hálftómur eftir tónleika gærdagsins. En svo er guði fyrir að þakka að það eru tónleikar eftir þennan tónleikadag. Ég var ósköp ánægð með Létturnar mínar. Fannst þær syngja hreinna og mýkra en oft áður. Svo fannst mér voða gaman að hafa Ragnheiði Gröndal og Hauk bróður hennar og þennan yndislega Eyjólf saxófónleikara. Gaf okkur annan blæ. Nú er að finna eitthvað rosalega skemmtilegt til að æfa fyrir stóra Kúbuvorið. Við fórum á Kringlukránna eftir tónleikana og jólasnjór var orðin jólabjór þarna seinna um kvöldið. Héldum aukatónleika fyrir írskan fyrirlesara sem mér skildist að hefði verið hér á landi í einn sólarhring til að halda fyrirlestur hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann átti ekki til aukatekið orð yfir írsku stemningunni á barnum. Svo færðum við okkur nokkrar á Vínbarinn og þar voru léttur. En ég var ósköp fegin að koma heim á Via Rossa og Gummi sem var hjá afa og ömmu í nótt kom svo eldsnemma að ná í saxófóninn sinn . Hann var að fara í messuna og fann hvergi nóturnar sínar og ekki ég heldur. Skrýtið hvernig hlutir geta gufað upp rétt sisvona. Jæja en. Nú er að setja sig í dívugírinn og fara að undirbúa þau lög. Tvennir tónleikar á laugardaginn með þeim í Laugardagshöllinni góðan dag. Mér fannst bara fínt að troðfylla Langholtskirkju tvisvar. Og ég held það sé uppselt á tónleika Kórs Bústaðakirkju á sunnudagskvöldið næsta. Þar verður Diddú sérstakur gestur. Stundum skil ég ekki hvaðan allir þessir tónleikagestir koma.

Jæja ble ble og nú er að setja sig í lága drifið og reyna að hvíla sig líka fyrir næstu átök

a presto

Giovanna