fimmtudagur, maí 29, 2003

Jæja góðir hálsar mikill söngdagur að kveldi kominn. Endalausar reddingar fyrir hádegi og tók mér göngufrí fyrir hádegi. Maður verður að passa að ofgera sér ekki. Í alvöru. Ég gekk uppá Trölladyngju í gær ásamt nokkrum laufléttum og skemmtilegum píum+Gumma, og fannst þetta eiginlega ekkert mál þegar upp var komið. Leist reyndar ekki á blikuna þegar ég stóð fyrir framan dyngjuna og horfði upp brattann, en ég held ég hafi bara verið svo eftir mig eftir keyrsluna á fóstureyðingarveginum frá afleggjaranum þarna við Kúagerði eftir líka þessa stórhættulegu vinstri beygju frá Keflavíkurveginum-. En við komumst jú öll lifandi heim sem betur fer. Og sumsé, það sem ég ætlaði að segja, maður hljóp við fót og náði sér upp á toppinn á innan við hálftíma. Er þetta ekki ótrúlegt! En það veit guð ég segi satt. Og talandi um guð, þá var það helgistund í hádeginu á Sóltúni með djáknum tveim sem hétu Jóhanna og Fjóla. Svona örstund með öldruðum. En engin örstund hjá Hamrahlíðakórnum sem söng gömul og ný lög eitthvað frameftir degi. Mikið vildi ég óska að ég væri með svona góðan kór, en einsog Silla segir, lengi getur gott bestnað. Já nú eru allir að blogga, Guðrún líka, beibí beibí, þetta er líka svo ferlega gaman. En nú þarf Gummi að komast í tölvuna og ég get hreinlega alls ekki sagt ykkur allt sem á daginn hefur drifið. Nei, það er algjörlega nauðsynlegt að eiga smá leyndó...
a presto

Giovanna

miðvikudagur, maí 28, 2003

Jæja góðir hálsar og hvað er hægt að bulla í dag? Fór í morgun í lengsta göngutúr sem ég hef farið síðan ferðirnar hófust. Veðrið er eitthvað svo dásamlegt í dag að ég gæti jafnvel hugsað mér að fara útí garð að reyta arfa og þá er nú mikið sagt! Hitti norska vinkonu mína í Hljómskálagarðinum sem sagði mér að það væri líf eftir skilnað (einsog ég vissi það ekki!). Hún skildi allt dótið sitt eftir í mörgum kössum í Noregi fyrir nokkrum árum, flutti til Íslands með veiðistöng (góð hugmynd) og myndvél og tölvugræjur. Síðan hefur hún einskis saknað. Ég verð að viðurkenna að þetta fékk mig enn einu sinni til að hugsa hvað maður væri nú alltaf að safna dóti og vilja meira. Auðvitað á maður að henda þessu drasli og vera frjáls einsog fuglinn. Nema hvað. Við Guðmundur vöknuðum loksins á réttum tíma í morgun og hann fór í skólann á nýju skónum sem voru keyptir á Léttsveitarmarkaðinum í Outleti á Fiskislóð í gær. Svo var í gærkveldi hinn vikulegi göngutúr Léttsveitarinnar. Við lögðum bílunum hjá Seltjarnarneslauginni og gengum næstum að golfskálanum. Á heimleiðinni fékk ég dýrðlegt kaffi hjá Bimbu. Þegar heim kom lagðist ég í bókalestur og las helminginn af hinni feigu skepnu eftir Philip Roth. Var svo að velta því fyrir mér hvort allir karlmenn væru í raun og veru ofboðslega veikir fyrir barnaklámi.Komst ekki að neinni niðurstöðu en þetta er áhugaverð bók sem veitir manni sýn inní heim karla.

a presto

Giovanna

þriðjudagur, maí 27, 2003

Jæja góðir hálsar þá er maður enn sestur við tölvuna. Allaf gaman að setjast og leysa frá skjóðunni.
En hvert var ég komin? Jú ég var rétt í þann veginn að fara að setja kjúllann inn í ofninn minn litla. Og hvernig varð hann svo

Gott áttu kjúlli á grænu beði

Opna ísskápinn og sé þá fullt af brokkolí sem er orðið tímabært að klára. Sker það niður og legg í ofnpottinn minn góða. Bæti við
Lauk og nokkrum hvítlauksrifum.
Sé þá allt í einu hálfa dós af sólþurrkuðum tómötum sem ég helli yfir. Þar yfir legg ég risakjúlla sem ég krydda fyrst með papriku og einhverju seson all og timian eða var það eitthvað annað?
Gríp þá límónu og kreisti yfir allt heila galleríið og set sín hvoru megin við kjúllann á beðinu.

Og ilmurinn varð indæll.

Kjúllinn farinn af stað í ofnferðina miklu og ég set basmati hrísgrjón í pott og læt suðuna koma upp og slekk svo undir.

Kíki aftur í ísskápinn og sé þá spínat sem þarf endilega að klára. Sýð það og steiki svo lauk og bæti spínatinu við og rúsínum og kanil og múskati og svo koma tvær matskeiðar af grænu pestói. Bæti síðan við slatta af kotasælu og hálfum pakka af hökkuðum möndlum. Voða gott

Kíki i síðasta sinn í ísskápinn og finn þá króatíska salatið sem ég gleymdi að bera fram í stúdentsveislunni.
En það eru appelsínur, svartar ólívur, hvítlaukur og olía.
Namm.

Og svo komu þau öll, Gotta og Gæi og Sía og Gunnhildur og við Hildigunnur og Gummi. Fundum eina hvítvín í efstu hillunni í eldhúsinu, sem skemmdi matinn alls ekki. Fórum svo í gönguferð seinna um kveldið í Öskjuhlíðina og hundurinn Bjarmi fékk að koma með. Við enduðum á ísbúðinni við Hagamelinn.Og á leiðinni heim skoðuðum við draumahúsið mitt á Suðurgötunni. Guðmundur sofnaði að lokum og við Hildigunnur tjilluðum yfir Sweet Home Alabama. Svona mömmumynd. Ég sofnaði aðeins á milli atriða en vaknaði fyirr lokin.Myndin endaði hræðilega. Hún giftist gamla lúðanum. Gvuð hvað ég varð svekkt.

a presto
Giovanna

mánudagur, maí 26, 2003

Ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta verandi Anna Karenina. Ég gerði nú svolítið í því að vera rómantísk í prófinu. Nema hvað. Er líf eftir stúdentsveislu spyr ég? Nú er komið að eldhústilraunum hússins. Ég ætla að búa til mat úr því sem til er í eldhússkápunum fram til 17. júní. Og viti menn! Það er ansi mikið til! ég byrja á veislu í dag, því maður verður að trappa sig niður. Von Trapp skiljiði. Trap by trap. Og hver fær fyrstu veisluna sem ber uppá mánudag. Jú, vitaskuld Gotta mín gamla góða vinkona. Hún og hennar famelí kemur í kjúllann sem ég varð að taka úr frystinum til að koma öllu brauðinu fyrir skiljiði. Ég bakaði ALLT of mikið af brauði. Jú sjáiði til brauðið mitt er virkilega gott og ég hugsaði sem svo ef allt verður búið ég ég að minnsta kosti gefið liðinu brauð. Einsog fólkið væri bara einhverjar endur á tjörn. En viti menn og konur, það var svo mikið bakað og baxað að það er ennþá nóg til frammi og hvað haldiði. Ég gleymdi að bera fram króatíska salatið og sörurnar og nú legg ég ekki meira á ykkur.
Mitt daglega brauð
ger og hálfur lítri vatn (kalt vatn l mín í örbylgju)
Set þetta í hnoðvélina og bæti svo við
slatta af haframjöli
salti
ólívuolíu
og að lokum hveiti.

hefast upp og geta orðið þrjár flautur.

Á morgun lofa ég kjúllauppskriftinni, því hvernig á maður að vita fyrirfram hvernig hann verður? Að gefnu tilefni vil ég að lokum bæta því við að ég gekk og hljóp hringinn í morgun. Og fór eitt rennsli á blogginu og sá þar skemmtilegar síður hjá Nönnu Rögnvalds og Ragnheiði frænku Hildigunnar og mér hlýnaði um hjartarætur að sjá hvað hún skrifaði um mig. Má ég svo benda á að Bekka er farin að blogga.
A presto

Giovanna

anna
You're Anna Karenina of Anna Karenina by Leo
Tolstoy!


Which Classic Female Literary Character Are you?
brought to you by Quizilla

sunnudagur, maí 25, 2003

Jæja, góðir hálsar! Maður er ennþá í léttri vímu eftir fjör gærdagsins. Því miður fóru síðustu gestirnir uppúr fjögur í nótt og þá þurfti að binda enda á þennan dásamlega gleðskap. 75 skrifuðu sig í gestabókina en ég vona að við höfum náð fleiri inn. Húsið þeirra gömlu á Háaleitisbrautinni er allveg fullkomið partíhús. Ég var búin að gleyma því. Dásamlegt að geta gengið útí garðinn og garðhúsið, Vala Matt myndi segja að það væri mjög gott flæði á þessu svæði. Við sungum útí eitt og það var eitthvað svo gaman að rifja það upp að það voru næstum 25 ár síðan undirrituð var í þessum sporum og 35 síðan minn gamli bror hélt veisluna góðu. Já Hildigunnur var flottust og átti daginn. Hélt frábæra ræðu sem mér fyndist hún ætti að birta á sinni bloggsíðu. Svo vorum við Þorgerður innilega sammála að hún hefði verið svo kvenleg og fögur. Það var gaman að syngja með Þorgerði og nýjum og gömlum kórfélögum. ótrúlegt hvað fólk man endalaust þessi lög og texta. Vel kennt af Þorgerði. Þegar ég hugsa til baka stendur kórstarfið uppúr, enda var ég líkt og Hildigunnur frekar hrifnari af hinum svokölluðu hliðargreinum skólans. Kórinn var númer eitt og þýska og stærðfræði í síðasta sæti.
ég hef aldrei verið spurð hvað ég fékk í einkunn á stúdentsprófi síðar í náminu. Hann kyssti'ana kossinn einn var eurovisonlag gærkvöldsins. Kidda rokkaði með gítarinn og síðan voru ýmis skemmtileg atriði frameftir nóttu. Með betri partíum.Maður lifir á þessu frameftir þessari öld.
a presto
Giovanna