fimmtudagur, janúar 26, 2006

Til hammara með ammara Hildigunnur mín, Skördí Macflördí, 23. ára í dag. Tíminn flýgur hratt. Ég hélt upp á þetta í morgun með því að henda mér í djúpu laugina og synda 300 km. Svo skrapp ég og heilsaði uppá mæðgurnar. Þær voru báðar íklæddar bleikum dressum. Allaf svo smart þessar mæðgur. Eftir kóræfingar og fundi daxins er það matarboð hjá þeim elskunum mínum á Hrísateig, Via Riso numero 10.

A presto

Giovanna

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Tja hérna hér góðir hálsar,

Búinn fundur hjá framtíðarnefndinni, eða var þetta geisladiskanefndin. Amk. mjög skemmtileg og satt best að segja mjög flæðandi nefnd og nú er að sjá hvort það kemur ekki eitthvað út úr þessum fundi. Sátum bara nokkuð lengi og létum vaða á súðum. Svo er náttúrlega bara tímaspursmál hvernær við förum í framboðið. Eða framboðin. Dreifum okkur þá svolítið á flokkana og látum Léttsveitina syngja allsstaðar.

Annars frídagurinn góði á enda, tekinn með gönguferð um dalinn og alles.

Ein besta kjetsúpa sem ég hef lagað var löguð í ofnpottinum. Potturinn var fylltur af grænmeti, hvítlauk, engifer, chili, hvítkáli, selleríi og rauðkáli, já já allt grænmetið í ísskápnum, sætar kartöflur, laukur, púrra, hellt yfir rest af rauðu víni, rjómasletta á síðasta snúning og nokkrir kjetbitar á toppinn. Ein dós af tómötum oná. Látið dulla á 200 gráðum í góðan klukkutíma í ofninum. Nammi namm


A presto

Giovanna

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Þvílíkt lúxuslíf með makkann bara uppí sófa, nýkomin heim af síðustu kóræfingu kvöldsins. Ná sér aðeins niður eftir hjakkið með Léttunum. Bara gaman að æfa Egil Gunnars og Hróðmar. Amk hjá mér. 12345,123,12,1og2og3og4og5og. Endalaus talning.94 konur ætla með til Kúbu, dio mio og svo eru það allir hinir. Makar vinkonur, bæður og mágkonur. Full vél og 20 á biðlista sýnist mér á öllu. Maður verður að fara að rifja upp salsasveifluna. Mambóið og cha cha cha. Annars er að lesa skrýtna og skemmtilega bók sem heitir Dauðinn og Mörgæsin. Hún er ótrúlega hæg, hversdagsleg og fyndin, ein af þessum snilldarbókum Bjarts sem halda lestrarkunnáttu manns við.

Svo er það bara þetta sama. Fór í göngutúrinn í dag og borðaði svo hollan mat Er ekki búin að láta gera við bílinn minn, en það er senniega næsta stórverkefni hér hjá mér hér heima. Kannski geri ég það þegar ég er búín á foreldrafundinum á morgun. Einhver ósköp af giggum framundan sýnist mér... Ég hélt maður væri að fara að róast aðeins.

A presto

Giovanna

mánudagur, janúar 23, 2006

Afmælishelgin búin, Gummi farinn í skólann, ég er annað hvort að fara að passa Ástu eða þá að drífa mig í vinnuna. kemur í ljós.
Maður þarf ekki að vita allt alveg strax. Skrapp í göngutúr í morgun, gott að fara að hreyfa sig. Nú er það átakið, amk hálf tími á dag. Reyndar ekkert átak. Bara gaman.

a presto

Giovanna