fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Besta við að vera veikur er að leggjast í bækur. Næstum einsog jólin hjá manni. Rigningin úti og ég undir sæng að lesa. Datt í Perlur og steina eftir nöfnu mína Kristjónsdóttur,árin með Jökli og verð helst að liggja þangað til ég klára Bát með segli og allt. Sú er eftir Gerði Kristnýju sem ég hef aldrei lesið fyrr. Já já og satt best að segja margt sem minnir mig á tíðina þegar ég var blaðakona eða réttara sagt blaðasmástelpa á Helgarpóstinum. Liprir pennar, bæði nafna mín og Gerður Kristný.

A presto

Giovanna

Engin ummæli: