fimmtudagur, maí 29, 2003

Jæja góðir hálsar mikill söngdagur að kveldi kominn. Endalausar reddingar fyrir hádegi og tók mér göngufrí fyrir hádegi. Maður verður að passa að ofgera sér ekki. Í alvöru. Ég gekk uppá Trölladyngju í gær ásamt nokkrum laufléttum og skemmtilegum píum+Gumma, og fannst þetta eiginlega ekkert mál þegar upp var komið. Leist reyndar ekki á blikuna þegar ég stóð fyrir framan dyngjuna og horfði upp brattann, en ég held ég hafi bara verið svo eftir mig eftir keyrsluna á fóstureyðingarveginum frá afleggjaranum þarna við Kúagerði eftir líka þessa stórhættulegu vinstri beygju frá Keflavíkurveginum-. En við komumst jú öll lifandi heim sem betur fer. Og sumsé, það sem ég ætlaði að segja, maður hljóp við fót og náði sér upp á toppinn á innan við hálftíma. Er þetta ekki ótrúlegt! En það veit guð ég segi satt. Og talandi um guð, þá var það helgistund í hádeginu á Sóltúni með djáknum tveim sem hétu Jóhanna og Fjóla. Svona örstund með öldruðum. En engin örstund hjá Hamrahlíðakórnum sem söng gömul og ný lög eitthvað frameftir degi. Mikið vildi ég óska að ég væri með svona góðan kór, en einsog Silla segir, lengi getur gott bestnað. Já nú eru allir að blogga, Guðrún líka, beibí beibí, þetta er líka svo ferlega gaman. En nú þarf Gummi að komast í tölvuna og ég get hreinlega alls ekki sagt ykkur allt sem á daginn hefur drifið. Nei, það er algjörlega nauðsynlegt að eiga smá leyndó...
a presto

Giovanna

Engin ummæli: