miðvikudagur, janúar 21, 2004

Og mín kæru hálsakot og hálsar! til hammara með ammara Gummi góði. Drengurinn 9 ára. Systir hans hringdi frá Parísarborg kl. 8 í morgun. Ég fékk heimsins bestu söngvara sem sungu afmælissönginn í símann fyrir kl. 9. Því miður var drengurinn farinn í skólann þá. Og ekki nóg með það. Heldur mætti aðaldivan í bænum SS sjálf í morgunkaffi fyrir 11. Svo kemur Kidda rokk um tvöleytið og reddar ammælinu. Segiði svo að það sé slæmt að vera brotin.

a presto

Giovanna

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Já mínir kæru hálsar og hálsakot, nú er ég búin að hoppa á vinstri í einn mánuð. Ég held uppá það á morgun. Ég er búin að baka pizzusnúða og kökur en reyndar á hann Gummi minn afmæli á morgun. Hann er að verða níu ára drengurinn. Mér fannst níu ára afmælið mitt eitt það leiðinlegasta sem ég átti. Ég varð fyrir svo miklum vonbrigðum og átti svo hryllilega erfitt með að leyna þeim. Samt sagði ég engum frá því og hálfpartinn skammaðist mín fyrir að hafa verið svona vanþakklátt barn. Kannisti við tilfinninguna. En sumsé. Ég fór í Bústaðakirkju í gær og var með Englana og Barnakórinn. Það var rosalega gaman að hitta þau aftur, en ég var gjörsamlega búin á því á eftir. Sérstaklega fór þreytan í bakið. Enda ekki nema von. Engin smá þyngsli að bera sig sjálfan allan daginn. Svo lá ég bara í sófanum í gærkveldi og horfði á hina frábæru Medici þætti. Og svona

Reyni að vera duglegri að skrifa

a presto

Giovanna

og Via di Rossa 42, verður afhent á laugardaginn... Jezzzzzz