fimmtudagur, janúar 19, 2006

Dularfullt myndband lá í ganginum í kvöld þegar ég kom heim af kóræfingum daxins. Ég flýtti mér að setja spóluna í tækið og ekkert gerðist allt ruglað. Hringdi í tengdasoninn tilvonandi sem kom brunandi til mín og lagfærði myndbandið, og kom þá ekki í ljós Castró sjálfur, en ekkert tal og alltof hratt.. greinilega ekki fyrir svona gamaldags vídeótæki. Hver var að tala um eitthvað skemmtilegt Castróband... nú er er aldeilis búin að gleyma öllu. Hlakka til að komast að þessu. Síðan kom ávaxtabíllinn með tvo stóra og þunga poka fulla af tómötum, gúrkum, papriku,hvítkáli, blómkáli, lauk og radísum, kúrbít og salati, banana og epli og guðmávitahvað. Eitthvað notalegt við svona heimsendingar. Einsog í gamla daga þegar hann Þórir í Vísi kom til ömmu uppá Háaleitisveg með stóran kassa af vörum. Eða minnir mig á mjólkurpóstinn í Manchester, sem kom alltaf með mjólkina á morgnana, og stundum, egg og brauð og beikon...

En það er sko engin óhollusta á þessum bæ um þessar mundir.

a presto

Giovanna

Engin ummæli: