föstudagur, febrúar 04, 2005

Góðir hálsar! Tímarnir líða og breytast. Ég var á handboltamóti ( seinni part föstudags!) og var heitt í hamsi og kallaði: "Áfram Víkingur! Koma svo! Já. Fara í vörnina!" Allt í einu áttaði ég mig á því að það var bara ég sem var svona æst og rauð og hætti þá svona smám saman og fór svo bara og fékk mér kaffi og fór að tala við einhverja pabba sem voru þarna og reyndi svo bara að vera róleg og horfa svona með öðru auganu og ekkert að missa mig í leikinn!

Mamma mia! Þetta var sumsé þriðji handboltaleikurinn sem ég mæti á.

A presto

Giovanna

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Jæja góðu hálsar!

Ég er að taka niður jólaseríurnar. Ákvað að fyrst febrúar væri kominn þá þýddi ekki lengur að skýla sig á bakvið jólaseríurnar. Þetta er nú svolítið mikið mál fyrir einstæða konu að taka svona niður. Æi já það eru einmitt þessar stundir sem maður vildi mikið gefa fyrir að eiga mann sem hjálpaði til við heimilsstörfin. Miðaldra konur geta líka látið sig dreyma...

a presto

Giovanna

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Góðir hálsar, fór á hárgreiðslustofuna Björk í morgun til að hitta Hildi hár og hún tók örugglega eitt kíló af hári af mér. Faldi þessi þrjú gráu og mér finnst ég ofsalega sjænuð og fín. Svo er bara allt á milljón skilljón hér og kominn febrúar og ég reyni að draga djúpt andann. Dio mio! Ég er sennilega enn búin að taka alltof mikið að mér. Það klikkar þá bara eitthvað.E la vita cosí. En Dóri klikkar ekki og ég fer á eftir til hans og tek á honum stóra mínum.

je beibs

a presto

Giovanna

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Elskulegu hálsar og hálsakot!

Gat nú engu lyft í dag sökum ofreynslu í síðustu viku, en reyndi þeim mun meira á leggina. Nú á að ná að standa á skíðum í rosalega þykkum og stórum skíðaskóm í lok febrúar. Dóri tók brosandi á móti mér og skammaði mig ekkert þótt ég gæti varla náð upp léttum lóðum og púrraði mig upp með því að segja að ég væri amk. sterkur karakter þótt ég væri ekki sterk. Skiljiði. Þetta er alveg draumur. Las í blaði í morgun að það væru margar miðaldra konur að hitta einkaþjálfara á morgana, til að hressa sig við. Ég mæli með Halldóri. Hann er frábær!

a presto

Giovanna

mánudagur, janúar 31, 2005

góðan daginn hálsar og hálsakot! Fyrirgefiði bloggleysið. Það er bara útafþví að ég hef átt svo erfitt með að hreyfa hendurnar uppá síðkastið. Eftir þriggja tíma púl hjá Halldóri ( og svo er hann frá Vestmannaeyjum!) þá hef ég þurft að hlífa höndunum, eða kannski bara ekki getað lyft þeim. Við ( Dóri ) erum nefnilega búin að uppgötva nýja vöðva sem ekki hafa verið notaðir í 30 ár, þe. frá því að Dóri djúsí var tveggja ára. ( segi og skrifa 2.ára) Nei, kæru lesendur, það er ekki leiðinlegt að lifa þessa dagana. Á morgun hitti ég Dóra og við munum halda áfram að lyfta og svo er ekki verra að í lok hvers tíma förum við í afar áhrifaríkar teygjur.

a presto

Giovanna