föstudagur, janúar 20, 2006

æi ég nenni varla að blogga, en hvað skal gera, Byrjaði daginn hjá Nonna mínum Þorsteinssyni, og uppgötvaði nýjar söngvíddir. Það sem er gaman hjá drengnum. Fór þvínæst í kaffi til Freyju nú fomma eftir að hafa hitt hann Gilla, stjórnandi Löggukórsins. Aldrei að vita nema Löggurnar og Léttsveitin giggi fljótlega saman.... sem rifjar upp Grundafjarðartónleikana góðu um vorið góða, en þá höfðu Löggurnar og Léttsveitin óvart bókað sama tónleikadag í kirkjunni og lendingin var sameiginlegir tónleikar. Og ekki að sökum að spyrja, kirkjan var troðfull og erfitt að meta hverjir skemmtu sér betur áhorfendur eða söngvarnir. Eiríkur löggubassi mættur í leðurgallanum á hjólinu nú og svo á eftir grandíoso partí. Sem betur fer voru löggurnar sóttar fljótlega eftir miðnætti en við dömurnar áttum dásamlegt húsmæðraorlof þá helgina....nema hvað að við að sjálfsöðgðu til í gigg með löggunum. Ma si. En hvað ég vildi segja,já fór í kaffi hjá Freyju í Búlandinu, var þar ekki mætt Bimban sjálf, áttum gæðastund. Þá brunaði ég heim að kenna og þótt ég segi sjálf frá; gekk það bara bærilega, enda andinn að sönnu reiðubúinn eftir morgunstund með Nonna. Eftir hádegi keyrði ég einkason minn afmælisbarn morgundagsins, úr saxófóntíma í píanótíma og síðan er ég búin að baka nokkrar misheppnaðar kökur úr spelti, sem er ekki alveg að gera sig og svona.... þrífa svolítið, elda mat, hugsa, syngja og nú er ég alveg að detta í Toni Morrison mynd, bara til að ná mér í eina gæðastund í viðbót.Eða amk stund..þetta er drama dauðans held ég.. Gummi og Hilmar vinur hans kvarta undan snakkinu sem ég keypti og ég læt sem ég heyri það ekki. Hvernig í ósköpunum á maður að muna hvaða snakk þessir gaurar vilja...

a presto

Amma djó

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Dularfullt myndband lá í ganginum í kvöld þegar ég kom heim af kóræfingum daxins. Ég flýtti mér að setja spóluna í tækið og ekkert gerðist allt ruglað. Hringdi í tengdasoninn tilvonandi sem kom brunandi til mín og lagfærði myndbandið, og kom þá ekki í ljós Castró sjálfur, en ekkert tal og alltof hratt.. greinilega ekki fyrir svona gamaldags vídeótæki. Hver var að tala um eitthvað skemmtilegt Castróband... nú er er aldeilis búin að gleyma öllu. Hlakka til að komast að þessu. Síðan kom ávaxtabíllinn með tvo stóra og þunga poka fulla af tómötum, gúrkum, papriku,hvítkáli, blómkáli, lauk og radísum, kúrbít og salati, banana og epli og guðmávitahvað. Eitthvað notalegt við svona heimsendingar. Einsog í gamla daga þegar hann Þórir í Vísi kom til ömmu uppá Háaleitisveg með stóran kassa af vörum. Eða minnir mig á mjólkurpóstinn í Manchester, sem kom alltaf með mjólkina á morgnana, og stundum, egg og brauð og beikon...

En það er sko engin óhollusta á þessum bæ um þessar mundir.

a presto

Giovanna

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Skrapp í morgun að hitta Rut L. Magnússon söngkonu og kórstjóra. Bara svona að taka viðtal við hana fyrir FíSisið.. þe.Söngkennarafélagið. Mikið var það annars upplífgandi að hitta þessa gáfuðu og skemmtilegu konu þarna í morgunsárið. Hún fór vítt og breytt yfir ferillinn sinn, og við ræddum um nemendurna o.s.frv. Fór að hugsa um hvað hún var búin að gefa okkur söngvurunum hinum mikið af sér. Hún gaf mér algjöra inspírasjón inní Hróðmarslögin eiginlega, (án þess að þau væru eitthvað til umræðu), en sem að ég er að vinna aftur méð Léttunum. Byrjaði nefnilega í gær nefnilega að hjakka á þeim og hélt satt best að segja að við myndum byrja aftur á fyrsta skrefi, en það var algjör della. Við byrjuðum í 3.skrefi þannig að hugsanlega verður hægt að komast miklu lengra með lögin heldur en í fyrra. Jafnvel hægt að syngja þau bæði hægt og hljótt líka. Og pæla í textanum. Alltaf finnst mér aðalkikkið, þrátt fyrir hjakkið, æfingaprósessinn sjálfur.
Annars er ég byrjuð að baka fyrir afmælið hans Gumma. Og hver veit nema að maður taki svolítið til líka eller hur.
Hekla, til hammara með ammara og gaman var í luftkökuboðinu í morgun.

A presto

Giovanna

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Léttsveitin rokkar, satt er það. Var á stjórnarfundi í gærkveldi, sem var náttúrlega gríðargaman. Alltaf svo mikið framundan. Ekki dauð stund. Tumi komst ekki í tíma í morgun, þannig að í stað þess að stjórna Bojesen, fór ég í reikningana. Er alltaf svolítið lengi að koma mér að því verki. Til dæmis er ég ekki ennþá búin að rukka búðirnar síðan ég gaf út minn síðasta disk, maður er nú ekki alveg í lagi. En upp með sokkana. Nú er að duga eða drepast. Nema helgin var hreint út sagt dásamleg, á laugardaginn fór ég á aðalfund Blúsbandsins og skemmti mér alveg konunglega. Endalaus söngur, matur og skemmtan. Það er svo hollt fyrir sálina að skemmta sér svolítið. Það finnst mér amk. Átti svo rólegan og notalega innidag á sunnudaginn, Hildigunnur og Ásta voru hjá okkur Gumma. Kveiktum upp í arninum og elduðum góðan mat. Jafnast ekki á við svona huggulegar heimastundir.

a presto

Giovanna