laugardagur, september 10, 2005

Tja hérna, góðir hálsar, fer nú ekki oft út að borða, en í gærkveldi skruppum við nokkrir vinir í Perluna.... Nú,nú og æðislega spennandi matseðill og vínin flott eftir því. Forréttur, dádýr (mjög dýr) og aðalréttur önd og creme brule í eftirrétt. Æðislega lekkert og flott fram borið og gaman og fjör hjá okkur, en vantaði galdurinn í matreiðsluna, eina sem var eitthvað ÆÐISLEGT var eftirrétturinn. Ég sumsé sting ekki aftur uppá Perlunni.

a presto

Giovanna

fimmtudagur, september 08, 2005

Fullt hús hér í Rauðagerðinu þessa helgina, góðir hálsar. Ísafjörður mættur á svæðið. Yndislegt að hafa þrjár hæðir. Mæli með Via Rossa. Var í enn einu fimmtugsafmælinu í gær. Þóra Fríða Sæm hélt uppá sitt með glæsibrag. Söngur og gleði.

A presto

Giovanna

mánudagur, september 05, 2005

Jæja góðir hálsar, tíminn líður og nú byrjar innritun í barna-og unglingakórana í Bústaðakirkju. Ég er búin að þjóta í alla skólana og kynna starfsemina. Bíð spennt eftir að einhver innriti sig. Helgin róleg og yfirveguð. Ravel á föstudagskvöldið, vinkonukaffi Slankedoktoren i Danmark. Iiiiiiiii altså. Vil svo var við Broken Flowers... í Regnboganum, nema að þið hafið yndi af því að komast ekki að niðurstöðu.

a presto
Giovanna