fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Besta við að vera veikur er að leggjast í bækur. Næstum einsog jólin hjá manni. Rigningin úti og ég undir sæng að lesa. Datt í Perlur og steina eftir nöfnu mína Kristjónsdóttur,árin með Jökli og verð helst að liggja þangað til ég klára Bát með segli og allt. Sú er eftir Gerði Kristnýju sem ég hef aldrei lesið fyrr. Já já og satt best að segja margt sem minnir mig á tíðina þegar ég var blaðakona eða réttara sagt blaðasmástelpa á Helgarpóstinum. Liprir pennar, bæði nafna mín og Gerður Kristný.

A presto

Giovanna

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Já já lagðist bara í pestina. Og er frekar slöpp og spæld. Gummi lagðist líka. Ég er nú samt aðeins að skána. Amk. farin að geta hugsað eitthvað fram í tímann. Og viti menn! Framundan er allt á fullu. Beibí beib. Eins gott að anda rólega svo taugarnar gefi sig ekki.


a presto

Giovanna

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Hvað eyði ég miklum tíma í að taka til, eða hugsa um að fara að taka til, eða vera nýbúin að taka til eiginlega? Æi stundum finnst mér ég ekki gera nokkuð annað. Vont en það venst. Ég ætla amk. að neita mér um að láta einhvern annan taka til hjá mér. Ekki nema Hildigunnur rósamunnur bjóðist til þess. Hún er svo flink í að raða og skipuleggja. Annars er ég búin að vera dugleg að drusla til núna. Datt í hug að baka snúða handa börnunum og mér. Fannst ég verða að fá ömmuilm í húsið. Ákvað að sleppa brauðbindindinu í dag. E la vita oggi con me.

a presto

Giovanna