mánudagur, janúar 31, 2005

góðan daginn hálsar og hálsakot! Fyrirgefiði bloggleysið. Það er bara útafþví að ég hef átt svo erfitt með að hreyfa hendurnar uppá síðkastið. Eftir þriggja tíma púl hjá Halldóri ( og svo er hann frá Vestmannaeyjum!) þá hef ég þurft að hlífa höndunum, eða kannski bara ekki getað lyft þeim. Við ( Dóri ) erum nefnilega búin að uppgötva nýja vöðva sem ekki hafa verið notaðir í 30 ár, þe. frá því að Dóri djúsí var tveggja ára. ( segi og skrifa 2.ára) Nei, kæru lesendur, það er ekki leiðinlegt að lifa þessa dagana. Á morgun hitti ég Dóra og við munum halda áfram að lyfta og svo er ekki verra að í lok hvers tíma förum við í afar áhrifaríkar teygjur.

a presto

Giovanna

Engin ummæli: