mánudagur, desember 05, 2005

Góðir hálsar, skrapp aðeins í Smáralindina í gær og festi kaup á úlpu handa drengnum sem er búinn að vera úlpulaus hálfan veturinn. Dásamleg frammistaða móður. Hildigunnur og Ásta voru með mér. Fórum svo einn hring í Sóstrene Grene eða Gröne eða hvað þær nú heita og forðuðum við okkur út úr þessari verslunarlind. Hvað á að kaupa annars fyrir jólin? Á maður bara ekki að stræka á þetta verslunarkjaftæði. Ég hét því amk. í morgun að halda framvegis sunnudaginn verslunarfrían. Annað hvort á maður að fara í kirkju, göngutúr eða vera heima og kveikja á kerti. Sisisi. Og nú er það amma djó sem nöldrar í skammdeginu, nei, ég meina, raular í rökkrinu. Næsta platan mín á að heita Amma raular í rökkrinu.

a presto


Nonna Gio

ps. Það er verið að klukka mig í hinum ýmsu bloggleikjum. Ég svara þegar að jólatónleikum ársins er lokið...

Engin ummæli: