þriðjudagur, janúar 17, 2006

Léttsveitin rokkar, satt er það. Var á stjórnarfundi í gærkveldi, sem var náttúrlega gríðargaman. Alltaf svo mikið framundan. Ekki dauð stund. Tumi komst ekki í tíma í morgun, þannig að í stað þess að stjórna Bojesen, fór ég í reikningana. Er alltaf svolítið lengi að koma mér að því verki. Til dæmis er ég ekki ennþá búin að rukka búðirnar síðan ég gaf út minn síðasta disk, maður er nú ekki alveg í lagi. En upp með sokkana. Nú er að duga eða drepast. Nema helgin var hreint út sagt dásamleg, á laugardaginn fór ég á aðalfund Blúsbandsins og skemmti mér alveg konunglega. Endalaus söngur, matur og skemmtan. Það er svo hollt fyrir sálina að skemmta sér svolítið. Það finnst mér amk. Átti svo rólegan og notalega innidag á sunnudaginn, Hildigunnur og Ásta voru hjá okkur Gumma. Kveiktum upp í arninum og elduðum góðan mat. Jafnast ekki á við svona huggulegar heimastundir.

a presto

Giovanna

Engin ummæli: