þriðjudagur, maí 27, 2003

Jæja góðir hálsar þá er maður enn sestur við tölvuna. Allaf gaman að setjast og leysa frá skjóðunni.
En hvert var ég komin? Jú ég var rétt í þann veginn að fara að setja kjúllann inn í ofninn minn litla. Og hvernig varð hann svo

Gott áttu kjúlli á grænu beði

Opna ísskápinn og sé þá fullt af brokkolí sem er orðið tímabært að klára. Sker það niður og legg í ofnpottinn minn góða. Bæti við
Lauk og nokkrum hvítlauksrifum.
Sé þá allt í einu hálfa dós af sólþurrkuðum tómötum sem ég helli yfir. Þar yfir legg ég risakjúlla sem ég krydda fyrst með papriku og einhverju seson all og timian eða var það eitthvað annað?
Gríp þá límónu og kreisti yfir allt heila galleríið og set sín hvoru megin við kjúllann á beðinu.

Og ilmurinn varð indæll.

Kjúllinn farinn af stað í ofnferðina miklu og ég set basmati hrísgrjón í pott og læt suðuna koma upp og slekk svo undir.

Kíki aftur í ísskápinn og sé þá spínat sem þarf endilega að klára. Sýð það og steiki svo lauk og bæti spínatinu við og rúsínum og kanil og múskati og svo koma tvær matskeiðar af grænu pestói. Bæti síðan við slatta af kotasælu og hálfum pakka af hökkuðum möndlum. Voða gott

Kíki i síðasta sinn í ísskápinn og finn þá króatíska salatið sem ég gleymdi að bera fram í stúdentsveislunni.
En það eru appelsínur, svartar ólívur, hvítlaukur og olía.
Namm.

Og svo komu þau öll, Gotta og Gæi og Sía og Gunnhildur og við Hildigunnur og Gummi. Fundum eina hvítvín í efstu hillunni í eldhúsinu, sem skemmdi matinn alls ekki. Fórum svo í gönguferð seinna um kveldið í Öskjuhlíðina og hundurinn Bjarmi fékk að koma með. Við enduðum á ísbúðinni við Hagamelinn.Og á leiðinni heim skoðuðum við draumahúsið mitt á Suðurgötunni. Guðmundur sofnaði að lokum og við Hildigunnur tjilluðum yfir Sweet Home Alabama. Svona mömmumynd. Ég sofnaði aðeins á milli atriða en vaknaði fyirr lokin.Myndin endaði hræðilega. Hún giftist gamla lúðanum. Gvuð hvað ég varð svekkt.

a presto
Giovanna

Engin ummæli: