mánudagur, febrúar 07, 2005

Spurningin er hvort maður fái sér ekki annan sterkan kaffi með heitri mjólk, góðir hálsar og hálsakot, áður en maður tekst á við mánudaginn. Halldór einkaþjálfari er ekki fyrr en á morgun, þannig að vikan byrjar svona rólega og fallega. Maður fær sér kaffi frameftir í dag og svo kemst maður í Elliðárdalinn á eftir þegar það er orðið bjart. Svo ætla ég að láta ástandsskoða Renault-inn því hann er farinn að falla svolítið saman blessaður bíllinn. Annars bara ágætis dekur og djammhelgi liðin. Gaman með léttunum í Brokey. Svo fór ég í italiano matarboð til Önnu Hinn vinkonu minnar sem býr hér rétt hjá. Fylltist húsið undir lok af syngjandi drukknum Fóstbræðrum sem voru að koma úr þorrablóti, en það var nú farið að halla undan fæti hjá mörgun áður en yfir lauk. Signý var afmælisbarn gærdagsins og kom maður ekki að tómum kofa hjá henni. Bollur og kökur og borið svignaði. Nammi namm.

a presto

Giovanna


Engin ummæli: