fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Góðir hálsar,

það er naumast hann snjóar! Nú væri ráð að skella sér á skíði! Annars, ekkert spes. Nema jú að ég hlustaði á einkadóttur mína æfa sig í Söngskólanum í morgun og var voðalega stolt af henni. Hún er svo efnileg stúlkan sú. Brava ragazza!

a presto

Giovanna

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Góðir hálsar og hálsakot, sofna með Vilju í eyrunum og vakna með hana í eyrunum á uppáhaldsrásinni minni sem er númer 1. Ég er bara búin að fá mér einn kaffibolla en fæ mér rétt á eftir bolla númer tvö. Í dag er svona vesensdagur. Ég verð ég að fara með bílinn í skoðun en það hefði ég betur gert á síðasta ári í október. Ég bara er ekki alveg inní svona bílamálum og fattaði það alls ekki fyrr og engin í kringum mig heldur. Engin!. Svo fór ég í ástandsskoðun þe. með bílinn í gær en hefði auðvitað átt að fara sjálf í ástandsskoðunina! Nei, það var ekki fyrr en ég var á einhverju bílaumboði að athuga hvers virði gamli grái væri að þetta kom í ljós! Nú,nú meðan ég var með bílinn í þessari skoðun hringdi einhver blaðakona í mig og spurði mig hvernig ég héldi ungdómsljómanum. Ég varð náttúrlega einsog kjáni og varð bara upp með mér og hélt að þetta væri eitthvað persónulegt og fór eitthvað að babbla um einkaþjálfara.... Hefði maður ekki heldur átt að nota tækifærið og mótmæla þessari eilífu æskudýrkun. Er ekki frábært að vera 47, eða 67 eða 87 og bara vera við góða heilsu og svona.

Jæja ég er ennþá í bullinu. Hefði þurft að sofa lengur. Fæ mér nokkra kaffi og segi

a presto

Giovanna

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Jæja kæru hálsar og hálsakot, ekkert leyndó lengur. Hildigunnur og Skúli segja frá leyndóinu á blogginu sínu.... amma mín fór á honum rauð, að hitta einkaþjálfa....

a presto

Giovanna

og munum eftir prjónunum.

mánudagur, febrúar 07, 2005

Spurningin er hvort maður fái sér ekki annan sterkan kaffi með heitri mjólk, góðir hálsar og hálsakot, áður en maður tekst á við mánudaginn. Halldór einkaþjálfari er ekki fyrr en á morgun, þannig að vikan byrjar svona rólega og fallega. Maður fær sér kaffi frameftir í dag og svo kemst maður í Elliðárdalinn á eftir þegar það er orðið bjart. Svo ætla ég að láta ástandsskoða Renault-inn því hann er farinn að falla svolítið saman blessaður bíllinn. Annars bara ágætis dekur og djammhelgi liðin. Gaman með léttunum í Brokey. Svo fór ég í italiano matarboð til Önnu Hinn vinkonu minnar sem býr hér rétt hjá. Fylltist húsið undir lok af syngjandi drukknum Fóstbræðrum sem voru að koma úr þorrablóti, en það var nú farið að halla undan fæti hjá mörgun áður en yfir lauk. Signý var afmælisbarn gærdagsins og kom maður ekki að tómum kofa hjá henni. Bollur og kökur og borið svignaði. Nammi namm.

a presto

Giovanna