miðvikudagur, janúar 18, 2006

Skrapp í morgun að hitta Rut L. Magnússon söngkonu og kórstjóra. Bara svona að taka viðtal við hana fyrir FíSisið.. þe.Söngkennarafélagið. Mikið var það annars upplífgandi að hitta þessa gáfuðu og skemmtilegu konu þarna í morgunsárið. Hún fór vítt og breytt yfir ferillinn sinn, og við ræddum um nemendurna o.s.frv. Fór að hugsa um hvað hún var búin að gefa okkur söngvurunum hinum mikið af sér. Hún gaf mér algjöra inspírasjón inní Hróðmarslögin eiginlega, (án þess að þau væru eitthvað til umræðu), en sem að ég er að vinna aftur méð Léttunum. Byrjaði nefnilega í gær nefnilega að hjakka á þeim og hélt satt best að segja að við myndum byrja aftur á fyrsta skrefi, en það var algjör della. Við byrjuðum í 3.skrefi þannig að hugsanlega verður hægt að komast miklu lengra með lögin heldur en í fyrra. Jafnvel hægt að syngja þau bæði hægt og hljótt líka. Og pæla í textanum. Alltaf finnst mér aðalkikkið, þrátt fyrir hjakkið, æfingaprósessinn sjálfur.
Annars er ég byrjuð að baka fyrir afmælið hans Gumma. Og hver veit nema að maður taki svolítið til líka eller hur.
Hekla, til hammara með ammara og gaman var í luftkökuboðinu í morgun.

A presto

Giovanna

Engin ummæli: