föstudagur, febrúar 04, 2005

Góðir hálsar! Tímarnir líða og breytast. Ég var á handboltamóti ( seinni part föstudags!) og var heitt í hamsi og kallaði: "Áfram Víkingur! Koma svo! Já. Fara í vörnina!" Allt í einu áttaði ég mig á því að það var bara ég sem var svona æst og rauð og hætti þá svona smám saman og fór svo bara og fékk mér kaffi og fór að tala við einhverja pabba sem voru þarna og reyndi svo bara að vera róleg og horfa svona með öðru auganu og ekkert að missa mig í leikinn!

Mamma mia! Þetta var sumsé þriðji handboltaleikurinn sem ég mæti á.

A presto

Giovanna

Engin ummæli: